Sorg í hjarta.

Vaknaði í morgun við gleðilegt sms frá skólasystur um að einkun í siðfræði væri kominn í hús Smile dreif mig að tölvunni til að kíkja inná Uglu og sá að mín hafði skorað með 8 í lokaeinkun í siðfræði.... bara sátt við það.

Á sömu stundu hringdi síminn og var það sonur minn að segja mér að sá leiðinlegi atburður hefði komið upp að sér hefði verið boðið kókaín í meðferðinni í gærkvöldi og hann hefði látið undan þrýstingi svo nú væri verið að vísa honum út. Hann er sem sé kominn aftur á götuna Crying

Stundum verð ég svo reið út í fíknisjúkdóminn að ég gæti sprungið....arg....Þannig að nú er enn aftur upppi sú staða að vita ekki hvort hann er lífs eða liðin, bið eftir fréttum slæmum eða góðum. Jólin gera mann svo enn meirari og núna finnst mér ömurlegt til þess að hugsa að hann sé úti með sprautuna í handleggnum og ömurleika dópslífsins meðan aðrir njóta jóla. Það fyllir mig sorg, sorg sem er ekki ný en alltaf jafn erfið. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér finnst ég hafa misst hann en það er alltaf jafnvont.

Ég er þakklát fyrir það bakland sem ég á Foreldrahús, samtökin og fólkið allt í kringum mig, ef ég hefði það ekki væri ég eflaust andlega búin, sennilega bara inn á geðdeild. Þetta ár hefur verið erfiðast af öllum þeim árum sem ég hef átt með honum syni mínum en að sama skapi hef ég átt dýrmætasta stuðninginn þetta árið.

En lífið heldur áfram og mín þykist nú ætla að baka eitthvað í dag með hinum börnunum.

Hafið það gott.

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Hræðilegt að heyra, Guð blessi þig og þína.

kv Sigríður  

Sigríður Jónsdóttir, 15.12.2007 kl. 13:36

2 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Stína mín, ég á engin orð fyrir þig en ætla að standa mig í því að biðja um að hann nái sér, að fíknin slæma sleppi tökunum á honum. Þetta er þessi skelfilega upplifun móður, hún er svo vond.

Stórt netknús á þig elskan mín.

Ragnheiður , 15.12.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Elsku Kristín, þetta er alveg hræðilegt.   Hópþrýstingur er nú ekki það sem fíklar í fráhvörfum þola

En til hamingju með þessa frábæru einkunn í siðfræðinni, þú ert bara snillingur

ætla að senda þér meil á khi meilið

RISA STÓRT KNÚS TIL ÞÍN

Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 15.12.2007 kl. 15:56

4 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk fyrir góðar kveðjur, já þetta er ógeðslega vont.

Kristín Snorradóttir, 15.12.2007 kl. 17:03

5 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með góða einkunn.

Vonandi að þú náir að njóta desember þrátt fyrir þessar sorgarfréttir.

Knús

Dísa Dóra, 15.12.2007 kl. 17:27

6 identicon

Elsku Stína mín, til hamingju með einkunina í siðfræði, helvíti magnað ;)

Ég sendi þér alla mína strauma og orku til að takast á við þessa sorg. Ég tek undir með þér þetta er sorg sem fyllir mann þegar maður fær þessar fréttir. Ég vona svo sannarlega að það birti til hjá ykkur fyrir jól og þið eigið gleðileg jól.

þúsund kossar xxxxx

Anna María

Anna María (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 18:57

7 identicon

Kæra Kristín, mikið finn ég til með þér, og ég veit hvernig þér líður, ég bið góðan Guð að vernda drenginn þinn, en hann sjálfur verður að finna rétta tíman, tíman þegar nóg er komið. Ég vona að þér takist að eiga góð jól með fjölskyldu þinni og sendi þér baráttukveðjur, og síðast en ekki síst hjartanleg til hamingju með þennan frábæra árangur í skólanum. amma Gyða

Amma skrifar (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 23:08

8 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Elsku Stína mín, til hamingju með siðfræðieinkunnina þú ert náttúrulega mögnuð manneskja. Leiðinlegt að heyra með soninn, það er aldrei auðveldur tími að missa hann svona í neyslu en jólin eru fjölskylduhátíð þar sem allir eiga að vera saman og njóta lífsins. Vona svo innilega að það fari að rætast úr þessu hjá honum.

Knús og kossar

Katrín Vilhelmsdóttir, 16.12.2007 kl. 00:17

9 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 16.12.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband