Færsluflokkur: Bloggar

Nýr dagur.

Nýr dagur, ný tækifæri. Ég á litla yndislega bók þar sem stendur eitthvað á þá leið að hver dagur er eins og auð síða og það er okkar að skrifa sögu dagsins á hana. Ég ætla að stefna að því að skrifa eitthvað gott á síðuna í dag Wink

Tónleikarnir í gær voru frábærir, svo fallegir og hlýjir. Það var yndislegt að fara og njóta þess að sitja og hlusta á undurfagra tóna og fallegan boðskap jólanna.

Mér gékk ágætlega að vera í deginum í gær og finn hvernig það gefur mér æðruleysi að fara ekki út fyrir stundina sem er. Þannig er það að við eigum þessa stund hér og nú, fortíðin er að baki og framtíðin óskráð! Það er mitt að njóta andartaksins en ekki dvelja í því sem gæti orðið, ég veit ekkert hvað verður.

Ég er með ágætis dagsplön fyrir daginn í dag og ætla að halda mig við þau eftir bestu getu. Planið er að taka smá syrpu á draslinu hér á bæ Whistling moka aðeins út, enda ekki vanþörf á þegar búa bæði menn, hundar og fuglar saman....hehehehe´

Planið hljóðar líka uppá sporavinnu, hugleiðslu og kyrrð Halo

Ætli það sé ekki líka ein Kringluferð inní myndinni, dóttir mín yndislegust var búin að panta mömmu sína með sér að versla gjafir handa vinkonunum.

Ég bið fyrir götubarninu mínu og vona að allt verði í lagi með hann á hans leið um lífið. Það er ekkert meira sem ég get gert í hans málum, mér er ekki gefin sá máttur að geta breytt honum eða hans lífi. Hann verður að gera það sjálfur með hjálp máttar sem er honum æðri.

Kærleikur til ykkar sem lesið þetta Heart

Kv.Kristín


Á bara þennan dag!

Í dag er nýr dagur og núna á ég bara þennan dag, er að halda mig við að vera í deginum. Það er svo óendanlega sárt að fara út fyrir þennan dag og hugsa um hvernig staðan verður um jólin, var að því í gær. Dagurinn í gær var mér erfiður og sorgin mikil, stundum svo óendanlega sár að ég hélt að ég gæti bara als ekki meira, en ég á sem betur fer svo gott bakland. Í mínu lífi eru konur sem hjálpa mér að vera í núinu og bara í núinu og þar þarf ég að vera.

Ég bakaði piparkökur í gær sem eflaust eru mjög saltar því tárinn trilluðu reglulega á meðan ég hnoðaði og flatti út deigið. En það góða var að ég grét og grét bara nokkuð mikið og í návist annara, fyrir mig er það sigur því ég hef alltaf verið þetta hörkutól sem fellir ekki tár og gefst aldrei upp. Þannig að það var gott að geta grátið aðeins út sorgina yfir því að hafa misst son minn í heim fíknarinnar, ég hef oft misst hann en of sjaldan leift mér að fara í gegnum sorgina.

Ég get ekkert gert nema hugsað til hans í kærleika, ég er fegin að ég sagði honum í gær að ég elska hann. Hann er mikið veikur bæði líkamlega og andlega, stendur vart í lappirnar en fíknin heldur honum uppi, ógeðslegur sjúkdómur sem tortímir hratt. Frétti að hann fékk að sofa í fangaklefa í nótt en veit ekki hvar hann er í dag eða hvernig ástand er á honum, varla gott því hann var illa á sig kominn í nótt.

Ég bið alla að senda honum kærleika.

Ég ætla að halda áfram að vera í deginum í dag og reyna að gera hann góðan. Njóta samvista við hin börnin mín og mannin minn, í kvöld á ég miða á Frostrósartónleikana og þar ætla ég að gleyma lífinu um stund.

Eigið góðar stundir.

Kv.Kristín


Sorg í hjarta.

Vaknaði í morgun við gleðilegt sms frá skólasystur um að einkun í siðfræði væri kominn í hús Smile dreif mig að tölvunni til að kíkja inná Uglu og sá að mín hafði skorað með 8 í lokaeinkun í siðfræði.... bara sátt við það.

Á sömu stundu hringdi síminn og var það sonur minn að segja mér að sá leiðinlegi atburður hefði komið upp að sér hefði verið boðið kókaín í meðferðinni í gærkvöldi og hann hefði látið undan þrýstingi svo nú væri verið að vísa honum út. Hann er sem sé kominn aftur á götuna Crying

Stundum verð ég svo reið út í fíknisjúkdóminn að ég gæti sprungið....arg....Þannig að nú er enn aftur upppi sú staða að vita ekki hvort hann er lífs eða liðin, bið eftir fréttum slæmum eða góðum. Jólin gera mann svo enn meirari og núna finnst mér ömurlegt til þess að hugsa að hann sé úti með sprautuna í handleggnum og ömurleika dópslífsins meðan aðrir njóta jóla. Það fyllir mig sorg, sorg sem er ekki ný en alltaf jafn erfið. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér finnst ég hafa misst hann en það er alltaf jafnvont.

Ég er þakklát fyrir það bakland sem ég á Foreldrahús, samtökin og fólkið allt í kringum mig, ef ég hefði það ekki væri ég eflaust andlega búin, sennilega bara inn á geðdeild. Þetta ár hefur verið erfiðast af öllum þeim árum sem ég hef átt með honum syni mínum en að sama skapi hef ég átt dýrmætasta stuðninginn þetta árið.

En lífið heldur áfram og mín þykist nú ætla að baka eitthvað í dag með hinum börnunum.

Hafið það gott.

Kv.Kristín


Bullandi fíkn...

Yrði ekki hissa þó minn yrði kominn aftur á götuna fyrir jól Crying Hann er drulluveikur en hausin á honum er úti og í bullandi fíkn.

Hitti hann aðeins í gær og minnn maður er búin að vera með ofsjónir og er illa áttaður....svo vantar honum svo agalega einhvern bakpoka!

Æ ég vona að hann hangi inni þar til yfir jólin, það er einhvernvegin svo ömurlegt að vita af honum í greni á meðan við hin kílum okkur út af jólamat og tilheyrandi. Ég hef ákveðið að kaupa ekki jólagjöfina hans fyrr en á Þorláksmessu. Ég keypti ekki afmælisgjöfina hans fyrr en á afmælinu hans eflaust er þetta einhver vörn en ég sé ekki ástæðu til að kaupa gjöf og vita ekki hvort ég get afhent hana.

Annars er mín ágæt bara, tók aðeins smá hreingerningu í eldhúsinu og komst að því að ekki hef ég nú verið dugleg að baka Whistling í bökunarskúffunni var meira og minna allt útrunnið Blush svo spurning um að taka sig á í því hlutverki.

Ætla að fara út í vonda veðrið og versla inn í jólabaksturinn.

Kv. Kristín


Góður dagur.

Dagurinn í dag er búin að vera góður, við hjónakornin skunduðum í bæin í morgun og kláruðum að kaupa jólagjafirnar, tókum okkur góðan tíma og settumst inná kaffihús og höfðum það notalegt við kaupin. Ekkert stress í kringum jólagjafirnar bara nutum þess að kaupa handa okkar nánustu.

Mín tók sig til og lá bara í leti eftir það Smile og í letikastinu fékk ég löngun til að láta renna í bað og liggja þar meðp indíána hugleiðsludiskinn minn í ca. klukkutíma og fór svo endurnærð á flottan fund.

Heyrði í syninum í dag. Hann er enn mjög slappur á sál og líkama en er inni enn svo er á meðan er. Ég hef verið að hugsa um það undanfarið hvað ég er lánsöm að hafa einhverstaðar á þessari leið okkar mæðgnana náð að aftengja. Að ég skuli njóta þeirrar blessunar að geta séð son minn sem yndislega persónu þrátt fyrir ljótleika fíknisjúkdómsins.

Ég held að ef við missum sjónir af því að fíkillinn okkar er manneskja þá séum við illa stödd. Fíklarnir sem við mætum og eru að fremja ýmis voðaverk eru manneskjur, börn, sistkyni eða foreldrar einhvers mér finnst það stundum gleymast.

Jæja þetta eru nú bara svona hugleiðingar hjá mér.

Eigið góðar stundir.

Kv.Kristín


Held í vonina.

Þessi kona horfði á fréttirnar á Ruv í kvöld og fagnar stórum orðum Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um það að þrjár vikur skuli duga til að leysa úr málum Foreldrahúsa Smile svo vonandi fæ ég og aðrir jólagjöfina sem ég óskaði mér.

Mér fannst samt dálítið pirrandi að hún talaði ekki um mikilvægi þess að Foreldrahús væri til fyrir aðstandendur fíkla, heldur einungis það starf sem snýr að fíklunum, sem er frábært starf en hitt er ekki minna mikilvægt.

Stundum finnst mér skorta skilning á hugtakinu fjölskyldusjúkdómur og þar með eru áherslunar kanski ekki alveg í takt við það. Málið er að við aðstandendur erum oft ekki minna sjúk á sálinni en fíklarnir okkar og uppgjafahugsanir leita á okkur. En við höfum tækifæri rétt eins og fíkillinn til að byggja okkur upp og taka á eigin meðvirkni til þess eru leiðir eins og stuðningur hjá Foreldrahúsum og 12.sporavinna. Það bjargaði minni geðheilsu Smile 

Staðan á fíklinum mínum er slæm, hann er mjög veikur af fráhvörfum. Ég heyrði í honum í síma á áðan og það var mjög erfitt að skilja hann, hann er þvoglumæltur og drafandi sem kemur til vegna fráhvarfslyfja og líkamlegri og andlegri heilsu hans. Við spjölluðum um stund þar sem hann var að tala um hvað hann væri með mikin móral vegna þess að hann hefði gert eitt og annað í dópvímunni, ég benti honum á að það þýddi ekki að dvelja í því sem búið er heldur væri málið núna að vera í andartakinu og þannig byggja upp.

Ég ræddi það líka við hann að fráhvörfin færu alltaf versnandi og að hann vissi það að ef hann héldi áfram að dópa yrðu þau verri næst. Hann svaraði á þessa leið

,, mamma það verður ekkert næst,ef ég fer og dópa meira þá er ég bara dauður,,

Það er sennilega rétt hjá honum og þessvegna vonandi að nú sé kominn sú örvænting sem nægir honum til að rétta úr kútnum og feta sporinn 12 í framtíðinni.

Ég er enn að ná mér niður eftir hasarinn og prófalesturinn, finnst sem ég eigi að vera á þönum.

Eigið góðar stundir. Kv.kristín


Ég er þessi móðir!

Ég á mér eina ósk um jólagjöf þetta árið og það er að Foreldrahús fái þessar fáu milljónir sem þarf til að halda starfseminni gangandi.

Staðan hjá okkur er eldfim, þó fíkillinn sé inná meðferðarheimili er ekkert öruggt. Hann er alveg fárveikur og ekki smuga fyrir nokkurn mann að spá um hvernig fer, hvort hann nær einhverjum árangri, fer og verður stjórnlaus á götunni eða bara deyr. Og núna rétt fyrir viðkvæmasta tíma ársins er nógu erfitt að hugsa til jólanna og hvaða ástand verður á honum þá og þurfa líka að vera með í maganum um hvort ég sé að missa lífsbjörgina okkar hinna. Trúið mér ég veit að nákvæmlega svona er staðan á fleirri bæjum en mínum og kvíðahnútur magnast upp hjá fólki vegna ótta við að Foreldrahús verði húsnæðislaust.

Nú styttist í að þing fari í jólafrí og ef ekki er kominn lausn þá á málinu er útlitið svart.

Ég vona að ég fái þessa jólagjöfWhistling

Eigið góðar stundir.

Kv.Kristín


mbl.is Foreldrahúsi lokað um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennufall.

Þá eru prófin frá Smile Svo framundan er að sinna sjálfum sér af alúð og gera allt mögulegt sem manni dettur í hug til að dekra líkama og sál....Það veitir sko ekki af eftir þessa törn því oft hefur verið mikið að gerast í kringum mig á prófatímabili en aldrei eins og nú Crying

Ég ætla að byrja á því að hæla sjálfri mér!!! ég NÁÐI aðferðarfræðiprófinu Wink svo mín er bara hörkunagli.

Nú mig langar að þakka Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra alveg sérstaklega fyrir kvittið við færsluna fjölskyldusjúkdómur, en að sama skapi lýsa yfir hvað mér þykir leiðinlegt að ekki sjást nöfn fleirri þingmanna eða ráðherra....... það koma jú aftur kosningar......ég sendi mail á slatta af þingmönnum og ráðherrum. Ég mailaði reyndar líka á fjölmiðlafólk og Sirrý kvittaði um hæl og eitthvað hef ég heyrt frá fleirri fjölmiðlum sem hafa áhuga á að fjalla um málið.

Sonurinn er búin að ala manninn á götunni og í dópgrenni ekki langt frá mér ég hef haft spurnir af honum, frekar neikvæðar eins og gengur með fíkla sem eru stjórnlausir á götum borgarinnar. En hann mætti hér heim í gær fékk lánaðan heimasíman til að hringja á meðferðarstaðinn sem hann var á og viti menn hann var tekinn inn og ég veit ekki betur en að hann sé þar enn, hef ekkert heyrt en veit af fenginni reynslu að það kemur í ljós fljótlega.

Alla vega er friður eins og er.

Mín fór í síðasta prófið í morgun, gékk bara þokkalega.... bíst við að hafa náð, allavega þar til annað kemur í ljós. Eftir próf fórum við sex stykki úr bekknum á Ítalíu og fengum okkur góðan hádegismat til að fagna próflokum og langþráðu jólafríi..Svo kom mín heim og er búin að vera eins og sprungin blaðra í allan dag, sofa og dorma alveg algerlega orkulaus eftir lesturinn, átökin og svefnleysið.

Kvittið er og verður enn í gangi líka færslan með styrktarlínu Foreldrahúss.

Takk fyrir yndislega góð og hlý komment.

Eigið góðar stundir.

Kv:Kristín


Gott og vont, þannig er lífið.

Mér finnst gaman að segja frá því að góð viðbrögð hafa verið vegna umræðu minnar og áskorana um undirskriftir vegna áframhaldandi starfsemi Fopreldrahús.

Mér barst Svarbréf frá aðstoðamanni ráðherra, þar sem hann lýsir yfir vilja til að sjá starfsemina blóstra.....svo er bara að sjá hvað gerist hjá þeim háu herrum.

Nokkuð hefur verið um að einstaklingar og fyrirtæki hafi haft samband til að afla sér upplýsinga um hvernig megi styrkja Vímulausa æsku/Foreldrahús beint.Smile Til að mæta þeim sem hafa áhuga á að styrkja þessa frábæru og ómissandi starfsemi set ég hér inn link á heimasíðu Vímulausrar æsku og reiknisnúmer yfir styrktarlínuna þeirra.

http://vimulaus.is/forsida/

Eftirfarandi er reikningur og kennitala styrktarlínunar.

Banki. 0101-26-7468

kt. 560586-1329

Af okkur er svo það að frétta að fíkillinn minn er ekki í góðu ástandi Crying hef haft spurnir af honum hingað og þangað um borgina, aðallega slæmar. Þannig að það er svolítið erfitt að einbeita sér að prófalestri....

En mín tók nú annað prófið í morgun og þá er bara eitt eftir á föstudag, ég vona bara að ekkert alvarlegt komi fyrir hann son minn á því tímabili.

Takk fyrir alveg yndislegan stuðning, ég er rík af góðu fólki Grin

Minni aftur á fyrir þá sem ekki eru búnir að setja undirskrift við færsluna fjölskyldusjúkdómur en hafa áhuga á að starf Foreldrahúss haldi áfram að kvitta þar.

Sendi bæði þingm0nnum og fjölmiðlafólki mail með link á færsluna svo fylgjumst með ef við sjáum einhver nöfn....við erum jú kjósendur Wink

Eigið góðar stundir.

Kv.Kristín


Rúsnesk rúlletta.

Það má líkja því við rúsneska rúllettu að eiga son sem er fíkill, maður veit aldrei hvað gerist á næstu mínútu en lærir að njóta andartaksins.

Hann fór út af Vogi í dag um kl.14.... það var högg Frown Um kl. 19 sá vinkona mín hann útúrdópaðan á pizzastað.... svo við vitum ekki hvað er framundan.

Ég þakka þeim sem hafa skrifað undir síðustu færslu FJÖLSKYLDUSJÚkD'OMUR. Ég bið ykkur að halda áfram að kvitta því ég og margir fleiri þurfum að halda Foreldrahúsum.

Kv.Kristín

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband