Lífið heldur áfram.

Þrátt fyrir að mikið sé að gerast akkúrat núna þá náði mín að klára ritgerðina og kynninguna á henni í gærkveldi og skila hvorutveggja af sér í morgun Cool flott svo það er frá.... Skila svo ritgerðinni í siðfræði sem við unnum tvær saman á morgun, svo skólaverkefnin tínast allavegana frá... sem er mikið gott.

Hef ekkert heyrt af drengnum mínum síðan hann var látin laus í gær Crying Þannig að veit ekki hvernig staðan er þar. Svo ég bíð bara fregna Frown

Einhvern vegin hef ég tamið mér það á mínu verstu stundum að horfa á það jákvæða og í morgun þegar ég kom við á bensínstöðinni þegar ég var á leið í skólan brosti afgreiðslustúlkan til mín að loknum viðskiptum og bauð mér hvort ég vildi ekki fá kaffi með mér í bílinn... kanski ekki merkilegt en hlýja náungans er svo dýrmæt InLove í skólanum tóku mínir yndislegu skólafélagar á móti mér með mikilli hlýju og öll sem ein tilbúin að styðja kelluna í gegnum restina af náminu svo hún ljúki önninni... ég veit að þau kíkja hér inn reglulega svo stórt knús og ótal þakklætiskossar til ykkar InLove

Öll þessi yndislegu komment hér í bloggheimum eru líka dýrmæt, takk fyrir það, fæst ykkar þekki ég persónulega en náungakærleikurinn ykkur er mér mikilvægur Heart

Kv í bili....Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er nákvæmlegs svona viðmót sem getur bjargað deginum hjá manni(mér).Gangi þér vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Yndislegt að heyra, það er yndislegt að fá svona gott viðmót og ég tali nú ekki um stuðninginn í skólanum. 

Gangi þér vel krúsla :-)

 kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 26.11.2007 kl. 14:33

3 identicon

Knús og kram... Ég er ekki búin að gleyma þér.... hugsa til þín oft á dag. Sendi þér baráttu strauma.

Love you

Anna María

Anna María (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:56

4 identicon

Mig langaði bara að kvitta fyrir mig og senda þér hlýjar kveðjur.

Ég er nú alltaf að kíkja á síðurnar hjá þér.. gangi þér og ykkur vel í baráttunni við drenginn og kerfið.  Já og þér vel í skólanum.

Risa knús
Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 16:27

5 Smámynd: kidda

Þetta hefst allt með skólann, sé að þú átt þar góða að þar, sem eru tilbúnir að aðstoða við þann pakka. Klárar önnina með stæl

Krossum fingur fyrir stráksa

Knús

kidda, 26.11.2007 kl. 17:16

6 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Gangi þér vel í baráttunni, gott hjá þér að gleyma ekki að hugsa um þig sjálfa það er nefnilega svo nauðsynlegt að geta það, þetta endalusa basl í kringum þessar elskur getur dregið úr manni allann mátt svo bravó fyrir þér  Vona að einhver lausn finnist fyrir drenginn þinn sem allra fyrst.

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 26.11.2007 kl. 17:38

7 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Það er lygilegt hvað kerfið er stundum seinvirkt. En ég vona svo innilega að það finnist lausn sem fyrst svo sonurinn geti þá á ný farið að vinna í sínum málum. En þú veist að mér finnst þú lang, lang flottust einnig ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig á hækjunum þá er ég alltaf til staðar.

Katrín Vilhelmsdóttir, 26.11.2007 kl. 17:57

8 identicon

Ég tel mig ótrúlega heppna manneskju að hafa kynnst þér, þú ert svo flott manneskja og alveg ótrúlegt hvað þú ert sterkur einstaklingur og fjölskyldan þín er ótrúlega heppin að eiga þig.

Ég vona að strákurinn þinn fatti það sem allra fyrst hvað hann hefur það gott að eiga þig að og að hann fái þann styrk sem þarf til að snúa við blaðinu.

Eitt stórt knús til þín frá mér og vonandi gengur þér vel að klára skólann, skil vel að einbeitingin sé ekki góð en ég er viss um að þér tekst þetta:)

Guðbjörg ÖSp (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 19:02

9 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ég sit hér og tárast af þakklæti til ykkar  

Kolla..englarnir sem við sendum á milli okkar eru kraftaverk  hlakka til að vakna með þér á morgnanna í Danmörku eftir áramót

Vá þið hin þið eruð bara frábær hvort sem þið eruð á hækjum eða ekki

Þetta er yndislega hliðin á mannlífinu þessi kærleikur sem ég fæ að upplifa.

Kristín Snorradóttir, 26.11.2007 kl. 19:36

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú ert greinilega ótrúlegur karakter. Það er auðvitað ekki hægt að ímynda sér hvernig móðurhjartanu líður við svona aðstæður. Ekki síst ef hætta er á að drengurinn skaði sjálfan sig eða aðra. Ég vona innilega að þú fáir þann styrk sem þú þarft á að halda, hverju sinni. Gangi ykkur sem allra allra best.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 23:27

11 Smámynd: Ragnheiður

Megirðu njóta styrks við þessar erfiðu aðstæður...mikið áttu gott fólk að í skólanum, manni hlýnar um hjartað fyrir þína hönd...

Góða nótt

Ragnheiður , 26.11.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband