Þyrnirósarsvefn : )

Rólegur dagur í dag.

Reyndar svaf ég svo skelfilega fast að ég hef aldrei lent í öðru eins! Vaknaði í morgun rétt fyrir kl.10 við síman og þar var skólasystir mín sem að sjálfsögðu átti von á því að kellan væri á leið í skólan, en nei mín rauk upp með andfælum og kíkti inn í herbergi barnanna til að athuga hvort þau svæfu af sér skólan líkt og móðirinn. Sem betur fer eru ungarnir mínir frábærlega duglegir og voru farinn í skólan Wink Bóndin svaf eins og grjót líka.

Ég er viss um að þssi ofursvefn er bara eftir átök undanfarinna daga, því sama hvað maður byggir sig upp og öðlast góða hæfni til að takast á við erfiðleikana þá taka þeir alltaf toll af manni og oftar en ekki kemur það einmitt þegar lægir FootinMouth

Tók daginn í að vinna verkefni og ná einbeitningunni í fócus....tja allavegana einhvern fócus. Eins gott að fara að ná þessum fócus, fyrsta prófið næsta þriðjudag og það tölfræðin Frown

Nú af piltnum mínum er það að frétta að hann er inná Vogi, finnst reyndar dvölin þar frekar leiðinleg af því það er enginn inni sem hann þekkir. Veit ekki alveg hvað hann verður lengi þar en það kemur í ljós hvort minn maður gengur út eða ekki. Er allavegana þar sem stendur og það er nóg í bili.

Læt þetta duga í bili, hafið það sem best.

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er einmitt það sem gerist, um leið og fíkillinn er kominn í skjól þá springur bara á manni einhvernveginn....gott að þú náðir að hvílast

Ragnheiður , 28.11.2007 kl. 23:45

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Yndislegt að þið hafið náð að sofa :-)  Vonum það besta með stráksa

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 29.11.2007 kl. 00:20

3 Smámynd: kidda

Líkaminn þolir víst bara svefnleysi upp að vissu marki Vona að þið sofið jafnvel í nótt

kidda, 29.11.2007 kl. 02:13

4 identicon

Hæ Kristín mín, frábært framtak hjá þér..... ég get ekki hugsað það til enda ef Foreldrahús fær ekki nýtt húsnæði. Gangi okkur vel í baráttunni, takk fyrir allt

Elísabet M (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband