Loksins farinn að kafa.

Ég er búin að eyða síðustu tveimur dögum í að afrita viðtal sem ég er að vinna í aðferðarfræði, er að gera eigindlega rannsókn Smile

 Mig langar til að fá að vita hvað fagaðilar og foreldrar telji að meigi gera til að byggja upp sjálfsmynd barna með vægar raskanir, ADHD, geðraskanir ogsvfr... til að koma frekar í veg fyrir að þau lendi í áhættuhegðun eins og fíkniefnaneyslu og afbrotum.

Þetta er sem sagt rannaóknarspurningin mín!

Þannig að loksins er ég farinn að kafa í það sem ég vill.... það er að segja þessir krakkar sem eru allstaðar meira og minna afgreiddir sem illa upp aldnir og algerlega óferjandi og eru í mun meiri áhættu en önnur börn til að lenda í áhættuhegðun.

Rannsókn sem gerð var í dönsku fangelsi sýndi fram á það að 80% þeirra karlmanna sem sátu í því áttu við einhverskonar röskun að stríða.

Ég gæti trúað því að hlutfall þeirra sé svipað hérlendis og ég hef trú á því að þessir krakkar okkar sem við missum í neyslu eiga fleirri en færri við einhverjar raskanir að etja.

Það þarf skilning á röskuninni og áhættuhegðuninni.

Langaði bara að deila þessu með ykkur..........

Nú sonurinn kemur í leyfi á morgun ég fór á fund í gær á meðferðarstaðnum hans og það var lagt upp plan fyrir fríið...... bara flott plan..... Hann ætlar að byrja að graffa vegginn inni hjá litlu systur sinni en hún er búin að bíða lengi eftir því að stóri bróðir sem er nokkuð þekktur veggjakrotari geri einn vegg flottan inni hjá sér Cool En það er bara flott.... ég vill heldur að hann graffi hér heima en á einhvern vegg þar sem það er ólöglegt.

Nú svo stakk ég uppá því við hann að bjóða þeim edrú vinum sem hann á í mat sem og hann gerði.....fínt að fá góðan félagahóp sterkan inn það styrkir hann og líka nauðsynlegt að vera kominn með gott öryggisnet áður en út er komið...... eftir mat er svo stefnt á að allir fjölmenni með honum á samkomu Halo þá er ekkert eftir nema fara heim í ró.... svo aftur á Hlaðgerðarkot um hádegi daginn eftir í prógrammið...

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Rosalega finnst mér þið vera að vinna rétt með syninum, auðvitað er ekkert öruggt en með þessum undirbúningi eru líkurnar óneitanlega meiri en áður.

Það þarf að búa betur að þeim sem ekki passa í normið, Himmi minn var ofvirkur,með athyglisbrest og misþroska..hann passaði illa við samfélagið og því fór sem fór.

Ég hef enn fulla trú á þér

Ragnheiður , 10.11.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: kidda

Allir vinir sonar míns sem eru í neyslu eiga eitt sameiginlegt, það gekk engum þeirra vel í grunnskóla. Allir með litla sem enga sjálfsmynd og sjálfsálit. Þá voru ekki svona miklar greiningar í gangi eins og núna, en margir þeirra eru ofvirkir, með athyglisbrest og fleira. Minn hefur aldrei verið greindur en hann á við námsörðugleika að stríða, sannfærð um að einhverskonar ofvirkni og athyglisbrestur hrái hann.

 Frábært að heyra af syninum

kidda, 11.11.2007 kl. 12:27

3 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Það þarf að fylgjast vel með þeim hópum sem búa til dæmis við þær raskanir sem þú nefndir því þeir eru í meiri áhættu í því að lenda í ýmiskonar ógöngum. Frábært að heyra hvað það gengur vel hjá frumburðinum og vona ég að svo verði áfram.

Katrín Vilhelmsdóttir, 11.11.2007 kl. 14:26

4 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Æðislegt að heyra hvað honum gengur vel og já það er sko alveg búið að sanna sig að lang flestir sem lenda í ýmiskonar ógöngum eiga við einhver einkenni sem þið eruð búin að nefna.  Verður spennandi ef þetta yrði skoðað til hlýtar

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 12.11.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband