Færsluflokkur: Bloggar
Ég veit ekki hvað á að gera en ég veit að við verðum að bregðast við vandanum, sem hefur alltof lengi fengið að vaxa. Einhvernvegin efast ég ekki um að gott meðferðarstarf fer fram hér en ég samt staldra stundum við og spái í það hvort meðferðirnar hér fylgi þróuninni í fíkniheiminum.
Ég tel að sonur minn sprautufíkill þurfi lengri og að einhverju leiti aðra meðferð en þeir sem misnota áfengi, að hann þurfi aðra afeitrun.... lengri tíma ...... Mér finnst ótrúlegt að sama meðferðin eigi við alla....... kanski þarf nýjar víddir.
Ég til dæmis er alveg sannfærð um að það þarf að vinna með alla fjölskylduna því jú þetta er fjölskyldusjúkdómur og aðstandendur oft mjög illa staddir andlega og líkamlega.
Eins og svo margir vita kom ég fram í örlagadeginum hjá Sirrý sem móðir fíkils og talaði þar um mína reynslu af foreldrahúsum en þar einmitt er unnið að því að byggja upp heildina, þetta vildi ég sjá í meðferðastarfi meira. +Eg hvet alla foreldra sem eiga barn í neyslu eða hafa áhyggjur af því að börnin séu í áhættu að vera vakandi um sjálft sig og vinna í sjálfum, leita sér fagaðstoðar. Við getum ekki hjálpað öðrum eða stutt ef við erum ekki heil sjálf.
Ég er ánægð með það núna að hann sonur minn er inní meðferð og búin að vera það í á 3.viku ég finn ákveðin mun á honum en veit að ekkert er öruggt, ég þakka guði það daglega að hann er enn í meðferðinni og á lífi það er allt sem ég get gert.
Þannig að ég er þakklát fyrir það meðferðarstarf sem er hér þó ég velti fyrir mér ýmsu í þeim málum.
Lifið heil.
Kv.Kristín
Erum í miðjum örvandi vímuefnafaraldri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.10.2007 | 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Flott mál.... Reyndar verð ég í framhaldi af þessu að hrósa þeim á Seyðisfirði fyrir tollgæslu. Við fjölskyldan komum heim með Norrænu í fyrra eftir ferðalag í færeyjum og mér fannst flott þegar við komum heim hvað það var öflugt eftirlit við komuna á Seyðisfjörð.
Kv. Kristín
Fíkniefnaakstur á Seyðisfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.10.2007 | 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flott mál að stoppa þetta.
Ég er alfarið á þeirri skoðun að fangelsi eiga að vera til að bæta menn og þar á að fara fram öflugt betrunarstarf. Að sjálfsögðu er það undir hverjum fanga fyrir sig komið hvort hann þiggur betrun og hjálp til að koma lífi sínu í annan farveg.
En til að fangelsin megi verða uppbyggileg verður að vinna að því markvisst að gera þau fíkniefnalaus og ég sting uppá því að fá inn öfluga deild fíkniefnahunda til að taka þátt í því.
Kv.kristín
Reyndu að smygla sterum og lyfjum í útvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.10.2007 | 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spennandi að sjá hvort eitthvað nýtt komi út úr þessari rannsókn. Ég bíð spennt eftir að sjá hvernig þeir rannsaka þetta og hversu stór hópur það verður sem verður í þessari rannsókn og þá enn fremur hvort þeir finna einhverja lausn fyrir fíkilinn það er að segja sem ekki er þekkt fyrir.
Kv.Kristín
Íslenskar rannsóknir á fíkn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.10.2007 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þannivirðist vera að Reykjavík sé farinn að vera sukkbæli allar helgar, spurning um að gera eins og svo mörg fyrirtæki hafa gert og athuga með að skipta um nafn á henni. Kanski Sódóma í stað Reykjavíkur.
Annars svona í fullri alvöru þá finnst alveg merkilegt hvað borgarbúar hafa mikið langlundargeð vegna neyslu á áfengi eða öðrum fíkniefnum í miðborginni um helgar. Ég einhvern vegin er sannfærð um að við getum breytt þessu í okkar litlu borg. Tökum til dæmis New York sem dæmi hún var talin ein af tí hættulegustu borgum í heimi en í dag er hún ein af tíu öruggustu borgum í heimi og þar sést ekki ölvað fólk með ólæti á götum úti.
brettum upp ermar og hættum að sætta okkur við að miðbærin standi undir nafninu Borg óttans.
Kv.Kristín
Erill í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.9.2007 | 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurning hvort ekki sé unt að kenna þessum að rækta rósir :)
Kv.Kristín
Fíkniefni fundust við húsleit í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.9.2007 | 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég eins og margur veit á son sem er í neyslu fíkniefna, hann hefur farið hratt á stuttum tíma. Í dag er hann langt gengin sprautufíkill og ég veit ekki hvort hann verður hér á morgun eða látinn, ég veit heldur ekki hvort hann nær að hætta á morgun eða ekki. Það sem ég veit er að hans líf er ekki í mínum höndum og ég hef enga stjórn þar. Líka það að maður þarf að berjast við allt kerfið þegar kemur að fíklum.
Þess vegna tel ég að við aðstandendur verðum að láta heyra í okkur við þurfum að rjúfa þenna feluleik og við eigum að vera stolt af því að standa upp gagnrýna það sem er aflaga í velferðarkerfinu okkar en jafnframt að hrósa og þakka fyrir það sem virkar.
Ég hef reynslu af því að þurfa að beita öllu mínu fyrir barnið mitt og það gerði ég á meðan ég hafði foreldravaldið en við missum þetta vald þegar börnin okkar verða 18. ára því þá eiga þau að vera fullorðin.
Því er nú bara þannig farið að unglingur sem byrjar í neyslu 13.ára og fer hratt í harða neyslu hann verður 18.ára samkvæmt lögum en hann er langt frá því að vera 18.ára í höfðinu.... það er að segja í þroska því valda efnin sem eru búin að skemma í honum hausin og hægja á þroskanum.
Þegar sonur minn var á gjörgæslu vegna of stórs skammts nær dauða en lífi þá ræddi ég það við geðlækni á spítalanum að nú þætti mér tímabært að svipta hann sjálfræði þar sem hann augljóslega væri sjálfum sér hættulegur og hefði ekki getu til að snú við blaðinu einn.
Ég fékk það svar að það tíðkaðist ekki að svipta fíkla hérlendis en jafnframt í sama samtali samþykkti geðlæknirinn að hann væri 18.ára samkvæmt lögum en 13-14 ára í þroska og að hann væri hættulegur sjálfum sér og öðrum með þessum lifnaðarháttum.
Leið og hann hafði kraft til líkamlega gekk hann út af spítalanum og hélt áfram að sprauta sig.
Ég þekki mörg dæmi þar sem fíklar hafa leitað hjálpar en verið vísað frá. Ég þekki líka dæmi þar sem foreldrar hafa komið að fíklunum við sjálfsmorðstilraunir og ekki fengið viðeigandi úrlausnir.
Persónulega vill ég berjast gegn því að '' velferðarþjóðfélagið'' okkar komist upp með þessi vinnubrögð. Þess vegna kýs ég að láta heyra í mér og ekki fela það að ég sé móðir fíkils.
Kv.Kristín
Bloggar | 26.9.2007 | 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er sannarlega rétt hjá Karli en það þyrfti að fá ráðamenn þjóðarinnar til að sjá þetta! Því til að ná einhverjum árangri í baráttunni gegn fíkniefnum þurfa að koma einhverjir peningar úr kassanum hjá þeim í þau málefni.
Mér er minnistætt þegar sameining varð á lögregluembættum höfuðborgarsvæðisins þá gaf ríkistjórnin það út (sama dag ef ég man rétt) að ekki yrðu hækkuð fjárframlög til löggæslu en sýnileg skildi hún verða. Þvílíkur brandari á ferð hjá ríkisstjórninni.
Líka þarf að gera sér grein fyrir því að ekki er nóg að ná að klófesta litlu peðin í fíkniefnaheiminum, heldur þessa stóru sem eru að markaðsetja og fjármagna. Það eru ekki sölumennirnir sem selja á götu úti þeir eru bara á spena hjá einhverjum stærri löxum.
Kv.Kristín
Breyttur fíkniefnamarkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.9.2007 | 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú þegar mikið er um fréttir varðandi fíkniefnamál og uppi eru heitar umræður um hvað sé rétt og hvað sé rangt að gera í þessum málaflokki þá leiði ég hugan að ábyrgð okkar foreldra.
Ég tel að forvarnir séu nauðsynlegar, en jafnframt tel ég að þær byrji heima.
Undanfarið hef ég verið að hugsa um útivistatíma.Á mínu heimili er farið eftir útivistatíma og það er ekkert mál,einstaka mögl en ekkert stórt.
Um daginn datt uppúr henni dóttur minni að henni leiddist svo að labba alltaf ein heim til að verða komin heim kl.22 því hinir fá að ver atil 22.30 svo ég bauðst bara til að sækja hana svo hún þyrfti ekki að labba ein, en fór jafnframt að hugsa um hvaða skilaboð eru fólgin í því hjá foreldrum að brjóta útivistatíman um hálftíma, hverju breytir þessi hálftími fyrir barnið eða foreldrið.
Ég tel að t.d. útivistatími sé ákveðin forvörn. Það væri gaman að heyra í fólki með þetta
Kv.Kristín
Bloggar | 23.9.2007 | 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru bara gleðifréttir alla daga
Mér finnst það alveg ákaflega gleðilegt að upplifa fíkniefna böst í fréttunum dag eftir dag.... þó svo að ég geri mér fulla grein fyrir því að ekki náist öll efni sem koma inn í landið að þá veitir það mér ómælda ánægju að vita til þess að lögreglan er að ná einhverjum hluta efnanna.
Frábært að þessi efni sem nást fara ekki í nefið eða æðarnar á einhverjum og verða því ekki til þess að valda skaða eða dauða... í því er sigurinn fólginn
Gaman verður að fylgjast með þegar koma dómar í þessum málum.....
Kv.Kristín
Grunaðir um innflutning á kókaíni frá Suður-Ameríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.9.2007 | 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar