Ömurlegt en svona er það bara.

Búin að fá fréttir af syninum og það ekki skemmtilegar Sideways Hann er kominn í sama farið og áður. Nú er hann bara við þá iðju að brjótast inn og koma varningi í verð svo hann eigi fyrir næsta skammti. Ömurlegt að vita af syni sínum svona sjúkum út á götu vitandi að það er tímaspursmál hvenær hann skaðar sig eða einhvern annan. En svona er bara heimur fíkilsins og við hin getum ósköp lítið við því gert.

Æ ég vona bara að hann verði stoppaður sem fyrst, keyrslan sem hann er á núna er slæm og líkurnar á að það endi illa eru stórar..... Sorglegt en satt Crying

Ég passa mig á að vera í sambandi við mitt öryggisnet og lifa í mínu prógrammi. Ég er búin að læra að það er það sem ég verð að gera...... enda er ég búin að fara alla leið til helvítis með honum og þanngað vill ég ekki fara aftur. Ef ég sinni mér ekki get ég ekki gert neitt fyrir þá sem eru í kringum mig.

Jæja ætla að reyna að ná einbeitningu í námsefnið....... jeminn hvað ég verð feginn þegar þessi önn er búin...... orðin passlaega þreytt.

Eigið góðar stundir.

Kv.Kristín

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benna

Leiðinlegt að heyra, flott hjá þér að halda áfram á þinni braut eins og þú segir er það sem skiptir máli.
Þetta er ömurlegt að þurfa að horfa upp á einhvern fara þessa braut og já líka vera á þessari braut þekki .það síðra betur en þekki hitt samt sem áður líka...sendi þér risa Knús sæta og haltu áfram að vera sterk.

Benna, 24.11.2007 kl. 19:24

2 Smámynd: Ragnheiður

já þetta er skelfing að lesa, strákanginn...Gott að mamman stendur sterk, það veit ég að er ekki auðvelt.

Ragnheiður , 24.11.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Elsku Stína, þetta er ömurleg staða en það birtir upp um síðir. Haltu bara áfram á þinni braut og að vinna í sjálfri þér, fyrir þig og alla aðra í fjölskyldunni. Faðmlög og kossar

Katrín Vilhelmsdóttir, 25.11.2007 kl. 11:49

4 Smámynd: kidda

Æj, leiðinlegt að lesa þetta, svo er ég að kvarta yfir mínum.

Af hverju getum við foreldrarnir ekki fengið að láta leggja þau inn í meðferð þar sem þeim er ekki sleppt fyrr en það er öruggt að þau hafi fengið alla þá hjálp sem þau þurfa til að hætta. Og ekki sé gefist upp á þeim þegar þeim gengur illa.

Það hlýtur að vera miklu ódýrara fyrir þjóðfélagið að halda unga fólkinu okkar frá dópinu með öllum tiltækum ráðum en að láta eins og þau séu óhreinu börnin hennar Evu.

Gott að þú ert búin að læra að hugsa vel um sjálfa þig og hefur þitt öryggisnet. 

Sendi ykkur alla góða vætti og hugsanir

Knús

kidda, 25.11.2007 kl. 11:49

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

úfff skelfilegt, en við vitum að við getum ekkert gert.  Haltu áfram að hugsa um þig og vinna í þínu.  Gangi þér vel í skólanum og verkefnaskilum það verður léttir fyrir alla þegar þessi törn er búin.

Risa knús og fallegar hugsanir til þín

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 25.11.2007 kl. 12:05

6 Smámynd: Ragnheiður

úff það er hunderfitt að lesa þetta....knús á þig mín kæra

Ragnheiður , 25.11.2007 kl. 12:24

7 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk fyrir falleg komment það er gott að finna stuðninginn frá ykkur  

Kristín Snorradóttir, 25.11.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband