Heimkoma sonarinns gékk stórvel eina sem ekki stóðst í planinu var að graffa vegginn hjá systur sinni, búðin sem selur non dripp graffbrúsa var lokuð á sunnudegi en það verður tekið á því í næsta leyfi.
Þetta var fín æfing því nú fer að styttast í útskrift... minn búin að vera 9. vikur en má vera lengur það er ekki málið en það er samt farið að huga að útskrift enda mamman ekki tilbúin til að tala um það eitt að koma heim, nei það þarf að vera sterkt plan sem tekur við.
Ég er bara róleg yfir því að nú styttist í að hann komi heim, ég, hann og allir aðrir sem koma að honum þekkja þessa stöðu, hún er einföld, hann er velkominn heima á meðan hann er ekki að neyta fíkniefna og er að taka þátt sem einn af fjölskyldunni, stunda sitt prógramm og leggja rækt við heiðarleikan. Og við sem heima erum verðum að takast á við það að sleppa tökum á honum, veita honum aðhald og stuðnin, gefa honum séns á að vinna inn það traust sem hefur brotnað en mörkinn verða líka að vera skýr og það eru þau.
Þetta er spurning um að vera í deginum í dag og ekki hugsa um hvað gæti orðið á morgun, það vitum við ekki.
Ég þurfti aðeins að taka á þessu með mig fyrst þegar hann talaði um hvort hann fengi að koma heim að meðferð lokinni, þá sá ég bara fyrir mér hversu ömurlegt það yrði ef hann félli að þurfa enn einu sinni að henda honum út á götu og það kannski rétt fyrir jól en að sama skapi vissi ég að ástæðan sem hann nefndi fyrir því að vilja koma heim var alveg rétt hjá honum, eina skiptið sem hann hefur náð edrúmennsku var þegar hann fékk aðhald og stuðning hérna heima og var í stífu programmi.
Þannig að ég ætla að vera í deginum og ekki hugsa um hvað getur gerst eða ekki gerst. Við vitum öll að staðan er þannig að í neyslu getur hann ekki búið hér og það er nóg að allir gangi að því vísu.
Annars bara nóg að gera, kellinginn bara búin að vera hörkudugleg og vinna sig aðeins fram fyrir skiladag með verkefni svo mín vonar að hún nái að ljúka öllu vel í tíma til að geta lagst í prófalestur.
Kv.Kristín
Ps: Takk fyrir yndisleg komment við síðustu færslu
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æðislegt að heyra og ég held að þið séuð að gera allt hárrétt. Það er erfitt að vinna upp traust aftur en númer 1,2 og 3 er að taka einn dag í einu og gera hvern dag eins góðann og hægt er :-) Þið eruð öll frábær og ég er alveg sannfærð um að þið munuð eiga yndisleg jól saman fjölskyldan
knús og kram
Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 13.11.2007 kl. 20:31
Takk fyrir það mín kæra, það er nú bara yfirleitt þannig að foreldrar reyna að gera það rétta og við erum búin að vera í barráttunni í rúm sjö ár með okkar gutta og höfum þar af leiðandi reynt ýmislegt og lært margt.
Kristín Snorradóttir, 13.11.2007 kl. 22:11
Vá eru komnar 9 vikur til lukku með það. En hvað tíminn flýgur.
Þessi meðferð hjá honum hefur greinilega gengið vonum framar .
Gangi ykkur öllum vel aðlagast að nýju ... þið eruð flottust.
Sjáumst eftir viku.
Birgitta (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:22
Ég segi sama og Elísabet, þið eruð að gera svo frábæra hluti og rétta. Það er veitt sú hjálp sem þarf en allir vita hvar þeir standa og hvað má. Svo er eina leiðin að lifa í deginum í dag, við eigum næsta dag ekki vísan hvort eð er...
Veistu, ég verð svo hjartanlega glöð inn í mér við að lesa færslurnar þínar
Ragnheiður , 14.11.2007 kl. 00:31
Birgitta... já þetta er ótrúlegt, enda veist þú það að ég átti ekki von á að þetta gengi í viku þegar hann fór inn í meðferðina en góðir hlutir gerast og ekki spillir fyrir að það er engin meðvirkni í spilinu hvorki heima né í meðferðinni....
Ragnheiður....Það er nefnilega málið að við göngum ekki að morgundeginum vísum og gærdagurinn er liðin. Takk fyrir hlý orð
Kristín Snorradóttir, 14.11.2007 kl. 09:25
Vá 9 vikur er góður tími.Til hamingju með það. Ég hef verið í svipuðum(sömu)sporum og þú.Mín 3 fóru öll þessa leið. Sá elsti er búin að vera edrú í 10 ár og dóttirin sem er yngst í ca 9 mánuði og báðum gengur vel. Sá í miðjunni er alveg laus undan þessum heimi.það er svo margt sem við getum gert til að létta okkur lífið einn dag í einu. Ég fór á nokkur námskeið en það sem var best hjá mér voru 12 spor alanon. þá fór að birta verulega til.Gangi ykkur vel.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:42
Já það eru margir sem deila þessum sporum sem foreldri, ég átti bróðir sem losnaði alveg undan þessum heimi líkt og þinn sonur. Ég hef verið í þrotlausri vinnu með mig síðastliðin sjö ár sótt mér stuðning víða en það er bara eins og þú segir lausn sporanna er máttugust og í því prógrammi lifi ég alla daga Til lukku með þín tvö
Kristín Snorradóttir, 14.11.2007 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.