Ég veit ekki hvar ég á að byrja en málið er að ég er orðin svo hundþreytt á úrræðaleysi í málum fíkla og aðstandenda þeirra
Bara þau dæmi sem ég þekki eru endalaus ég gæti skrifað heila bók um fólk sem ekki fær aðstoð í þessum málum. Bara núna eru þó nokkrir sem ég veit um sem eru á hold hjá barnavernd vegna barna sem eru í neyslu og engin úrræði eru til. Ungir einstaklingar sem ekki eru orðnir sjálfráða og eru sjálfum sér og jafnvel öðrum hættulegir eru látnir bíða af því það er allt fullt og svo þegar er helgi þá er bara allt kerfið farið í helgarfrí og hendur neyðardeildar barnaverndar bundnar til mánudags..... arg hvað ég er pirruð
Staðan í dag er þannig: Neyðarvistun Stuðla er full, geðdeildarnar í landinu eru allar fullar, fangaklefar eru fullir og öll úrræði eru full...... er ekki mál að bregðast við og bæta úr? Það er einfalt mál að það er dýrara fyrir kerfið að gera ekki neitt, það kostar jú hellings pening að hafa fíklana á götunni og foreldrana í lamasessi.
Ég get allvega sagt ykkur það að ég er ekki alveg sátt við kerfið okkar, þá tala ég bara um þá barráttu sem ég hef átt við það og trúið mér ég hef þurft að berjast við kerfið. Þannig er að á þessum sjö árum sem ég hef gengið í gegnum fíkniefnaneyslu sonar míns þá var það fyrsti barnarverndarfulltrúin sem við fengum sem vann vinnuna sína og var gull af manneskju og án efa mín björgun til að komast í gegnum þetta. En þegar hún hætti eftir ca.2ár tók við barátta.
Það var sama hversu illa á sig sonur minn var kominn að ég fékk ekki úrræði fyrr en ég hafði barist til síðasta blóðdropa og ég er heppin ég bý yfir baráttukrafti vegna þeirra reynslu sem ég bý að en þannig er því ekki farið með alla foreldra, það að takast á við að barnið þitt er í neyslu er nóg þó þú þurfir ekki að berjast við allt heilbrigðis og félagsmálabatteríið líka.
Ég á svo erfitt með að sætta mig við það að í barnarverndarlögum er það alveg skýrt að hugsa skal um hagsmuni barns og forða því frá skaða hvort sem er þess eigin skaði eða af völdum annara. Samt virðist það vera samþykkt að heilbrigðis og félagsmálakerfin skaði börnin okkar og feli sig á bak við það að ekki séu úrræði til.
Hvað haldið þið að við séum að missa mikið aðf ungu fólki í blóma lífsins sem annað hvort tekur eigið líf í uppgjöf gegn fíkninni eða of stóran skammt..... það er allavegana töluvert fleirri en minningagreinar moggans gefa upp.
Þessir krakkar eru góðir krakkar sem breytast í skrímsli sem kallaður er fíkill þegar dópið hefur náð yfirhöndinni. Flest öll þessara barna koma frá góðum heimilum og þau koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins.
Það er mér kappsmál að opna fyrir málefni fíkla og aðstandenda þeirra, krefja yfirvöld um úrbætur í þessum málum. Vildi gjarnan heyra í þeim sem hafa áhuga á að krefjast bættra úrræða í þessum málum
Kv.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru spor sem ég þekki vel..tók nokkuð svipaða afstöðu í upphafi með Hjalla minn. Strax með hann í batteríið...en rosalega voru helgarnar erfiðar...enginn við og bla bla bla...hann 13 ára og týndur, koldópaður einhversstaðar...kom heim trylltur og allt heimilislífið undirlagt. Hann er núna hættur, vonandi endist það hjá honum. Hann varð samt að verða fyrir miklum missi til að skilja alvöru málsins.
Takk fyrir þennan góða pistil Kristín mín.
ps mér finnst ég kannast svo við andlitið á þér en kem því ekki fyrir mig
Ragnheiður , 13.10.2007 kl. 19:10
Ótrúlegt Ragnheiður mín en hvert einasta foreldri sem verður fyrir því að barn velji fíkniheimin þekkir þessa baráttu við kerfið....... andlitið á mér ; ) ég var í þættinum hjá henni Sirrý...örlagadeginum í sumar.... kanski þar! Eigðu góðar stundir
Kristín Snorradóttir, 13.10.2007 kl. 19:31
Stína haltu bara endilega áfram að berjast af þínum mikla krafti. Er enn á því að þú eigir heima í pólitík:)
Katrín Vilhelmsdóttir, 13.10.2007 kl. 22:41
Nei það er áreiðanlega ekki þaðan, sá þann þátt ekki....hugsaðu málið,kannski höfum við unnið saman fyrir áratugum eða eitthvað....
Ragnheiður , 13.10.2007 kl. 23:21
Held að það sé allt of ríkt í hugsanagangi hjá fólki að fíklar komi bara frá vandamálaheimilum og foreldrunum um að kenna.
Í vor þegar ég var að leita að hjálp handa syni mínum þá opnuðust mín augu og allra í kring um mig að algjört úrræðaleysi er í málum fíkla. Minn endaði með að hætta sjálfur óstuddur nema með okkur á bak við sig en það er ekki nóg fyrir hann. Við höfum sterkann grun um að hann sé byrjaður aftur í hassinu.
Það þarf að vera hægt að kippa þeim inn hvenær sem er, hvort sem þau eru orðin sjálfráða eða ekki. Að það skuli ekki vera hægt að koma barni í meðferð hvenær sem þörf er á er til háborinnar skammar fyrir þetta svokallaða velferðaþjóðfélag. Eins þarf að vera til úrræði að koma sjálfráða einstaklingum í neyðarvistun.
Þú átt hrós skilið fyrir að koma fram í sjónvarpi og td. vikunni og segja frá ykkar málum. Það er alveg kominn tími til þess að þjóðin vakni og opni augun fyrir því sem er að gerast hjá svo mörgum fjölskyldum.
kidda, 14.10.2007 kl. 12:11
Kata.... pólitík nei ég held ekki að ég væri góð þar of hávaðasöm : )
Ragnheiður..... er með hausin í bleyti, hugsa stíft.
Ólafía.... Takk fyrir að segja þitt hér, langar að benda þér á að hafa samband við foreldrahús.... þar hef ég fengið frábæra aðstoð.
Kristín Snorradóttir, 14.10.2007 kl. 15:16
Sæl Kristín
Rakst á síðuna þína og ákvað að senda þér kveðju, þú ert ótrúlega mikil hetja að koma svona fram. Ég bý með óvirkum alka/fíkli. Hann er búinn að vera edrú í bráðum 5 ár svo það er alltaf von :-)
Sendu mér meil ef þú vilt spjalla
knús og kram Elísabet sem var með þér í tjáningu og samskiptum :-)
Elísabet kennógella (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 00:23
Er foreldrahús ekki bara fyrir foreldra ósjálfráða? Minn er 24ra ára.
kidda, 15.10.2007 kl. 11:16
Elísabet... takk fyrir kveðjuna ég veit að það er Alltaf von... minn er flottur núna í meðferð : )
Ólafía... Nei minn er 20 ára og foreldrahús tekur við þér þó barnið þitt sé 24 ára.... þú getur líka haft samband við mig ef þú vilt nánari upplýsingar það er velkomið.
Kristín Snorradóttir, 15.10.2007 kl. 14:08
Daman gæti nú reynt að bæta siðferðið sem þar ríkir, tilvalin í það held ég barasta. Og þó hún þykist vera hávær þá verður það bara til þess að það hlustar kannski einhver. Annars vona ég að sjálfsögðu að ég verði þess heiðurs aðnjótandi að fá að starfa með ykkur báðum í framtíðinni
Katrín Vilhelmsdóttir, 16.10.2007 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.