Góður dagur.

Dagurinn í dag er búin að vera góður, við hjónakornin skunduðum í bæin í morgun og kláruðum að kaupa jólagjafirnar, tókum okkur góðan tíma og settumst inná kaffihús og höfðum það notalegt við kaupin. Ekkert stress í kringum jólagjafirnar bara nutum þess að kaupa handa okkar nánustu.

Mín tók sig til og lá bara í leti eftir það Smile og í letikastinu fékk ég löngun til að láta renna í bað og liggja þar meðp indíána hugleiðsludiskinn minn í ca. klukkutíma og fór svo endurnærð á flottan fund.

Heyrði í syninum í dag. Hann er enn mjög slappur á sál og líkama en er inni enn svo er á meðan er. Ég hef verið að hugsa um það undanfarið hvað ég er lánsöm að hafa einhverstaðar á þessari leið okkar mæðgnana náð að aftengja. Að ég skuli njóta þeirrar blessunar að geta séð son minn sem yndislega persónu þrátt fyrir ljótleika fíknisjúkdómsins.

Ég held að ef við missum sjónir af því að fíkillinn okkar er manneskja þá séum við illa stödd. Fíklarnir sem við mætum og eru að fremja ýmis voðaverk eru manneskjur, börn, sistkyni eða foreldrar einhvers mér finnst það stundum gleymast.

Jæja þetta eru nú bara svona hugleiðingar hjá mér.

Eigið góðar stundir.

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín 3 fóru öll þessa leið. Það breytti öllu fyrir mig þegar ég gat einmitt séð og upplifað að manneskjan er eitt og sjúkdómurinn annað. Ég elska börnin mín og þoli ekki þennan sjúkdóm og það er ok.Við erum ekki sjúkdómurinn heldur er hann áhangandi á okkur eins og sníkjudýr. Elsta og yngsta mitt náðu sér og ég sjálf á rúmlega 21 árs edrútíma. Guð blessi þig duglega mamma.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 02:13

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk fyrir það! Alltaf gott að heyra svona hetjusögur þær fylla mann af voninni og henni verður maður að viðhalda.

Kristín Snorradóttir, 13.12.2007 kl. 10:08

3 identicon

Mig langaði að kasta kveðju á þig gella.

Frábært að Ragnar sé ennþá í meðferð og ég segi eins og þú... er á meðan er.  

Skilaðu kveðju í kotið þitt:   .... Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:16

4 identicon

Gott að heyra að hann sé enn í meðferð og vonandi fer þetta bara upp á við núna hjá ykkur.

Það er örugglega rosalega erfitt að geta skilið á milli einstaklingsins og sjúkdómsins sérstaklega þegar það er lítið gert af því í samfélaginu, það er rétt að maður gleymir því oft að þetta eru einstaklingar sem hafa sjúkdóm. En gott að þú getir það og séð það því það mun hjálpa stráknum þínum:)

Baráttukveðjur og knús og hafðu það sem allra best:) 

Guðbjörg Ösp (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 16:00

5 identicon

Gott að heyra að sonurinn er enn í meðferð,  vonandi verður hann áfram og takist þetta núna. Ég er að fara á fund í Foreldrahúsinu, sennilega síðasta fundinn þar, en vonandi rætist úr málum samtakanna. Barnabarnið mitt er enn í meðferð og virðist bara ganga vel, ég leyfi mér bara að vera bjartsýn !!

Gangi þér vel  og góðar kveðjur Amma Gyða

Gyða (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband