Mín er búin að sitja við og skrifa ritgerðir eins og hún eigi lífið að leysa. Enda loks farið að sjá fyrir endan á verkefna vinnu og vonandi tekst mér að skila öllu af mér í næstu viku. Þannig að ég geti farið að huga að prófalestri
Ég fer í tvö próf aðferðafræði þann 4. des og fatlanir þann 7. des svo ekki er mikill tími til lesturs, reyndar er ég að fara í tölfræðina í aðferðarfræði svo það er meira æfing......og ég er alveg útá túni í henni...........tölfræðisení óskast til að troða þessu inní höfuðið á mér.
Af syninum hef ég ekki frétt síðan á þriðjudag svo ég veit í raun ekkert um hans stöðu. hitti í gær nokkra af þeim sem voru með honum í meðferðinni og þeir hafa ekkert séð hann heldur, þannig að líklegast er að hann haldi sig á einhverjum dimmum stað. Ég svo sem veit að ég fæ fréttir einhvern tíman og að þetta er ekki í mínum höndum. Ég er bara þakklát fyrir þessar góðu vikur sem við áttum og vona að ég fá aftur góðan tíma með honum.
annars lentum við í smá ævintýri Þannig er að maðurinn minn er mikið jólabarn og finnst mikið gaman að skreyta fyrir jólin og vill hafa endalaust mikla ljósadýrð. Okkur voru gefnar einhverjar milljónir af jólaljósum frá Ameríkunni, hann var voða glaður með það og sá fyrir sér að ljómin af ljósunum yrði svo mikill að íbúar annara sólkerfa myndu sjá ljóman.
Nema hvað við skundum og kaupum straumbreytir vegna spennumismun á íslensku og Amerísku rafmagni, hann hleður ljósum kringum húsið og kveikir á. Yndislega falleg birtan lýsti upp hverfið og hann var eitt stórt bros. hann heldur áfram að hlaða utan á kofan og það sem komið er lýsir upp himinninn. Eftir ca 30 mín. fyllist húsið af svörtum reyk og spennubreytirinn brennur yfir Kerfið í gang og ólíft í húsinu.
Svo nú er úti Amerískt jólaævintýri..... Bóndin sár yfir því að missa öll þessi jólaljós en mikið búið að hlægja af þessu öllu saman.
Eigið góðar stundir.
Kv.Kristín
Flokkur: Bloggar | 23.11.2007 | 13:36 (breytt kl. 13:42) | Facebook
Bloggvinir
-
lindalea
-
agustg
-
birgitta
-
skelfingmodur
-
olafia
-
kojak
-
supermamma
-
alexandra-hetja
-
annaeinars
-
binnan
-
salka
-
gelin
-
madddy
-
disadora
-
blomid
-
katja
-
hallarut
-
mammzan
-
leifsi
-
disag
-
thorasig
-
kiddat
-
birnarebekka
-
bergrun
-
huldastefania
-
skjolid
-
liljabjork
-
fifudalur
-
annabugga
-
strunfridur
-
ellasprella
-
beggagudmunds
-
gunnlaugurstefan
-
laufherm
-
bifrastarblondinan
-
birtabeib
-
austfjord
-
saethorhelgi
-
halo
-
mammann
-
fanneyunnur
-
skruddulina
-
anitabjork
-
cakedecoideas
-
tungirtankar
-
berglindnanna
-
olofanna
-
joninaros
-
smm
-
vefritid
-
saedishaf
-
adhdblogg
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æj vesen með ljósashow húsbóndans....ég reyni enn að beina hlýjum hugsunum í gegnum myrkrið svo sonur þinn sjái ljósið. Hann ratar vonandi heim til mömmu aftur.
Gangi þér vel í skólanum !
Ragnheiður , 23.11.2007 kl. 13:50
tölfræðin mun ganga vel segir Jedi Þurý
megi Mátturinn vera með þér... í tölfræðinni sem og öllu öðru
kv. Jedi Þurý
Þurý (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:09
Gangi þér vel elsku skvísa ég segi sama og Ragga vona svo innilega að hann sjái ljósið :-)
kveðja Súpermamma
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 23.11.2007 kl. 22:31
Synd með ljósin.
Sonurinn ratar vonandi sem fyrst aftur til ykkar, kveiki á kerti fyrir hann af og til
Knús
kidda, 24.11.2007 kl. 00:57
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.