Sannarlega rétt!

Þetta er sannarlega rétt hjá Karli en það þyrfti að fá ráðamenn þjóðarinnar til að sjá þetta! Því til að ná einhverjum árangri í baráttunni gegn fíkniefnum þurfa að koma einhverjir peningar úr kassanum hjá þeim í þau málefni.

Mér er minnistætt þegar sameining varð á lögregluembættum höfuðborgarsvæðisins þá gaf ríkistjórnin það út (sama dag ef ég man rétt) að ekki yrðu hækkuð fjárframlög til löggæslu en sýnileg skildi hún verða. Þvílíkur brandari á ferð hjá ríkisstjórninni.

Líka þarf að gera sér grein fyrir því að ekki er nóg að ná að klófesta litlu peðin í fíkniefnaheiminum, heldur þessa stóru sem eru að markaðsetja og fjármagna. Það eru ekki sölumennirnir sem selja á götu úti þeir eru bara á spena hjá einhverjum stærri löxum.

Kv.Kristín


mbl.is Breyttur fíkniefnamarkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ég held bara að yfirvöld og stjórnmálamenn ger sér enga grein fyrir hve fíkniefnaheimurinn er orðin stór á Íslandi enda fáir þeirra ef nokkur sem hefur kynnst þeim hryllingi að eigin raun.  

Halla Rut , 26.9.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Einhverjir þeirra þekkja til hans en það er nú bara þannig að auðveldara er að loka augunum fyrir því sem er vont en að sama skapi er meiri manndómur í að horfast í augu við vandan og taka á honum.

Kristín Snorradóttir, 26.9.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband