Það skall á í gær rétt eftir hádegi..... þá hringdi síminn og það var sonurinn sem var á línunni og sagði mér að nú ætti bara að útskrifa hann upp úr þurru, að fagfólkið væri búð að ákveða að staðurinn gæti ekki boðið honum meira! Mér krossbrá, deginum áður var uppi allt önnur staða þegar ég talaði við ráðgjafan hans, þá var talað um að byrja útskriftaráætlun á þriðjudaginn næsta, við foreldranir kæmum á fund og unnið út frá öllum.....
Talaði við starfsfólkið og í ljós kom að það var búið að útskrifa hann, þeirra mat var að þau gætu ekki gert meira fyrir hann vegna þess að hann hefði ekki getuna til að gera meira og hefði ekki staðið sig neitt sérstaklega vel í vikunni sem leið, svo væri neyslufélagi hans kominn inn sem hefði slæm áhrif á hann...... Það var tekist á um stund en því lauk í sátt og við fluttum soninn heim og heim vorum við kominn um kl.16..... hann fór út um kl. 17.30 sagðist ætla á AA fund og hann kæmi um kl. 23.......Hvort hann fór á fund eða ekki það veit ég ekki..... en hann er alla veganna fallinn
Rúmið hans var autt í nótt og þegar hann kom um kl.6 í morgun þá vísuðum við honum út, merkilegt hvað þessi aðgerð tekur alltaf mikið á mann, að vísa fíklinum út.
Það er sorg í mínu hjarta, en lífið heldur áfram og ég veit hvað ég þarf að gera til að halda minni geðheilsu í lagi... Einn dagur í einu og prógrammið mitt.
Núna sit ég hér og kvíði fyrir að setjast niður með sistkynum hans og flytja þeim þessi svörtu tíðindi að bróðir þeirra sé enn eina ferðina kominn á götuna. Ég veit að það verður þeim erfitt að missa hann eina ferðina enn.
Hann átti yndislegar níu vikur og þær ætla ég að geyma í hjarta mínu, þetta voru vikurnar sem ég átti með syni mínum Ragnari Má en ekki fíklinum og það er dýrmætt að halda í þær, ég veit ekki hvort ég fæ hann aftur til baka einhvern tíman, það er ekki í mínum höndum hvaða leið hann velur í lífinu.
Kv.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leiðinlegt að heyra hvernig þetta fór, sorglegt eftir þessar góðu níu vikur sem hann átti. Vona að þú haldir áfram að vinna í sjálfri þér, þú ert yndisleg manneskja og ég óska þér og fjölskyldunni alls hins besta.
Katrín Vilhelmsdóttir, 17.11.2007 kl. 12:02
ææ, hvað ég finn til með þér. Þessar fréttir nísta mann inn að beini. Eins og allt leit vel út þessar níu vikur.
Það er skelfilegt að þurfa að henda fíklinum sínum út en því miður er ekki annað hægt að gera. Vona að hann sjái að sér og hætti aftur. Þið verðið í huga mínum í dag
Knús
kidda, 17.11.2007 kl. 12:20
Elsku Stína mín. Hugur minn er hjá þér og þinni fjölskyldu. Þú veist að sama hvað þú gerir þá er það það rétta sama hversu erfitt það er. Þú veist að þú átt mig að ogég er alltaf til staðar ef þú vilt gott spjall. Mannstu hvað ég sagði við þig fyrir nokkrum dögum, þú er HETJAN mín og ég lít svo mikið upp til þín. Ég vona að þessi fátæklegu orð gefi þér einhvern yl í þessm kulda. Þín orð til mín hafa allavega gert það.
stórt KNÚS
Anna María
Anna María (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 12:55
Takk fyrir það allar saman.... það er gott að fá hlýjar kveðjur núna
Kata mín það er ekki séns að ég gleymi mér sjálfri það er ég löngu búin að læra.....sem betur fer
Ólafía já það er erfitt að þurfa að vísa barninu sínu á dyr en erfiðara er að hafa góða samvisku ef maður léttir því neyslulífið.
Anna mín yndisleg.... við erum hetjur sem neitum að láta buga okkur... takk krúttið mitt fæ mér ábyggilega spjall við tækifæri.
Kristín Snorradóttir, 17.11.2007 kl. 13:19
Elsku vina mín, þetta er svo erfiðar fréttir að lesa. Ég var svo vongóð.
Ég hugsa til þín og bið fyrir því að hann finni réttu leiðina.
Ragnheiður , 17.11.2007 kl. 13:43
úúfff elsku dúllan mín, þetta finnst mér ömurlegt!!! Vona innilega að hann vakni upp fljótt og komist aftur inn í meðferð. Sendi þér og stráksa alla mína orku og vona að dagurinn verði eins bærilegur og hægt er!
KNÚS KNÚS KNÚS
Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 17.11.2007 kl. 14:41
vildi bara bæta því við elsku Kristín að ég er með msn elistef_@hotmail.com ef þú vilt adda mér inn hef nú ekkert rekist á þig í skólanum nýlega :-)
kveðja Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 17.11.2007 kl. 14:54
hæ elsku Stína mín
Leiðinlegt að heyra þessar fréttir, einmitt þegar búið var að ganga svo vel!
farið vel með ykkur kæra fjölskylda!!
Stína mín þú ert æði!!!
kv Drífa bekkjarsöster....
Drífa (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 18:02
Takk allar saman.... en þetta er svo sem ekkert sem kemur mér á óvart, ég var fullmeðvituð um líkurnar.... þekki þennan heim alltof vel, hann hefur krækt í alltof marga sem ég þekki og elska......en það er alltaf erfitt að mæta fallinu og þegar barnið manns á í hlut verður það svo sárt en ég er búin að vera lengi í slagnum og kann að passa mig og veit hvað ég þarf að gera til að halda utan um mig......knús til ykkar, stór knús..... svona hlýja hjálpar mér að standa mig....svo takk allar
Kristín Snorradóttir, 17.11.2007 kl. 22:46
Knús
kidda, 18.11.2007 kl. 14:29
knús og stuðningskveðja til þín
Ragnheiður , 18.11.2007 kl. 14:36
Elsku Stína mín....
Ég var alveg niðurbrotin að lesa um þennan skell sem dundi á ykkur þessa helgi. Maður er alltaf svo vongóður þegar meðferð gegnur ágætlega að hún dugi amk lengur en þetta. Vonandi rankar Ragnar við sér og fer aftur í meðferð.
Risa knús ...sjáumst fljótlega.
Birgitta (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 08:57
Langaði bara að láta þig sjá að hugur minn er hjá þér, vonandi sér strákurinn að sér.
Kær kveðja til þín
Ragnheiður , 19.11.2007 kl. 20:44
það er sama hér og hja Ragnheiði, hugur minn er hjá þér dúllan mín,
Risaknús
kveðja Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 19.11.2007 kl. 22:19
Mig langaði bara að senda þér RISA knús Ég get ekki ímyndað mér hvað þetta hlítur að vera erfiður tími. Erfitt að hafa kannski verið búin að byggja upp vonir að þetta væri nú allt að koma, og svo gerist þetta. Elsku Stína, eins og ég hef sagt áður við þig og Kollu að þú hefur staðið þig alveg rosalega vel, og ég veit að þú gerir það áfram. Guð veri mér þér og fjölskyldunni þinni, og ég veit að ykkur verður hjálpað í gegnum þetta.
Ég vona að strákurinn þinn finni aftur leiðina til að koma þessu í réttann farveg.
kveðja sunna
sunna ("simma"systir) (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 08:50
Hugur minn er enn hjá ykkur
Hann sér vonandi fljótt réttu leiðina
kidda, 20.11.2007 kl. 11:37
Ég hugsa til þín, ég þekki þessi spor með hann Hjalta minn. Hans slagur hefur staðið í ein 8 ár. Þetta er svo erfitt.
Ragnheiður , 20.11.2007 kl. 16:44
Æi ég fór að gráta þegar ég las færsluna þína. Ég þekki þetta alltof vel. Guð gefi þér styrk og kraft. elsku vina og verndi drenginn þinn.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.