Það má líkja því við rúsneska rúllettu að eiga son sem er fíkill, maður veit aldrei hvað gerist á næstu mínútu en lærir að njóta andartaksins.
Hann fór út af Vogi í dag um kl.14.... það var högg Um kl. 19 sá vinkona mín hann útúrdópaðan á pizzastað.... svo við vitum ekki hvað er framundan.
Ég þakka þeim sem hafa skrifað undir síðustu færslu FJÖLSKYLDUSJÚkD'OMUR. Ég bið ykkur að halda áfram að kvitta því ég og margir fleiri þurfum að halda Foreldrahúsum.
Kv.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ARG helv...
Baráttukveðja til þín elskan mín
Ragnheiður , 30.11.2007 kl. 22:37
Hallfríður... ég hef fyrir þó nokkru sæst við vanmátt minn og áttað mig á að þetta er ekki neitt sem ég fæ ráðið við.
Helga....mér þykir vænt um kommentin þín ég les í gegnum þau að þú þekkir mátt þess að ná æðruleysinu og sleppa tökunum. Það er það sem ég fæ gert með þeim stuðningi sem ég á hjá Foreldrahúsum og prógramminu mínu.
Ragnheiður.... þinn styrkur er mér innblástur....takk fyrir það.
Kristín Snorradóttir, 30.11.2007 kl. 23:06
Sæl, ég rakst á bloggið þitt og mig langaði að segja þér að ég hef verið í þessum sporum þar sem bróðir minn fór þessa braut. En þökk sé Guði er hann á réttri braut í dag. Gangi þér sem allra best í baráttunni.
María (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 00:07
Það verður að fara að gera eitthvað í þessu, verður að vera hægt að loka þau inni með eða án þeirra samþykkis
Knús á þig mín kæra fyrir nóttina
kidda, 1.12.2007 kl. 00:23
Elsku Stína mín, Það er fátt sem maður getur sagt núna... en eitt er þó víst að þú ert ótrúleg að standa í fæturnar eftir hvert kjaftshöggið á eftir öðru....Hetjan mín ég vona að það fari að birta upp hjá þér. Haltu áfram að halda utan um þig og þína. Knús og kram
Anna María (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 10:49
Kæra Stína, það er lítið sem hægt er að segja við svona fréttum. En þú ert sterk manneskja og tekst á við hlutina af æðruleysi. Sendi þér og þínum hlýja strauma og kveðjur, hugs and kisses
Katrín Vilhelmsdóttir, 1.12.2007 kl. 11:15
Elsku besta Stína
Ég dáist svo að þér, haltu áfram að halda utan um þig og fjölskylduna eins og hægt er, það er því miður lítið annað hægt að gera
KNÚS OG KRAM
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 1.12.2007 kl. 14:18
Elsku Stína min, mér þykir svo leitt að heyra að hann er komin á götunni aftur. Ég sendi þér stórt knús og jákvæðar straumar í von um að hann vaknar úr þessu dópheimi sem hann er fastur í.
Krista (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 15:01
þið eruð í bænum mínum. Sendi ykkur alla mína strauma. þið eruð ótrúega dugleg og standið ykkur rosalega vel í allri þessari erfiðu baráttu.
kv Birna Hrönn
Birna Hrönn (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 20:27
Þú ert svo dugleg og frábær Stína mín :)
Sakn, knús og kossar =)
Kveðja Esther.
xxxxxxxxxxxxx
Esther :) (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 21:29
Var að kvitta í síðustu færslu. Ætla að herma eftir Kolbrúnu og senda ykkur þessa, ekki veitir af:
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2007 kl. 23:26
sæl kristín
Ég get ekki annað en hrósað þér fyrir allt æðruleysið og fyrir þessa hörðu baráttu sem þú átt í núna. Sjálf er ég fyrrum neytandi, bróðir minn er neytandi og pabbi minn fyrrverandi neytandi, svo ég veit alveg í hverju þú ert að standa og vil ég bara hrósa þér.
Bara vonandi að hann Raggi Litli (eins og við krakkarnir köllum hann) fari nú að ná sér og fara réttu leiðina og fari að vegna vel í lífinu. þetta er alveg hreint yndislegur drengur sem þú ólst upp.
Hanna Björg (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 10:40
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 17:43
þykir þú alveg rosalega sterk stína mín og er svo dugleg að halda utan um þig og þína baráttukveðjur elskan mín
Sara Rós (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 20:21
Kom til að láta þig sjá að þú og þínir allir eruð í mínum huga.
Ragnheiður , 3.12.2007 kl. 00:38
Sæl Kristín, mig langaði til að senda þér kveðju og segja við þig að ég veit hvað þú ert að ganga í gegnum. Dóttir mín er kölluð Kiddý og þekkir Ragga þinn mjög vel. við vorum að tala um Ragga í gær þegar ég heimsótti hana á Hlaðgerðarkot, hún sagði með sorgarsvip "Raggi er dottinn í það" Að missa barn sitt í heim fíkniefna er erfiðara en orð fá lýst og enginn getur ímyndað sér nema að upplifa það sjálfur. Óvissan er það versta við þetta, hvenær fær maður slæmar fréttir, maður kippist við um leið og síminn hringir.....maður fyllist von þegar þau fara í meðferð en þegar þau falla þá fellur maður með þeim. Það tekur tíma að sætta sig við vanmátt sinn því maður vill halda eins lengi og maður getur í þau. það er svo erfitt að sleppa en mér hefur tekist það á síðustu mánuðum enda hef ég fengið góða hjálp frá fólki. það er erfitt að takast á við þetta einn.
Kær kveðja til þín og vertu dugleg áfram eins og þú hefur verið........
Guðlaug Þorsteinsdóttir
Guðlaug Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:28
Stína mín ég hugsa oft til þín, eflaust er þetta eins og að jarða barnið sitt mörgum sinnum, og engin getur gert sér í hugalund hvað þetta er erfið reynsla sem þú og margir aðrir foreldrar eru að ganga í gegnum. Nei kerfið stiður okkur ekki við verðum að berjast fyrir öllu sjálf hvort sem það er fíkíll, veikur einstaklingur eða fatlaður. Mikið er maðurinn þinn sterkur að ganga í gegnum allt þetta með þér, hugsið vel um ykkur og litlu börnin ykkar.
kv Adda frænka
Arnheidur Sigurdardóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:44
Guðlaug... Takk fyrir kvittið og kveðjuna. Ég veit hver dóttir þín er og vona svo sannarlega að hún haldi sínu striki. Gott að heyra að þú hafir náð að sættast við vanmátt þinn, það er það sem við verðum að gera. sendu Kiddý barráttukveðju frá mér.
Adda... Gaman að fá kveðju frá þér Það er rétt hjá þér við foreldrar fíkla missum barnið okkar aftur og aftur en við getum gert ýmislegt til að vinna í okkur sjálfum og halda áfram með lífið, þrátt fyrir þá sorg sem innra með okkur dvelur..... Hafðu það gott frænka.
Kristín Snorradóttir, 3.12.2007 kl. 10:55
Elsku Stína mín, ekki hika við að hafa samband ef þú þarft lánaðan afruglara:)
Stundum þá getur verið yfirþyrmandi að vera sterkur... en oft það eina sem maður
á þegar manni er skellt niðrí lífsins kjallara... 12 tröppur upp... sjáumst á miðvikudaginn... bjartar og hlýjar kveðjur
Birgitta Jónsdóttir, 3.12.2007 kl. 11:30
Knús
kidda, 3.12.2007 kl. 14:14
En leiðinlegt að heyra Kristín mín. Ég veit hvað þú bast miklar vonir í þetta núna. Sendi þér mínar bestu kveðjur. Ég er bara símtal í burtu þú veist það.
Halla Rut , 3.12.2007 kl. 14:48
Arrgggg...
Var að vona að hann væri amk fram yfir helgi á Vogi.
knús og hlýjar kveðjur til ykkar.
Birgitta (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 15:24
Hugsa til ykkar.Sjáumst á morgun.knús og kossar
Guðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 22:03
Sit hérna með tárin í augunum og sendi þér RISA knús og styrk. Hugsa oft til þín/ykkar. Haltu áfram að vera svona sterk Stína mín,
Kv Íris Björk.
Íris Björk (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.