Í dag er nýr dagur og núna á ég bara þennan dag, er að halda mig við að vera í deginum. Það er svo óendanlega sárt að fara út fyrir þennan dag og hugsa um hvernig staðan verður um jólin, var að því í gær. Dagurinn í gær var mér erfiður og sorgin mikil, stundum svo óendanlega sár að ég hélt að ég gæti bara als ekki meira, en ég á sem betur fer svo gott bakland. Í mínu lífi eru konur sem hjálpa mér að vera í núinu og bara í núinu og þar þarf ég að vera.
Ég bakaði piparkökur í gær sem eflaust eru mjög saltar því tárinn trilluðu reglulega á meðan ég hnoðaði og flatti út deigið. En það góða var að ég grét og grét bara nokkuð mikið og í návist annara, fyrir mig er það sigur því ég hef alltaf verið þetta hörkutól sem fellir ekki tár og gefst aldrei upp. Þannig að það var gott að geta grátið aðeins út sorgina yfir því að hafa misst son minn í heim fíknarinnar, ég hef oft misst hann en of sjaldan leift mér að fara í gegnum sorgina.
Ég get ekkert gert nema hugsað til hans í kærleika, ég er fegin að ég sagði honum í gær að ég elska hann. Hann er mikið veikur bæði líkamlega og andlega, stendur vart í lappirnar en fíknin heldur honum uppi, ógeðslegur sjúkdómur sem tortímir hratt. Frétti að hann fékk að sofa í fangaklefa í nótt en veit ekki hvar hann er í dag eða hvernig ástand er á honum, varla gott því hann var illa á sig kominn í nótt.
Ég bið alla að senda honum kærleika.
Ég ætla að halda áfram að vera í deginum í dag og reyna að gera hann góðan. Njóta samvista við hin börnin mín og mannin minn, í kvöld á ég miða á Frostrósartónleikana og þar ætla ég að gleyma lífinu um stund.
Eigið góðar stundir.
Kv.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku dúllan mín
við erum með hugann hjá þér og Ragga, njóttu þess að hlusta á frostrósirnar og vonandi kemst hann inn sem fyrst.
Knús og kram
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 16.12.2007 kl. 16:04
Dagurinn í dag er aleiga hvers manns, hugur mæðranna vill þó hvarfla fram í tímann.
Hugur minn er og verður hjá þér Stína mín og strákgorminum þínum.
Ragnheiður , 16.12.2007 kl. 17:06
Kæra Kristín mikið er gott að heyra að þú getur grátið og það í návist annarra það er ekki alltaf auðvelt og sérstaklega ekki þegar maður tekur að sér að vera töff og lifa allt af. það sárasta sem ég hef upplifað að missa syni mína aftur og aftur út í fíknina það er alltaf jafn sárt og venst ekki en þó ótrúlega megi oft virðast þá koma nýir og betri dagar þar sem sólin skín bæði úti og inni í sálartetrinu njóttu tónleikanna í kvöld og gangi ykkur öllum í fjölskyldunni sem best að njóta eins dags í einu.
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 16.12.2007 kl. 17:41
Elsku besta Kristín og fjölskylda.Hugur minn er svo sannarlega hjá ykkur.'Eg sendi ykkur öllum mikinn kærleik og hlýju með von og trú í hjarta að allt fari vel og að Ragnar átti sig. Reynið að njóta tónleikana. Guð veri með ykkur.
Einn dagur í einu og sjáumst svo í foreldrahúsum kl 18 á þriðjudag.
Kærar kveðjur
Guðrún Harðard.
Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 18:08
Kæra Kristín,
Vona af öllu hjarta að þú fáir drenginn þinn aftur eins og hann var en veit þó að það getur brugðið til beggja vona. Ég vona að þú og þínir getið notið jólanna, þótt þau verði í skugga af öðru, og að drengurinn þinn geti fengið þá hjálp sem hann þarf.
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 18:55
Sendi kærleik og ljós og vona að drengurinn þinn fá bót, en þetta er djöfullegt að lenda í klóm fíknar. Maður tekur einn dag í senn og vonar það besta, býst við að þú sért að verða sérfræðingur í því, þetta er skelfilegt
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 20:58
Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 21:36
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2007 kl. 21:51
Þú og fjölskyldan þín fáið mínar hlýjustu hugsanir.
Anna Einarsdóttir, 16.12.2007 kl. 22:25
Kæra Kristín, ég hugsa til þín í kærleika, vona að þu getir notið þess um stund að hlusta á Frostrósir syngja, sonurinn þinn góði gengur í gegnum mikla erfiðleika núna, en haltu í vonina, kveðjur amma Gyða
Amman skrifar (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 22:27
Kæra vina... ég get því miður ekki annað sagt eða gert en að þið eruð bæði í bænum mínum, þú og Raggi. Vonandi gátu Frostrósir lyft þér upp úr þessari kvöl í smástund.
Huldabeib, 16.12.2007 kl. 23:03
Takk öll sömul fyrir hlýhug Tónleikarnir voru bara fallegir og mín náði að hafa hausinn bara í laugardalshöll
Ég hef engar fréttir haft af syninum í dag en fengið ró í hjartað. Ég veit að það hjálpar mér og honum allur sá kærleikur sem við mætum.
Kristín Snorradóttir, 16.12.2007 kl. 23:49
knús!
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 17.12.2007 kl. 00:00
rosalega stórt knús veist að okkur þykir roslega vænt um þig
Sara Rós (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 00:43
Sæl Kristín !
Hef verið að fylgjast með blogginu þínu, þú stendur þig ótrúlega vel. Á sjálf barn á valdi fíknarinnar, þetta er erfitt, MJÖG ERFITT. Mitt barn er ekki hér heima, veit í raun og veru ekkert hvar það er, er eins og þú, bíð bara eftir símtali. Vonandi símtali þar sem barnið biður um hjálp, ekki einhverju vondu símtali. Við verðum bara að taka einn dag í einu, annað er ekki að ganga upp. Vonandi VAKNAR strákurinn þinn sem allra fyrst, það er jú hann og enginn annar en hann sem getur tekið af skarið.
Gangi ykkur öllum sem best, njótið jólanna eins vel og á verður kosið :-)
Jólakveðja af suðurnesjum
Mamma
Mamma úr Keflavík (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 00:50
Kæra Stína ! hugsa til þín og fjölskyldu þinnar í kærleika, látum áhyggjur okkar í hendur Guðs. Sjáumst í foreldrahúsi !
kær kveðja Sesselja
Sesselja (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 08:43
Elsku Stína mín. Vá hvað þetta er skrýtið að lesa síðasta bloggið þitt. Ég sendi þér og þínum, mikið knús og helling af góðum hugsunum. Eins og ég hef oft sagt, þá ertu ótrúleg manneskja. Ég vona að sonur þinn nái sér og losni við þessa ömurlegu fíkn. Ég vona einnig að tónleikarnir hafir verið góðir, og þú hafir náð að gleyma þér smá og haft góðar stundir.
sunna (simma systir) (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 08:44
Takk öll sömil fyrir kærleikan
Sara mín elska þig og snúðin þinn líka, gaman væri að fara að sjá ykkur.
Foreldrahúsa gellurnar mínar... ég mæti á morgun enda eins og þið vitið er það björgunarhringurinn okkar. Hlakka til að sjá ykkur.
Kristín Snorradóttir, 17.12.2007 kl. 09:50
Þegar ég les bloggið þitt er eins og ég hafi verið í þínum sporum síðast í gær.En það er að verða eitt ár síðan það var.Yngsta mitt er búið að vera edrú síðan í byrjun feb á þessu ári og eldri í 10 ár.Samt er svo stutt síðan og svo sárt.Guð styrki þig og þína. Ég elska börnin mín en þoli ekki sjúkdóminn sem þau bera.Þegar ég lærði að skilja á milli eins og þú ert búin að ná beittist ástin til barnanna minna mikið og lífið varð auðveldara.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 12:03
Birna... Það er málið að aftengja á milli sjúkdómsins og barnsins okkar. Ég elska hann son minn enda er hann frábær persóna en fíknisjúkdómin hata ég því hann etur upp barnið mitt.
Mikið finnst mér gott að heyra hvað vel gengur hjá þínum. Sendi ykkur öllum kærleikskveðjur.
Kristín Snorradóttir, 17.12.2007 kl. 12:12
Sunna ég gleymdi á áðan takk fyrir ljóðið um daginn, það var frábært.
knús
Kristín Snorradóttir, 17.12.2007 kl. 13:15
Úff... been there done that!
En eins ótrúlegt og það er þá hangir maður uppi þrátt fyrir svona ömurlegheit. Ég vona að þinn strákur komi tilbaka eins og stelpan mín gerði
Heiða B. Heiðars, 17.12.2007 kl. 17:19
Fékk fyrir hjartað að lesa að hann væri kominn út aftur. Þessi andsk. fíkn er svo erfið fyrir okkur sem elskum börnin okkar.
Risaknús til þín Stína mín og ykkar allra.
kidda, 17.12.2007 kl. 19:08
Huld S. Ringsted, 17.12.2007 kl. 20:20
Gangi ykkur sem allra best
Þóra Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.