Tíminn flýgur frá mér.............

Já hann flýgur og ég hleyp á eftir að reyna að ná honum Woundering Nú er kominn mesti anna tíminn í skólanum hjá mér..... ég hreinlega skil ekki hvernig ég á að ná að ljúka öllu í tíma fyrir pró en þessi hugsun kemur alltaf upp síðasta mánuð annarinnar en einhvernvegin tekst kellunni alltaf að klára allt og lesa fyrir prófin Smile 

Nú er sú breyting frá síðustu prófum að allt er í sóma með minn elsta svo ekki eru það áhyggjur af honum sem trufla mig nú......ég er líka þakklát fyrir það...... Hann er svo flottur þessi elska kominn með stöðu stallara í meðferðinni sem þýðir að nú þarf minn að bera heilmikla ábyrgð á staðnum og það eflir hann bara..... hann er stoltur af því að vera treyst fyrir stöðunni og það eflir hans sjálfsálit sem styrkir hann gegn fíkninni. Hann kemur heim á sunnudag og verður með okkur fjölskyldunni yfir nótt og það frábæra er að í mér er engin kvíði Grin Bara æðruleysi og auðmýkt yfir því að þetta er ekki í mínum höndum, ég stjórna því á engan hátt hvað gerist í fríinu en ég get valið að njóta þess sem er í dag og þar er gott að vera.

Allir aðrir á heimilinu eru í súper góðum gír þá skiptir engu hvort um menn, ferfætlinga eða fiðurfénað er að ræða en við búum öll saman í sátt og samlyndi.......og áhyggjulaus........bara notalegt!

Megið þið eiga góðar stundir

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er gott að lesa þetta og vonandi verður allt í besta lagi. Ég hef ekki áhyggjur af þér og skólanum, þú rúllar þessu upp.

Ragnheiður , 8.11.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: kidda

Það er alltaf jafnótrúlegt þegar nóvember eða apríl koma að þá fyrst fattar maður að önnin er að verða búin oooogggg svo margt eftir. Núnar eru 3 vikur þar til minni kennslu líkur og sé strax fram á nokkra aukatíma fyrir mitt fólk.

Annars er gott að heyra frá syninum, hann stendur þetta örugglega af sér núna. Fór hann í meðferð sem ég hef heyrt talaða um sem víkingameðferð?

Hafðu það gott á næstunni

kidda, 9.11.2007 kl. 00:44

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk Ragnheiður gott að vita til þess að þú trúir á kellu og son hennar.

Ólafía nei hann fór ekki í víkinginn, en þegar hann fór á sínum tíma á Staðarfell náði hann átta mánaða edrú mennsku, nú er hann á Hlaðgerðarkoti..

En ég þekki til víkingsins og þetta er mjög flott og hefur reynst vel, en það fá ekki allir að taka víkingin eingöngu þeir sem eru alveg tilbúnir í hann.

Hafið þið það báðar sem best.

Kristín Snorradóttir, 9.11.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Gott að heyra að allt gengur vel. Sammála þér með pressuna í skólanum fannst nóg um áður en óheillastjarnan fór að skína á mig:) hef samt fulla trú á okkur

Góða helgi

Katrín Vilhelmsdóttir, 9.11.2007 kl. 12:22

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Frábært að heyra að stráksi stendur sig svona vel og auðvitað líður ykkur þá betur. 

En með skólann úffff er að deyja hérna úr stressi, FULLT eftir að gera og ég bara hef ekki nógu langan sólarhring

Gangi ykkur vel

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 9.11.2007 kl. 19:25

6 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Já það einkennir oft okkur námsmenn að sólahringurinn styttist eftir því sem við komum nær prófum.

Þetta eru skorpur sem þarf að klára og það er gott þegar þær eru búnar..... sé jólafrí í hillingum

Kristín Snorradóttir, 9.11.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband