Faraldur er það og það verður að bregðast við því!

Ég veit ekki hvað á að gera en ég veit að við verðum að bregðast við vandanum, sem hefur alltof lengi fengið að vaxa. Einhvernvegin efast ég ekki um að gott meðferðarstarf fer fram hér en ég samt staldra stundum við og spái í það hvort meðferðirnar hér fylgi þróuninni í fíkniheiminum.

Ég tel að sonur minn sprautufíkill þurfi lengri og að einhverju leiti aðra meðferð en þeir sem misnota áfengi, að hann þurfi aðra afeitrun.... lengri tíma ...... Mér finnst ótrúlegt að sama meðferðin eigi við alla.......  kanski þarf nýjar víddir.

Ég til dæmis er alveg sannfærð um að það þarf að vinna með alla fjölskylduna því jú þetta er fjölskyldusjúkdómur og aðstandendur oft mjög illa staddir andlega og líkamlega.

Eins og svo margir vita kom ég fram í örlagadeginum hjá Sirrý sem móðir fíkils og talaði þar um mína reynslu af foreldrahúsum en þar einmitt er unnið að því að byggja upp heildina, þetta vildi ég sjá í meðferðastarfi meira. +Eg hvet alla foreldra sem eiga barn í neyslu eða hafa áhyggjur af því að börnin séu í áhættu að vera vakandi um sjálft sig og vinna í sjálfum, leita sér fagaðstoðar. Við getum ekki hjálpað öðrum eða stutt ef við erum ekki heil sjálf.

Ég er ánægð með það núna að hann sonur minn er inní meðferð og búin að vera það í á 3.viku ég finn ákveðin mun á honum en veit að ekkert er öruggt, ég þakka guði það daglega að hann er enn í meðferðinni og á lífi það er allt sem ég get gert.

Þannig að ég er þakklát fyrir það meðferðarstarf sem er hér þó ég velti fyrir mér ýmsu í þeim málum.

Lifið heil.

Kv.Kristín

 


mbl.is „Erum í miðjum örvandi vímuefnafaraldri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ertu ekki í Reykjavík suður, eða hvað? Mig vantar stuðning til að ná kosningu hjá FF á morgun

Ég hef fengið svo mikið nóg kæra Kristín að ég er að spá í að fara í stjórnmál.  Mig langar að berjast fyrir "þínu" málefni jafnt sem "mínu" á þeim forsendum að það kosti ríkið alltof mikið að gera ekki neitt (eða lítið). Ríkið sparar á að gera eitthvað vel og strax.   Ef við tölum um peninga þá kannski skilur mann einhver.

Halla Rut , 2.10.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Það er alveg ljóst að einhverju þarf að breyta, ég veit svo sem ekki hvað það á að vera en aðgerða er þörf. Vona samt að hreinskilni þín á þeim vanda sem þú og fjölskylda þín hafið glímt við, og glímið við, verði til að hjálpa öðrum. Alltof algengt að fíknin sé feluleikur allrar fjölskyldunnar. Held að þú ættir líka að íhuga þetta með stjórnmálin:)

Katrín Vilhelmsdóttir, 2.10.2007 kl. 22:28

3 Smámynd: Ragnheiður

Gott að hann er inni, þá er vonin meira en flöktandi logi sem þarf svo lítið til að deyja.

Gangi þér vel Kristín mín . Það er alveg satt að öll fjölskyldan verður nánast veik af þessu og allir þurfa sinn stuðning.

Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 22:31

4 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Nei Halla mín ég er ekki í borg óttans... svo ekki get ég reddað þér atkvæði þó glöð vildi... en fylgist með þér taka þetta lið í r.........

Kata mín færðu ekki nóg af að hlusta á mig og mínar meiningar í skólanum... hvað þá ef ég færi að skammast í þingsölum heheh

Já Ragnheiður ég trúi því að meðan það er líf þá er von og vonin verður að fá að lifa í hjörtum okkar foreldra þrátt fyrir að við getum ekki stjórnað lífi barna okkar...æðruleysi og auðmýkt

Kristín Snorradóttir, 2.10.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband