Nýr dagur, ný tækifæri. Ég á litla yndislega bók þar sem stendur eitthvað á þá leið að hver dagur er eins og auð síða og það er okkar að skrifa sögu dagsins á hana. Ég ætla að stefna að því að skrifa eitthvað gott á síðuna í dag
Tónleikarnir í gær voru frábærir, svo fallegir og hlýjir. Það var yndislegt að fara og njóta þess að sitja og hlusta á undurfagra tóna og fallegan boðskap jólanna.
Mér gékk ágætlega að vera í deginum í gær og finn hvernig það gefur mér æðruleysi að fara ekki út fyrir stundina sem er. Þannig er það að við eigum þessa stund hér og nú, fortíðin er að baki og framtíðin óskráð! Það er mitt að njóta andartaksins en ekki dvelja í því sem gæti orðið, ég veit ekkert hvað verður.
Ég er með ágætis dagsplön fyrir daginn í dag og ætla að halda mig við þau eftir bestu getu. Planið er að taka smá syrpu á draslinu hér á bæ moka aðeins út, enda ekki vanþörf á þegar búa bæði menn, hundar og fuglar saman....hehehehe´
Planið hljóðar líka uppá sporavinnu, hugleiðslu og kyrrð
Ætli það sé ekki líka ein Kringluferð inní myndinni, dóttir mín yndislegust var búin að panta mömmu sína með sér að versla gjafir handa vinkonunum.
Ég bið fyrir götubarninu mínu og vona að allt verði í lagi með hann á hans leið um lífið. Það er ekkert meira sem ég get gert í hans málum, mér er ekki gefin sá máttur að geta breytt honum eða hans lífi. Hann verður að gera það sjálfur með hjálp máttar sem er honum æðri.
Kærleikur til ykkar sem lesið þetta
Kv.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Kristín mín
Það að höndla óvissuna virðist vera hinn stóri lærdómur sem mörgum okkar er gefið. Að treysta og sleppa tökunum. Þú ert að standa þig meiriháttar vel og eins og þú segir: "ég á aðeins þennan dag." og þessi eini dagur er eitthvað svo dýrmætur þegar maður sér lífið á þennan hátt.
Til hamingju með frábærar einkunnir og piparkökubakstur:)
Birgitta Jónsdóttir, 17.12.2007 kl. 09:58
Birgitta mín.
Vissulega er það mikill lærdómur en að sama skapi alveg ótrúlega magnað að eiga að fólk sem minnir mann á að maður á bara þennan dag, því þegar maður gleymir því og fer í ókomna daga þá tekur sársaukin völdin og hausin fylgir ekki búknum.
Eigðu góðan dag mín kæra, hlakka til að sjá þig.
Kristín Snorradóttir, 17.12.2007 kl. 10:06
Sæl Kristín,
Dóttir mín féll sama kvöld og Raggi, og núna er hún á götunni á 20 ára afmælisdeginum sínum. Ég reyni að taka þessu af sama æðruleysi og þú, það og bænin er það eina sem heldur manni gangandi þessa dagana og undanfarin ár.
Kær kveðja,
Guðlaug Þorsteinsdóttir
Guðlaug Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 10:25
Guðlaug... mig finnst sárt að heyra að hún sé fallin. Ég þekki þann sársauka sem fylgir því að hafa þau á götunni á afmælisdögum, eina sem ég get sagt við þig er að hugsa til þeirra afmælisdaga sem hún hefur átt í þínum faðmi það er ómetanlegt að eiga skjól í góðu stundunum með börnunum okkar, það hjálpar mér að ýta fíklinum frá um stund.
Þér er velkomið að hafa samband við mig ef þú vilt e-mailið mitt er krissnor@khi.is
Ég bæti henni í bænirnar mínar og bið þess að þau megi sjá ljósið og við fá kyrrð í hjartað.
Kærleikskveðja til þín.
Kristín Snorradóttir, 17.12.2007 kl. 11:13
Veit ekki afhverju ég hef ekki kvittað fyrir komu mína fyrr.. eitthvað hélt sjálfsagt aftur af mér.
Ég las hjá þér í gær orð sem sátu svolítið í mér og gáfu mér eitthvað sem ég ætla að halda í með báðum höndum.
' Ég held að ef við missum sjónir af því að fíkillinn okkar er manneskja þá séum við illa stödd. Fíklarnir sem við mætum og eru að fremja ýmis voðaverk eru manneskjur, börn, sistkyni eða foreldrar einhvers mér finnst það stundum gleymast'
Jólin nálgast og maður gætir sín á því að sakna ekki áður en maður missir, en tilfinningar og hugsanir eru bara þess eðlis að maður hefur enga stjórn á þeim.. en ég hugsa til ykkar, og sonar þíns.
Alfa
Alfa Dröfn (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 15:54
Alfa... Njóttu lífsins það hefur uppá svo margt að bjóða. Takk fyrir kvittið og vonandi hafa orð mín markað þér góð spor.
Kristín Snorradóttir, 17.12.2007 kl. 19:46
Elskan mín
Ragnheiður , 17.12.2007 kl. 20:41
Kæra Kristín, ég er bara að kvitta fyrir heimsókninni í dag, sendi þér mínar bestu kveðjur og vona að þér takist að halda sálarró. Elsku drengurinn þinn hefur örugglega einhvern sem vakir yfir honum, þó að hann þurfi að ganga þessa erfiðu leið. Barnabarnið mitt er enn í meðferðinni og ég er mikið þakklát fyrir hvern dag sem það gengur. Þú ert í bænum mínum Kristín og Ragnar líka en hann er vinur minnar elsku, kveðjur amma Gyða.
Gyða (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 20:43
Gott að þú áttir góðan dag dúllan mín, þið eruð í huga okkar
kveðja Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 17.12.2007 kl. 21:18
Æðruleysið er snilld... en erfitt að öðlast það Knús á þig.
Huldabeib, 17.12.2007 kl. 21:46
Takk Ragnheiður mín.
Gyða... návist þín er mér dýrmæt, hún er notaleg. Gott að heyra að barnabarnið þitt er enn í meðferð og vonandi verður það þannig áfram að meðferðin klárist og inn komi góður bati og fetuð verði hin yndislegu 12.spor það mun ég svo sannarlega setja inní mínar bænir að amma Gyða og ömmubarn fái notið andlegs ferðalags til hamingju og heilbrigðis. Ég vil segja við þig að þér er velkomið að senda mér mail ef þú vilt krissnor@khi.is það er mikil styrkur fólgin í því að deila reynslu og mæta einhverjum sem þekkir sporin sem maður stendur í. Njóttu þess að eiga hvern dag!
Elísabet... knús á ykkur
Hulda... æðruleysi er snilld það er rétt, eina sem þarf til að öðlast það er trú.
Kristín Snorradóttir, 17.12.2007 kl. 23:34
Elsku Kristin
Mikid var sart ad lesa bloggid titt (sorry danskt lyklabord), tad kremur hjarta mitt af vita af honum tarna uti. Mer finnst svo erfitt ad vita af tessum goda dreng fastan i krumlu fiknarinnar. Tad er svo serstakt hvernig hann bræddi hjarta mitt med sinum einstaka sjarma tegar eg kynntist honum fyrst tegar hann var 13 ara gamall. Eg mun bidja fyrir englavernd yfir hann og lausn inn i tessar kringumstædur.
Gud geymi ykkur og stydji.
Lilja
Lilja Thorsteinsdottir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 05:38
Ég skil hvað þú ert að tala um, yngri börnunum mínum kviður fyrir jólunum, það er svo sárt, og ekkert hægt að gera til að laga ástandið svo öllum líði vell.
Salka, 18.12.2007 kl. 07:17
Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár. Vona svo sannarlega að strákurinn þinn fari fljótlega aftur í meðferð. Veit varla hvað segja skal, en þú ert búinn að standa þig eins og hetja. Ert búinn að gera allt sem hægt er og rúmlega það. En allavega vona ég að þú njótir hátíðina með restinni af fjölskyldunni.
Leifur Runólfsson, 18.12.2007 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.