Hugleiðingar.

Ég var að lesa frétt inná Vísi þar sem verið er að ræða þann vanda sem fólk stendur frammi fyrir þegar fíklar leggja undir sig íbúð í fjölbýli og eru þar með dópgreni. Einhver fær þessa íbúð leigða og svo kemur raunin í ljós og nágrannarnir eru að sjálfsögðu ekki sáttir, hræddir við fíklana og því sem þeim fylgir, hræddir um börnin sín í þessu umhverfi. Það er líka mjög skiljanlegt finnst mér, ég hef búið með fíklum og það er ekki það auðveldasta.

En ég fór bara að hugsa um hversu lítill réttur fólks er til að losna undan því að hafa dópgreni í nágrenni við sig...... Það hafa nú komið upp dæmi þar sem fólk hefur mótmælt því að hafa sambýli fyrir geðfatlaða í götunni sinni og með þessum mótmælum fengið það í gegn að ekki yrði sambýli í götunni...... en með fíklana þá er annað uppá borðinu...... ég myndi frekar vilja búa nálægt geðfötluðum heldur enn dópgreni.

Mér finnst alveg merkilegt hvað þetta samfélag okkar lokar augunum fyrir þeim vanda sem hér er! Við búum við fíkniefnavanda og það stækkandi...... samt er það einhvernvegin þannig að litið er í hina áttina og lítið gert. Stundum finnst mér eins og fíklarnir okkar séu óhreinu börnin hennar Evu.... falið mein.....

Af syninum Smile hann er ennþá bara flottastur, er að taka leiðsögn og er búin að ná 7.vikum í meðferð...... að vísu voru fyrstu 3.vikurnar í lyfjaskýi en hinar 4. vikurnar skýrar. Hann hefur komið heim í dagsleyfi tvisvar og allt gengið vel, hann hefur verið að tengjast sistkynum sínum á ný og kemur til að eiga daginn í dag með okkur hérna heima. Svo við erum að njóta þess að vera á þessum stað í dag.

Eigið góðan dag.

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Svo sammála þér með þetta, réttur okkar er svo lítill.   En frábært að stráksi sé á beinu brautinni og vona ég svo innilega að það haldi áfram

 kveðja súpermamma

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 1.11.2007 kl. 11:30

2 Smámynd: kidda

Það er nú það, ekki vildi ég búa í nágrenni við dópbæli.

En svo verða fíklarnir okkar að búa einhversstaðar og þá kemur upp vítahringur.  Sumir fara að selja til að fjármagna eigin fíkn og ef einhver hefur íbúð yfir að ráða þá hópast vinirnir þangað. Og þar með er komið dópbæli.

kidda, 1.11.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband