Helgarlok!

Þá er þessi helgi á enda og ný vika tekur við. Fréttir helgarinnar hafa bara verið þetta sama og alltaf, ölvun, dóp, stympingar og hraðakstur.... nema vítisenglarnir brutu þetta aðeins upp með því að fljúga til landsins og fá mótökur eins og heiðursmenn og svo bara lögreglufylgd til að ganga úr skugga um að þeir færu í flugvélina aftur og heim..... er ekki alveg búin að mynda mér skoðun á þessu máli Blush Ég er hlynnt því að loka glæpamenn úti, en er samt ekki alveg viss um að hægt sé að kalla alla sem eru í vélhjólasamtökum glæpamenn!!!!!

Ég veit ekki..... ekki eru allir vinir hans sonar míns fíklar...... og ekki allar vinkonur mínar mæður fíkla..

Annars bara allt rosa gott strákurinn blómstrar í meðferðinni svo mín er bara sátt og sæl. Allt að verða vitlaust í náminu hjá mér Undecided en mín verður kominn snemma í jólafrí og byrjar seint aftur eftir áramót.

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Vítisenglar og fleiri glæpasamtök eiga ekkert erindi hingað. En sem betur fer er ekki samasem merki á milli glæpaklíku og mjótorhjólaklúbba. Bara ákveðnar hópar sem eru glæpaklíkur. 

Sem betur fer er ég ein af mínum vinkonum sem á fíkil, en þekki hins vegar þó nokkrar.

Gott að heyra að syninum gengur vel

kidda, 5.11.2007 kl. 00:18

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Sammála þér en maður er samt alltaf hræddur við sleggjudóma! Ég á fullt af vinkonum sem þekkja ekki fíkla en ég á líka margar sem þekkja þá  Þar sem ég get ekki kommentað hjá þér á þinni síðu þá segi ég þér það hér kíki á þig daglega  Njóttu þín.

Kristín Snorradóttir, 5.11.2007 kl. 15:38

3 Smámynd: kidda

hmm, það gerðist eitthvað þegar sumir voru að fikta, en núna ætti allt að vera komið í lag

kidda, 6.11.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband