Færsluflokkur: Bloggar

Uppi varð fótur og fit!

Hehe.... get ekki annað an sagt ykkur litla sögu af þessu rafmagnsleysi hjá okkur...

Allt í einu varð allt myrkrað og dóttirinn 14. ára spratt á fætur úr stólnum þar sem hún hafði setið makindalega og spilað Sims í tölvunni..... en allt í einu dó talvan og ljósin með W00t prinsessan sem er nú nokkuð vön þægindum nútímans rauk að rafmagnstöflunni til að athuga hvort slegið hefði út, stökk svo út í glugga til að athuga hvort hinir hefðu ljós..... varð óðamála um það að nú v´ri bara rafmagnslaust og henni hryllti við tilhugsunninni um að hafa ekki rafmagn í einhvern óákveðin tíma, guð aumingja fólkið í gamla daga mamma, ég skil ekki hvernig það fór að því að vera til Crying 

Sonurinn 10.ára spratt upp og kallaði þannig að heyrðist til Reykjavíkur ,, það er farið rafmagnið hvað gerum við?......spratt út í glugga og sá alla í hverfinu yfirgefa heimili sitt og flýja úr þessu ömurlega rafmagnsleysi Wink hann undraðist á rólegheitum móður sinnar yfir þessu og ákvað að fara út um stund að rannsaka það sem átti sér stað í nærliggjandi húsum og viti menn hann kom heim og sagði mér það að fólk væri barasta að kveikja á kertum LoL Ég kveikti á nokkrum kertum til að draga ú spennu sonarinns og ca. 5 mín seinna kom rafmagnið aftur og þá heyrðist kallað svo hátt að það heyrðist til Akureyrar MAMMA ÞAÐ ER KOMIÐ AFTUR RAFMAGNIÐ......Mamman sneri sér að honum og sagði já ég sé ljósið Smile

Síðan settumst við niður og ég fór að segja honum frá því að ég hefði nú upplifað rafmagnsleysi nokkrum sinnum þegar ég var stelpa.... heyrðist þá í kauða.....ég veit mamma þú varst óheppinn að það var ekki til rafmagn þegar þú varst stelpa Gasp

Annars allt bara gott... Prinsinn minn elsti er enn í meðferðinni

Hafið það gott.

Kv.Kristín


mbl.is Rafmagn aftur komið í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og fallegt ævintýri...

Heimkoma sonarinns gékk stórvel Wink eina sem ekki stóðst í planinu var að graffa vegginn hjá systur sinni, búðin sem selur non dripp graffbrúsa var lokuð á sunnudegi en það verður tekið á því í næsta leyfi.

Þetta var fín æfing því nú fer að styttast í útskrift... minn búin að vera 9. vikur en má vera lengur það er ekki málið en það er samt farið að huga að útskrift enda mamman ekki tilbúin til að tala um það eitt að koma heim, nei það þarf að vera sterkt plan sem tekur við.

Ég er bara róleg yfir því að nú styttist í að hann komi heim, ég, hann og allir aðrir sem koma að honum þekkja þessa stöðu, hún er einföld, hann er velkominn heima á meðan hann er ekki að neyta fíkniefna og er að taka þátt sem einn af fjölskyldunni, stunda sitt prógramm og leggja rækt við heiðarleikan. Og við sem heima erum verðum að takast á við það að sleppa tökum á honum, veita honum aðhald og stuðnin, gefa honum séns á að vinna inn það traust sem hefur brotnað en mörkinn verða líka að vera skýr og það eru þau.

Þetta er spurning um að vera í deginum í dag og ekki hugsa um hvað gæti orðið á morgun, það vitum við ekki.

Ég þurfti aðeins að taka á þessu með mig fyrst þegar hann talaði um hvort hann fengi að koma heim að meðferð lokinni, þá sá ég bara fyrir mér hversu ömurlegt það yrði ef hann félli að þurfa enn einu sinni að henda honum út á götu og það kannski rétt fyrir jól Errm en að sama skapi vissi ég að ástæðan sem hann nefndi fyrir því að vilja koma heim var alveg rétt hjá honum, eina skiptið sem hann hefur náð edrúmennsku var þegar hann fékk aðhald og stuðning hérna heima Wink og var í stífu programmi.

Þannig að ég ætla að vera í deginum og ekki hugsa um hvað getur gerst eða ekki gerst. Við vitum öll að staðan er þannig að í neyslu getur hann ekki búið hér og það er nóg að allir gangi að því vísu.

Annars bara nóg að gera, kellinginn bara búin að vera hörkudugleg og vinna sig aðeins fram fyrir skiladag með verkefni svo mín vonar að hún nái að ljúka öllu vel í tíma til að geta lagst í prófalestur.

Kv.Kristín

Ps: Takk fyrir yndisleg komment við síðustu færslu Heart


Loksins farinn að kafa.

Ég er búin að eyða síðustu tveimur dögum í að afrita viðtal sem ég er að vinna í aðferðarfræði, er að gera eigindlega rannsókn Smile

 Mig langar til að fá að vita hvað fagaðilar og foreldrar telji að meigi gera til að byggja upp sjálfsmynd barna með vægar raskanir, ADHD, geðraskanir ogsvfr... til að koma frekar í veg fyrir að þau lendi í áhættuhegðun eins og fíkniefnaneyslu og afbrotum.

Þetta er sem sagt rannaóknarspurningin mín!

Þannig að loksins er ég farinn að kafa í það sem ég vill.... það er að segja þessir krakkar sem eru allstaðar meira og minna afgreiddir sem illa upp aldnir og algerlega óferjandi og eru í mun meiri áhættu en önnur börn til að lenda í áhættuhegðun.

Rannsókn sem gerð var í dönsku fangelsi sýndi fram á það að 80% þeirra karlmanna sem sátu í því áttu við einhverskonar röskun að stríða.

Ég gæti trúað því að hlutfall þeirra sé svipað hérlendis og ég hef trú á því að þessir krakkar okkar sem við missum í neyslu eiga fleirri en færri við einhverjar raskanir að etja.

Það þarf skilning á röskuninni og áhættuhegðuninni.

Langaði bara að deila þessu með ykkur..........

Nú sonurinn kemur í leyfi á morgun ég fór á fund í gær á meðferðarstaðnum hans og það var lagt upp plan fyrir fríið...... bara flott plan..... Hann ætlar að byrja að graffa vegginn inni hjá litlu systur sinni en hún er búin að bíða lengi eftir því að stóri bróðir sem er nokkuð þekktur veggjakrotari geri einn vegg flottan inni hjá sér Cool En það er bara flott.... ég vill heldur að hann graffi hér heima en á einhvern vegg þar sem það er ólöglegt.

Nú svo stakk ég uppá því við hann að bjóða þeim edrú vinum sem hann á í mat sem og hann gerði.....fínt að fá góðan félagahóp sterkan inn það styrkir hann og líka nauðsynlegt að vera kominn með gott öryggisnet áður en út er komið...... eftir mat er svo stefnt á að allir fjölmenni með honum á samkomu Halo þá er ekkert eftir nema fara heim í ró.... svo aftur á Hlaðgerðarkot um hádegi daginn eftir í prógrammið...

Kv.Kristín


Tíminn flýgur frá mér.............

Já hann flýgur og ég hleyp á eftir að reyna að ná honum Woundering Nú er kominn mesti anna tíminn í skólanum hjá mér..... ég hreinlega skil ekki hvernig ég á að ná að ljúka öllu í tíma fyrir pró en þessi hugsun kemur alltaf upp síðasta mánuð annarinnar en einhvernvegin tekst kellunni alltaf að klára allt og lesa fyrir prófin Smile 

Nú er sú breyting frá síðustu prófum að allt er í sóma með minn elsta svo ekki eru það áhyggjur af honum sem trufla mig nú......ég er líka þakklát fyrir það...... Hann er svo flottur þessi elska kominn með stöðu stallara í meðferðinni sem þýðir að nú þarf minn að bera heilmikla ábyrgð á staðnum og það eflir hann bara..... hann er stoltur af því að vera treyst fyrir stöðunni og það eflir hans sjálfsálit sem styrkir hann gegn fíkninni. Hann kemur heim á sunnudag og verður með okkur fjölskyldunni yfir nótt og það frábæra er að í mér er engin kvíði Grin Bara æðruleysi og auðmýkt yfir því að þetta er ekki í mínum höndum, ég stjórna því á engan hátt hvað gerist í fríinu en ég get valið að njóta þess sem er í dag og þar er gott að vera.

Allir aðrir á heimilinu eru í súper góðum gír þá skiptir engu hvort um menn, ferfætlinga eða fiðurfénað er að ræða en við búum öll saman í sátt og samlyndi.......og áhyggjulaus........bara notalegt!

Megið þið eiga góðar stundir

Kv.Kristín


Helgarlok!

Þá er þessi helgi á enda og ný vika tekur við. Fréttir helgarinnar hafa bara verið þetta sama og alltaf, ölvun, dóp, stympingar og hraðakstur.... nema vítisenglarnir brutu þetta aðeins upp með því að fljúga til landsins og fá mótökur eins og heiðursmenn og svo bara lögreglufylgd til að ganga úr skugga um að þeir færu í flugvélina aftur og heim..... er ekki alveg búin að mynda mér skoðun á þessu máli Blush Ég er hlynnt því að loka glæpamenn úti, en er samt ekki alveg viss um að hægt sé að kalla alla sem eru í vélhjólasamtökum glæpamenn!!!!!

Ég veit ekki..... ekki eru allir vinir hans sonar míns fíklar...... og ekki allar vinkonur mínar mæður fíkla..

Annars bara allt rosa gott strákurinn blómstrar í meðferðinni svo mín er bara sátt og sæl. Allt að verða vitlaust í náminu hjá mér Undecided en mín verður kominn snemma í jólafrí og byrjar seint aftur eftir áramót.

Kv.Kristín


Askja pandóru?

Ok.... spennandi að sjá hvort eitthvað meira kemur uppúr kassanum á næstunni..... lögreglan er greinilega að fylgjast vel með Fáfnismönnum og vinum þeirra nær og fjær svo spurning hvernig fréttirnar yfir helgina verða!!!

Kv.Kristín


mbl.is Lögreglan lagði hald á vopn í félagsheimili Fáfnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar.

Ég var að lesa frétt inná Vísi þar sem verið er að ræða þann vanda sem fólk stendur frammi fyrir þegar fíklar leggja undir sig íbúð í fjölbýli og eru þar með dópgreni. Einhver fær þessa íbúð leigða og svo kemur raunin í ljós og nágrannarnir eru að sjálfsögðu ekki sáttir, hræddir við fíklana og því sem þeim fylgir, hræddir um börnin sín í þessu umhverfi. Það er líka mjög skiljanlegt finnst mér, ég hef búið með fíklum og það er ekki það auðveldasta.

En ég fór bara að hugsa um hversu lítill réttur fólks er til að losna undan því að hafa dópgreni í nágrenni við sig...... Það hafa nú komið upp dæmi þar sem fólk hefur mótmælt því að hafa sambýli fyrir geðfatlaða í götunni sinni og með þessum mótmælum fengið það í gegn að ekki yrði sambýli í götunni...... en með fíklana þá er annað uppá borðinu...... ég myndi frekar vilja búa nálægt geðfötluðum heldur enn dópgreni.

Mér finnst alveg merkilegt hvað þetta samfélag okkar lokar augunum fyrir þeim vanda sem hér er! Við búum við fíkniefnavanda og það stækkandi...... samt er það einhvernvegin þannig að litið er í hina áttina og lítið gert. Stundum finnst mér eins og fíklarnir okkar séu óhreinu börnin hennar Evu.... falið mein.....

Af syninum Smile hann er ennþá bara flottastur, er að taka leiðsögn og er búin að ná 7.vikum í meðferð...... að vísu voru fyrstu 3.vikurnar í lyfjaskýi en hinar 4. vikurnar skýrar. Hann hefur komið heim í dagsleyfi tvisvar og allt gengið vel, hann hefur verið að tengjast sistkynum sínum á ný og kemur til að eiga daginn í dag með okkur hérna heima. Svo við erum að njóta þess að vera á þessum stað í dag.

Eigið góðan dag.

Kv.Kristín


Þakklæti er mér ofarlega í huga.

Allt það besta að frétta af mér og mínum. Minn elsti enn í meðferðinni og gengur bara vel það er eiginlega kraftaverk að hann skuli vera kominn þangað sem hann er kominn sálarlega. Hann er að taka leiðsögn og gera það sem honum er bent á að gera....... frábært.........Svo mín er bara að njóta þess að njóta Smile 

Nú ég eyddi helginni í að selja engla fyrir vímulausa æsku og mun leggja mig alla framm  við englasölu á næstunni, þannig er að vímulaus æska er með foreldrahús sem er að mínu mati lífsnauðsynleg starfsemi fyrir alla sem þekkja til fíkniefnaneyslu, fíkla, foreldra, sistkyni eða aðra aðstandendur. En nú er svo komið að starfsemin er að missa húsnæðið sem hún hefur undir starfið og það vantar peninga til að komast í annað húsnæði.

Mér finnst klárlega að þessi peningur ætti að koma frá ríkinu en ekki eru allir sammála mér þar.... svo ef einhver sem les þetta á endalaust mikin pening þá hvet ég hin sama til að styrkja vímulausa æsku Cool 

Ég get talað af eigin reynslu þegar ég segi... ef ég hefði ekki átt kost á því að sækja stuðning niðrí Foreldrahús þegar drengurinn minn féll eftir edrúmennskuna síðast þá væri ég eflaust bara vansæl og niðurbrotinn. Á þessum tíma síðan hann féll er ég búin að upplifa hann nær dauðan vegna neyslu á gjörgjæsludeild milli lífs og dauða í 3. sólahringa, á götunni ekki vitandi hvort hann er heill eða hvort hann er að fremja voðaverk og ýmislegt annað. síðasta ár er búið að vera rússnesk rúletta alla daga hvort hann lifir einn dag enn eða hvað?

En ég hef með góðum stuðningi Foreldrahúss náð að styrkja mig og ganga í gegnum allan þennan pakka af æðruleysi og auðmýkt. Ég hef fengið tækifæri til að miðla reynslu minni öðrum til hjálpar og nú fæ ég að þakka fyrir mig með því að leggja mitt af mörkum.

Kv.Kristín


Áhyggjuefni!

Það er áhyggjuefni hve mikið af ungum ökumönnum eru teknir undir áhrifum áfengis eða ávanalyfja á ökutækjum. Við hin sem erum algáð í umferðinni getum ekki sætt okkur við þetta. Spurning hvort ekki þurfi að efla forvarnarvinnu á þessu sviði og hækka sektir við þá sem aka undir áhrifum, það virðist sem það eina sem virkar er að koma við budduna hjá fólki!!!!!

Góða helgi. Kv. Kristín


mbl.is Úti að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki heima hjá mér : )

Maður vill ekki einu sinni hugsa hvað þessi stúlka hefur mátt þurfa að gera með þessum mönnum eða hvað þeir hafi gert henni. Í þessum heimi er það staðreynd að 16.ára stúlka er mjög nothæf fyrir eldri karlmenn.

Kv.Kristín


mbl.is Fimm handtekin grunuð um fíkniefnaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband