Þessi kona horfði á fréttirnar á Ruv í kvöld og fagnar stórum orðum Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um það að þrjár vikur skuli duga til að leysa úr málum Foreldrahúsa svo vonandi fæ ég og aðrir jólagjöfina sem ég óskaði mér.
Mér fannst samt dálítið pirrandi að hún talaði ekki um mikilvægi þess að Foreldrahús væri til fyrir aðstandendur fíkla, heldur einungis það starf sem snýr að fíklunum, sem er frábært starf en hitt er ekki minna mikilvægt.
Stundum finnst mér skorta skilning á hugtakinu fjölskyldusjúkdómur og þar með eru áherslunar kanski ekki alveg í takt við það. Málið er að við aðstandendur erum oft ekki minna sjúk á sálinni en fíklarnir okkar og uppgjafahugsanir leita á okkur. En við höfum tækifæri rétt eins og fíkillinn til að byggja okkur upp og taka á eigin meðvirkni til þess eru leiðir eins og stuðningur hjá Foreldrahúsum og 12.sporavinna. Það bjargaði minni geðheilsu
Staðan á fíklinum mínum er slæm, hann er mjög veikur af fráhvörfum. Ég heyrði í honum í síma á áðan og það var mjög erfitt að skilja hann, hann er þvoglumæltur og drafandi sem kemur til vegna fráhvarfslyfja og líkamlegri og andlegri heilsu hans. Við spjölluðum um stund þar sem hann var að tala um hvað hann væri með mikin móral vegna þess að hann hefði gert eitt og annað í dópvímunni, ég benti honum á að það þýddi ekki að dvelja í því sem búið er heldur væri málið núna að vera í andartakinu og þannig byggja upp.
Ég ræddi það líka við hann að fráhvörfin færu alltaf versnandi og að hann vissi það að ef hann héldi áfram að dópa yrðu þau verri næst. Hann svaraði á þessa leið
,, mamma það verður ekkert næst,ef ég fer og dópa meira þá er ég bara dauður,,
Það er sennilega rétt hjá honum og þessvegna vonandi að nú sé kominn sú örvænting sem nægir honum til að rétta úr kútnum og feta sporinn 12 í framtíðinni.
Ég er enn að ná mér niður eftir hasarinn og prófalesturinn, finnst sem ég eigi að vera á þönum.
Eigið góðar stundir. Kv.kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ljótt að segja það en kannski bjargar það honum að verða hræddur um að hans tími sé að koma ef hann heldur þessu áfram. Vonandi dugar það honum
Það þarf kannski að bjóða Jóhönnu í heimsókn svo hún skilji hvað það er að vera foreldri fíkils.
Knús
kidda, 10.12.2007 kl. 21:37
Kæra Kristín
Ég sendi þér í huganum góðar kveðjur og vona að syni þínum takist með hjálp góðs fólks að hafa sig upp úr þessum hörmungum sem hann hefur ratað í, megi góður Guð hjálpa honum. Barnabarnið mitt er nú í sömu sporum, er í einni meðferðinni enn, en alltaf vonar maður að nú komi sú meðferð sem dugar, hún er á góðum stað núna hjá yndislegu fólki sem er að hjálpa henni. Foreldrahúsið og fólkið sem þar starfar hjálpar okkur afa og ömmu !! kveðjur Gyða
Gyða Björg Elíasdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:54
Ég held að þú fáir jólagjöfina mín og vona einnig að þú fáir þá jólagjöf að stráksi haldi meðferðina út.
Knús og kram
Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 10.12.2007 kl. 22:08
Ég missti af fréttunum en tel að Jóhanna standi við orð sín
Kristín mín nú er að gíra sig niður og fara að njóta aðventunnar með fjölskyldunni. Betra að fylla skarðið (fíkilsins) með kertaljósi, kærleik og einstaka tári.
Þú hefur lagt þitt af mörkum svo um munar!
Kærleikskveðja
Díana
Díana (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:28
Já ég trúi á Jóhönnu enda hennar tími kominn
Það sagði við mig AA maður í kvöld ,, megi örvænting hans verða svo mikil að hann standi upp,, Þetta fannst mér mikill kærleikur í garð sonarinns því þannig er því háttað að þarna fær engin neinu breytt nema hann sjálfur.
Díana... nú er ekkert framundan annað en að sinna sér og sínu heimilisfólki, slaka sér niður og njóta langra indíánabaðferða, fullt af kertaljósum og slatti af tárum. Smákökur og heitt súkkulaði með sykurpúðum, glimmer og jólakort og njóta samvista með ungunum mínum og manninnum.
Knús og kærleikur
Kristín Snorradóttir, 10.12.2007 kl. 23:05
fullt af knúsi til ykkar allra ...
gangi ykkur sem allra best
kv Birna
Birna Hrönn (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:20
Kæra Stína ! Bestu kveðjur til Þín og fjölskyldunnar, bið fyrir þér og syninum megi hann komast út úr þessum hörmungum, ég er viss um að það gerist núna.
kveðja Sesselja
Sesselja (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 08:59
Ég vona svo sannarlega að þetta gangi upp fyrir áramót. Guð gefi að sonur þinn upplifi nógu mikla örvæntingu til að hann geti gengið alla leið í batanum
Knús á þig og þína
Ásgerður , 11.12.2007 kl. 12:27
Ég vona svo sannarlega að Íslendingar fái stóra jólagjöf í ár en það er nægur stuðningur við Foreldrahúsið. Þessi starfssemi má aldrei gleymast og á svo sannarlega heima á föstum fjálögum.
Síðustu 12 á hef ég og mín fjölskylda upplifað mikla sorg vegna elstu dóttur minnar en hún hefur verið í neyslu meira og minna þennan tíma. Ljósið í baráttunni hefur komið frá einstöku starfsfólki Foreldrahússins, þar er þér alltaf svarað og allt gert til þess að leiða þig rétta leið í gegnum kerfið.
Það er mitt mat og margra annara að hvergi sé að finna eins opna og einlæga svörun og innan Forerldrahússins en það er það sem brotnar fjölskyldur þurfa þegar börnin þeirra hafa farið út af sporinu, einnig veita hetjurnar þar afvegaleiddu börnunum okkar mikla aðstoð sem er mjög dýrmæt við þessar aðstæður.
Jólin verða fjölskyldu minn erfiður tími en vonandi gleðjumst við með Foreldrahúsinu og bættum aðstæðum þar.
Gangi ykkur öllum vel,
kær kveðja,
Halldóra
Halldóra Ingibergsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.