Staðreynd sem þarf að horfast í augu við.

Fjölgun fíkla það er staðreynd, en fjölguninn er meiri en þetta því þarna inn vantar þann hóp sem ekki hefur farið inná Vog.

Það sem er líka er að fíklarnir okkar þessir yngstu eru ekki inná Vogi og þeim hefur fjölgað, neysla hefur breyst á síðustu 10.árum. Fíklarnir verða yngri þegar þeir byrja á hörðu efnunum og missa algjörlega stjórn á lífi sínu.

Ég þekki vel til ungra fíkla og líka til meðferða úrræða hérlendis og trúið mér við erum langt frá því að bera einhvern gæða stimpil í þeim málum.

Fyrir síðustu kosningar leitaði ég í stefnuskrám flokkana að þeim lið hvað ætti að gera í fíkniefnamálum, það var nú eitthvað lítið um það!!! En einn dag var ég á rölti í kringlunni og að mér kom Össur úr samfylkingunni og vildi endilega kynna mér stefnu samfylkingarinnar en ég sagði honum að mig vantaði bara að vita eitt.... hvaða stefnu samfylkingin hefði vegna fíkla og aðstandenda þeirra?

Hann sagði mér að þeir hefðu svaka stefnu og ætlaði að þylja yfir mér einhver ósköp af háfleygum orðum um það, þá sagði ég við hann: ég vill bara skýr svör, þú ert að tala við móður fíkils. Hann var fljótur að svara og sagði mér það með sigur svip að hann þekkti nú tvo fíkla!Smile hehehe

Ekki fékk hann nú atkvæði mitt út á það... en mér finnst löngu tímabært að pressa ráðamenn þjóðarinnar til að gera eitthvað í vandanum og þá allan hringinn, meðferðarstarf, forvarnir og úrræði fyrir aðstandendur.

Kv.Kristín


mbl.is Amfetamínfíklum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Góð ! Ég er að reyna að rugga þessum bát aðeins..sjáum til hvað gerist. Þú fylgist með

Ragnheiður , 21.9.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Já ég fylgist með og hvet foreldra og aðra aðstandendur til að láta heyra í sér. Það hef ég sjálf gert og geng stolt um sem opinber móðir fíkils!!

Því ekkert gerist með þögn eða feluleik.

Kristín Snorradóttir, 21.9.2007 kl. 22:30

3 identicon

já etta er allt össuri að kenna helvítis kommi og örugglega hommi líka

dewd (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband