Bara sátt....

bestu þakkir fyrir að senda mér þessar hlýju kveðjur Heart Ég vill byrja á því að segja hvað ég er lánsöm að eiga góða að bæði í fjölskyldunni minni, vini, bekkjarfélaga og í bloggsamfélaginu.

Mín er kominn með sátt í hjartað..... var reyndar kominn með hana strax á sunnudeginum, það er svo gott að vera búin að sleppa tökunum og sæta sig við hvað maður er vanmáttugur. vissulega syrgi ég það að svona er komið fyrir honum syni mínum en ég veit það líka að þetta er hans val og ég breyti því ekki en get valið fyrir mig..... að dvelja á góðum eða vondum stað og jú ég neita að leyfa fíkninni að leggja mitt líf í rúst Smile

Hef aðeins heyrt í honum, bara á góðu nótunum, hann talar um að gera eitthvað...... sem hann vonandi gerir en það kemur í ljós.

Nú er bara verið að leggja lokahönd á skólaverkefni svo sú geðveiki verður allsráðandi næstu 9 daga eða svo....þá eru próf og svo langþráð jólafrí OMG hvað mig hlakkar til að lesa eitthvað skemmtiefni heheheh

Hafið það gott...

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er satt, hann velur fyrir sig og þú fyrir þig. Gangi þér vel í skólanum mín kæra. Hugur minn leitar oft til þín og sonarins, ég vildi óska að hann sæi að sér.

Ragnheiður , 21.11.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Gott að heyra frá þér, gangi þér vel næstu vikurnar í þessar törn sem er hjá okkur "þjáningasystrunum"

Knús

Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 21.11.2007 kl. 16:45

3 Smámynd: kidda

Það er nefnilega málið, þau velja að fara þessa leið. Um leið höfum við valið um að láta þeirra fíkn ráða yfir okkur eða ekki. Hef þá trú að hann muni velja rétt á endanum.

Gangi þér vel í prófunum, sé það á mínu fólki að prófastressið er komið

Það verður mjög gott hjá okkur þegar prófin eru yfirstaðin. Okkur mun ekkert veita af að slaka á fyrir næstu önn

kidda, 22.11.2007 kl. 12:21

4 identicon

Gangi þér vel. Þú ert svo dugleg.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband