Ég er þessi móðir!

Ég á mér eina ósk um jólagjöf þetta árið og það er að Foreldrahús fái þessar fáu milljónir sem þarf til að halda starfseminni gangandi.

Staðan hjá okkur er eldfim, þó fíkillinn sé inná meðferðarheimili er ekkert öruggt. Hann er alveg fárveikur og ekki smuga fyrir nokkurn mann að spá um hvernig fer, hvort hann nær einhverjum árangri, fer og verður stjórnlaus á götunni eða bara deyr. Og núna rétt fyrir viðkvæmasta tíma ársins er nógu erfitt að hugsa til jólanna og hvaða ástand verður á honum þá og þurfa líka að vera með í maganum um hvort ég sé að missa lífsbjörgina okkar hinna. Trúið mér ég veit að nákvæmlega svona er staðan á fleirri bæjum en mínum og kvíðahnútur magnast upp hjá fólki vegna ótta við að Foreldrahús verði húsnæðislaust.

Nú styttist í að þing fari í jólafrí og ef ekki er kominn lausn þá á málinu er útlitið svart.

Ég vona að ég fái þessa jólagjöfWhistling

Eigið góðar stundir.

Kv.Kristín


mbl.is Foreldrahúsi lokað um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég vil þessa jólagjöf..enga aðra.

Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 21:31

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég vona að fíkillinn þinn fái lausn sinna mála og þú getir slegið á kvíðahnútinn þinn. Það er víða pottur brotinn í þjóðfélagi allsnægtanna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.12.2007 kl. 21:32

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ég vill deila henni með öllum sem þurfa á henni að halda Takk fyrir hrósið við síðustu færslu

Vona að litli prinsinn þinn sé hress, ég veit að hann er flottastur.

Kristín Snorradóttir, 9.12.2007 kl. 21:33

4 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

mikið yrði það dásamleg jólagjöf sem þú, ég, allir hinir og þjóðin öll fengi. Það er hræðilegt að hugsa til þess að Foreldrahúsið leggist af þar fékk ég mína fyrstu hjálp með fíkilinn minn og bý að henni ennþá þó langt sé um liðið.

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 9.12.2007 kl. 21:45

5 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Já og gangi ykkur fjölskyldunni sem best að finna frið og ró í hjarta ykkar á þesum erfiðu tímum því þó alltaf sé erfitt að eiga fíkil í neyslu er jólamánuðurinn einhvernveginn erfiðastur, því þá á allt að vera svo gott og allir svo góðir hver við annan. Þannig að öll sorg magnast einhvernvegin. Megi góður Guð vera með þér og fjölskyldu þinni. 

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 9.12.2007 kl. 21:52

6 identicon

Já það væri óskandi að þetta myndi rætast :)

Gangi þér rosalega vel Stína mín :)

Esther :) (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:58

7 identicon

Vona svo sannarlega að þú og allir hinir sem þurfa á Foreldrahúsi að halda fái ósk sína uppfyllta.
Vildi annars bara senda knús og vona svo innilega að bjartir tímar séu í nánd hjá ykkur.

Halldóra Ingvars (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:02

8 Smámynd: kidda

Einhver þyrfti að fara af stað með söfnun handa Foreldrahúsinu.

Fyrir nokkrum árum þá tókum við þá ákvörðun að hætta að kaupa flugelda, nágrannarnir skjóta upp yfirdrifið nóg + gestir hjá okkur. Í staðinn vel ég eitthvert gott málefni og flugeldapeningurinn fer þangað. Það er líka miklu sælla að gefa en þiggja.

Ég ætla að leita til þeirra eftir áramót og treysti á að húsnæðisvandinn verði leystur áður. Við foreldrar fíkla verðum að geta leitað á einhvern stað fyrir okkur og systkinin ef á þarf að halda.

Gott að þinn sé ennþá inni Held að þetta sé einn erfiðasti tíminn þegar maður á barn sem er fíkill. Jólamánuðurinn sem á að vera afslappaður og ánægjulegur breytist ansi oft í víti hjá okkur.

Knús til þín Stína, og vonandi færð þú ásamt okkur öllum hinum góða jólagjöf frá þeim sem ráða yfir peningunum okkar í sameiginlega sjóðnum. 

kidda, 9.12.2007 kl. 23:48

9 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Sá þig í sjónvarpinu í kvöld skvís, stóðst þig vel!!!  Vona innilega að eitthvað gerist í þessu þarfa máli

Gott að vita að stráksi sé inni og vonandi kemst hann yfir þennan erfiða tíma sem er þegar fíklar eru að komast yfir fráhvörfin

KNÚS OG KRAM

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 9.12.2007 kl. 23:56

10 Smámynd: Ásgerður

Bið þess að þú fáir þessa jólagjöf.

Óska þér og þínum gleði og friðar í hjarta um hátíðarnar. Veit hvernig það er að vera með hnútinn í maganum, er sjálf uppkomið barn alka, og þó ég sé komin yfir fertugt, þá er hnúturinn en að kíkja í heimsókn.

Guð geymi ykkur.

Ásgerður , 10.12.2007 kl. 10:07

11 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Vona svo innilega að óskin þín rætist svo að fjölskylda þín og aðrir sem þurfa að nýta sér foreldrahús geti áfram leitað þangað eftir stuðning. Hef fulla trú að ráðamenn sjái að sér og geri foreldrahúsi kleyft að hafa opið áfram. Vona líka að drengurinn þinn standi sig og það birti yfir hjá ykkur öllum. Knús og kossar

Katrín Vilhelmsdóttir, 10.12.2007 kl. 11:52

12 identicon

Elsku Stína mín.        ég vona svo sannarlega að það verði gert eitthvað í þessum málum því að aðstandendur þurfa ekki síður hjálp heldur en hinir veiku. þið eruð alltaf í bænum mínum og guð veri með ykkur

          kossar og knús til baka frá mér því þú hefur hjálpað mér svo mikið. 

                               kv Birna Hrönn.

Birna Hrönn (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 12:04

13 Smámynd: kidda

Komstu í sjónvarpið í gær? Þar sem ég horfi sama sem ekkert á sjónvarp þá máttu alveg segja mér í hvað þætti svo ég geti reynt að leita þig uppi.

Knús

kidda, 10.12.2007 kl. 12:17

14 Smámynd: Ásgerður

Sæl,  stalst til að setja link inn á "Fjölskyldusjúkdómur" á síðunni hjá mér, þar sem umræðan er mjög skyld. Vona að það sér í lagi

Ásgerður , 10.12.2007 kl. 12:48

15 identicon

Sæl Kristín, ég og mamma mín höfum verið að lesa bloggið þitt undanfarna mánuði. Við höfum aldrei kvittað fyrir okkur en stundum verið að spá í að senda þér tölvupóst.  Við þekkjum þessi spor sem þú ert í með fíkilinn þinn mjög vel og á stundum finnst okkur þú hreinlega vera skrifa okkar sögu. Við höfum farið alla þessa hringi með bróðir mínum.  Okkur langar  lýsa yfir  stuðningi við foreldrahús og vonandi verður þeim gert kleyft að halda áfram með þá starfsemi sem þar fer fram.

Gangi þér og fjölskyldunni vel.
Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 19:38

16 identicon

Ég er þessi fíkill sem eyðilagði nokkur jól fyrir mínum nánustu, ég hef reyndar fengið að njóta þeirrar blessunar að vera edrú í 4 ár.  Og ég veit að foreldrar mínir áttu oft mjög erfitt, ég kom svo oft heim um jól úr meðferð með ramtíðarplön á hreinu skráði mig jafnvel í skóla, en datt oftast íða aftur í janúar eða febrúar. Ég vona að fíkillinn þinn finni okkur í 12 spora samtökum og finni sig. Baráttukveðjur

Rúna (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:27

17 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Hæ öll... sorry hvað ég hef ekki verið dugleg að svara ykkur  ég vona að það verði raunin að við fáum þessa jólagjöf.

Ólafía... já mín er kellan í tv í gær... kom ómáluð beint úr kringlunni í viðtal, en svona er ég bara natural

Ásgerður... bestu þakkir fyrir að linka mig hjá þér og gangi þér vel... ég þekki þín spor enda sjálf barn alin upp í vímuðuástandi.

Steinunn takk fyrir yndislega heiðarlegt komment, þannig er að saga okkar aðstandenda er yfirleitt keimlík, þið mæðgur megið senda mér mail ef þið viljið. Ég óska ykkur gæfu og velfarnaðar um ókomna tíð.

Rúna...Mér finnst kommentið þitt yndislegt, það er alltaf gott að heyra í AA fólki..ég reyndar er svo lánsöm að ég hef ekki litið svo á að fíkillinn minn eyðileggi fyrir okkur hinum því hann er veikur og veit því ekki hvað hann gerir en hitt er aftur að jólin hafa verið mjög erfið í kringum hann. Það sem skiptir mig svo miklu máli er að sonur minn er yndislegur en sjúkdómurinn/fíkillinn ekki, því fyrir mig sem móður má ég ekki tína syni mínum og kærleikanum til hans þó fíkillin hafi yfirhöndins. Gangi þér allt í haginn í framtíðinni.

Kristín Snorradóttir, 10.12.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband