Langaði að deila með ykkur ljóði sem maðurinn minn samdi í kvöld. Þetta ljóð lýsir því hvernig okkur foreldrum líður.
Sonur minn.
Hann drengur var lítill, duglegur og góður
Í dag er hann fíkill, siðlaus og óður
Hann á götunni dvelur, stendur á sama
Hann fíkniefni selur, engan á frama
Sprautan er vífið, hana hann velur
svona er lífið, sálina hann selur
Víst vill hann hætta, hjálp á hann hrópar
en daginn þann næsta, aftur hann dópar
Eitt er það sem ég nú verð að segja
það sárt er að sjá hann smásaman deyja
Því þrátt fyrir eymdina og angistarhrópið
alltaf að lokum það sigrar hvelvítis dópið
Þrátt fyrir það að allt sé nú svona
þá áfram ég held að biðja og vona
Að tími þessi senn sé nú liðinn
að sér hann sjái og finni nú friðinn
Eigið þið góða nótt og megi morgundagurinn færa okkur öllum eitthvað gott
Kv.kristín
Flokkur: Bloggar | 27.11.2007 | 00:20 (breytt kl. 00:24) | Facebook
Bloggvinir
-
lindalea
-
agustg
-
birgitta
-
skelfingmodur
-
olafia
-
kojak
-
supermamma
-
alexandra-hetja
-
annaeinars
-
binnan
-
salka
-
gelin
-
madddy
-
disadora
-
blomid
-
katja
-
hallarut
-
mammzan
-
leifsi
-
disag
-
thorasig
-
kiddat
-
birnarebekka
-
bergrun
-
huldastefania
-
skjolid
-
liljabjork
-
fifudalur
-
annabugga
-
strunfridur
-
ellasprella
-
beggagudmunds
-
gunnlaugurstefan
-
laufherm
-
bifrastarblondinan
-
birtabeib
-
austfjord
-
saethorhelgi
-
halo
-
mammann
-
fanneyunnur
-
skruddulina
-
anitabjork
-
cakedecoideas
-
tungirtankar
-
berglindnanna
-
olofanna
-
joninaros
-
smm
-
vefritid
-
saedishaf
-
adhdblogg
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er fallegt og einlægt hjá honum....góða nótt elskurnar.
Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 00:23
Það fyrsta sem mér datt í hug eftir að hafa lesið ljóðið voru einmitt orð hennar Ragnheiðar hér á undan: fallegt og einlægt.
Gangi ykkur vel - og aldrei að gefa upp vonina!
Gúnna, 27.11.2007 kl. 00:36
sunna ("simma" systir) (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 08:53
Það sem gerir þetta svona fallegt er einlægnin
Upplifun okkar foreldrana á því að horfa á son okkar tínast í fíkninni er þrunginn sorg,reiði og vonbrigðum en á sama tíma er svo mikilvægt að halda voninni á lífi.
Ég segi oft við fólk sem á börn í neyslu sem er á þeim stað sem ég þekki svo vel að sjá ekkert bjart ,, að á meðan það er líf þá er von,,
Ég var svo lánsöm að þegar ég var á þeim stað að ég sá ekki neitt nema svartnættið þá var ég leidd í hendurnar á engli sem vinnur í Foreldrarhúsum og er ráðgjafi minn enn í dag og þessi engill hjálpaði mér að finna vonina
Einmitt vonin er stór partur af því að ég er andlega á þeim stað sem ég er í dag........ sátt
Eigið þið allar góðan dag
Kristín Snorradóttir, 27.11.2007 kl. 09:07
Yndislega einlægt og fallegt, samt svo sorglegt en satt.
Vonin er sterkt afl því án vonarinnar hefur maður ekkert
Knús
kidda, 27.11.2007 kl. 10:07
Mjög fallegt og einlægt ljóð, lýsir vel því ferli sem fíkill gengur í gegnum. Vona svo innilega að það fari að rætast úr því svartnætti sem dregurinn ykkar er í þessa dagana. Hafið það sem allra best
Katrín Vilhelmsdóttir, 27.11.2007 kl. 10:31
YNDISLEGT, ég er nú barasta með tárin í augunum hérna í kennslustund. Eigið góðan dag elskurnar
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 27.11.2007 kl. 11:25
mikið skil ég ykkur vel,,,fallegt ljóð. guð geymi ykkar fjölskyldu
Bergþóra Guðmunds, 27.11.2007 kl. 11:43
Vonin er það haldreipi sem maður hefur í gegnum þessa erfiðleika...svo stundum tekur lífið afkáralega beygju. Ég bjóst alveg eins við að missa þann son sem fíknin hefur herjað á, datt ekki í hug að ég myndi missa annan hinna strákanna.....
Kærleikskveðja til þín
Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 14:50
kær kveðja til ykkar
Jóna Á. Gísladóttir, 30.11.2007 kl. 00:51
Mikið rosalega er þetta lýsandi, átakanlegt og flott ljóð hjá manninum þínum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2007 kl. 23:20
Ég ætlaði að fara að setja tengil á ljóðið í bloggið mitt, svo að bloggvinir mínir sæju það, því mér finnst þetta vera ljóð sem eigi erindi til margra, - en finn ekki slóð sem vísar beint á það - væri í lagi að ég birti það í blogginu mínu einhvern tíma seinna? Kveðja, Greta Björg.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2007 kl. 23:22
Greta... bara velkomið að setja ljóðið á bloggið þitt.
Kristín Snorradóttir, 2.12.2007 kl. 00:23
Stína mín og Baldvin. Mikið er þetta fallega ort, vona að Ragnar Már eigi eftir að lesa ljóðið og skilja hvað hann hefur góða foreldra á bak við sig. Gangi ykkur vel í baráttunni. Kv. Erla frænka
Erla (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 13:44
Rosalegt ljóð, fallegt og einlægt .......
Kristín María (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.