Færsluflokkur: Bloggar
Mín er búin að sitja við tölvuna í allan dag og fylgjast með veðrinu og færð!
Hellisheiðin er lokuð og þar er óveður og það er alveg sama hvað ég kíki oft og bið mikið þannig er staðan. Er að spá í hvort minn æðri máttur sé að sýna mér vanmátt minn Alla vega ég er algerlega vanmáttug gagnvart veðrinu og fæ því ekki breytt.
Ég hef lært það að mótlæti, hvort sem það er stórt eða lítið gefur manni kost á að sjá það jákvæða í tilverunni og ég trúi því að það verði bara enn skemmtilegra að heimsækja Ragnar næsta sunnudag Hann verður bara flottari og kominn lengra í sínum bata þá.
Mig langaði að fá að faðma hana Þóru og senda hana með smá kærleika frá mér til Spánar en sendi henni kærleika í bæn og faðma hana þegar við sjáumst næst.... Hlakka til að fá kvitt frá henni þegar hún er komin á Spán
Ætla núna að fara að nýta daginn í lestur skólabóka.
Kærleikskveðjur.Kristín
Bloggar | 27.1.2008 | 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það er vitlaust veður Var vakinn við símtal frá ragnari þar sem hann hafði áhyggjur af því að við kæmumst ekki vegna veðurs en sagði jafnframt til að halda voninni að starfsmaður hefði komist og við kæmumst ábyggilega ef við keyrðum hægt
Ætla að sjá til, ég er lítið fyrir að leika mér af náttúruöflunum. Finnst alveg hrikalega leiðinlegt að komast ekki en tek ekki sensin á að leggja alla fjölskylduna í óþarfa áhættu. Þannig að eins og Guðbjörg kommentaði við síðustu færslu: gengur bara betur næst og verður þá bara enn skemmtilegra að hitta hann. Hefði samt viljað sjá hana Þóru áður en hún kveður og fer í sólina og ömmu Gyðu.
En það er nú ekki öll von úti enn ég trúi því að mér sé ætlað að komast og fá súkkulaðiköku aðeins að bæta á mjaðmirnar, ekki mega þær nú rýrna
Eigið góðan dag.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 27.1.2008 | 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Var að glugga í kærleiksbókina mína og verð að deila með ykkur svolitlu sem mér fannst magnað!
Við sem lifðum af dvöl í útrýmingarbúðum munum mennina sem gengu gegnum skálana og veittu öðrum hjálp og huggun, gáfu síðasta brauðbitan sinn.
Víst voru þeir fáir en þó næg sönnun þess að hægt er að taka allt frá manni nema eitt;
Síðasta frelsi mannsins til að velja viðhorf sitt við tilteknar aðstæður, að kjósa sér sjálfur leið.
Viktor Frankl.
Það er málið við veljum okkur alltaf viðhorf og höfum alltaf val um leið
Ég sveiflast á milli vonar og ótta við veðrið... vona að verðið verði gott á morgun svo ég komist austur að heimsækja ragnar og óttast að veðurspáinn gangi eftir og ég komist ekki.
Ligg á bæn við veðurguðina, ef þarf að verða vitlaust veður eina ferðina enn látið það þá verða í nótt og fínt á milli kl.13 og 16 á morgun
Eigið góðar stundir.
Kv.Kristín
Bloggar | 26.1.2008 | 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nú er pressan að gera vart við sig! Endalaust mikill lestur og verkefnavinna en mín búin að setja sér upp vinnu skema og taka ákvörðun um að bæta ekki neinu á sig
Heyrði í syninum í gær.... hann alveg í svaka góðum gír, kominn með titilinn batabolti frá starfsfólkinu fyrir austan enda í flottum bata. Áttum yndislegt símtal þar sem við ræddum lífið og tilveruna, hann talaði um klippinguna sína og sagði að hann væri svo ánægður með að fíkla útlitið væri að hverfa..Spjölluðum líka um það að nú væri að styttast í að vinkona hans sem er með honum fyrir austan og er líka batabolti fer bráðum úr meðferðinni og til Spánar. Þar er söknuður en þau fá að senda hvort öðru e-mail 1. sinni í viku svo er aldrei að vita nema flogið verði yfir hafið seinna og vinkonan heimsótt Hann er spenntur fyrir sunnudeginum eins og við hin, það verður gaman að heimsækja hann. Ég er farinn að telja niður
Lifið heil og njótið.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 24.1.2008 | 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Á meðan það er líf þá er von. Setning sem ég gjarnan hlýjaði mér við þegar sonurinn var sem verst farinn. En það er staðreynd að þetta er satt. Ég hef stundum þurft af öllu afli að blása lífi í vonina en ég hef aldrei leyft henni að deyja.
Í dag uppsker ég... Minn er í flottum bata, lyfin hafa verið að fjúka og Ragnar minn að stíga fram fyrir fíkilinn sem er að kveðja. Fékk óvænt sendar myndir af honum frá einni konu sem er mér orðin mjög kær, reyndar tveimur... mæðgum. Hann var svo bjartur og fallegur á þeim og það sem mér þótti best var að fíkla útlitið er farið, hann er búin að klippa sig stutt og er svo herralegur og fínn. Mér fannst frábært þegar hún systir hans horfði á myndirnar og sagði brosandi,, mamma hann er eins og þegar hann fermdist svo bjartur og fallegur,, Henni fannst hann eins og áður en hann byrjaði í neyslu.
Mikið fannst mér það gott að sjá systur hans fá vonina aftur, hún hafði nefnilega gefist upp á henni og misst alla trú á að það væri til meðferð sem gæti hjálpað honum, en núna er hún ákveðin í að koma með að hemsækja hann. Já okkur hlakkar öll til á sunnudag þá fáum við að heimsækja hann. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem okkur hlakkar til að heimsækja hann þegar hann er í meðferð. Ég hef ekki hitt hann í 4 vikur en ég hef heyrt mikla viðhorfsbreytingu í símtölum okkar. Fyrstu símtöl gáfu til kynna að minn ætlaði nú svona að taka stöðuna á þessu öllu en svo hafa þau þróast í þá átt að hann er sáttur og líður betur með sjálfan sig.
Mér finnst mitt líf fullt af gjöfum í dag og ég fá skemmtileg tækifæri í lífinu. Skólinn er mjög áhugaverður núna og nóg annað um að vera..... hehehe.... algert umbylting frá langa jólafríinu nú fer mig að vanta klukkustundir í sólahringinn.... en bara af því það eru mörg skemmtileg og ják´væð verkefni í gangi.
Eigið góðar stundir.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 21.1.2008 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Hún hafði ekkert heyrt í honum í nokkra daga. Hugur hennar var stöðugt hjá honum, hvar er hann er hann búin að borða eitthvað er einhver að berja hann er hann yfirleitt á lífi? Þessar spurningar sóttu stöðugt að í huga hennar og óttinn var alsráðandi. Hún kipptist við í hvert sinn sem síminn hringdi og var bæði í senn að vona og óttast að það væri hann! En svo var það ekki hann heldur bara einhver að spyrja hvort hún hefði frétt eitthvað af honum, hvort hún ætlaði ekki að gera eitthvað, fara að leita eða bara eitthvað. Hún var að sprynga í þessum samtölum og þegar þeim lauk fór hausin aftur af stað, hafði hann borðað eitthvað þessa daga sem hann var búin að vera á götunni??? Hún hugsaði aldrei um það að hún hafði varla borðað nokkuð þessa daga, aðeins lifað á kaffi og tóbaki. Hún hafði barið sig niður með ásökunum og hugsað um að eina leiðin út væri að enda þetta ömurlega líf.
Hún er ég eins og ég var í fortíðinni, áður en ég gafst upp fyrir henni og fór að leita aðstoðar og fann mig Ég hugsa vel um mig, búin að læra það að ég hjálpa engum með því að níðast á sjálfri mér, ég hugsa ekki um það hvort hann hafi borðað ef hann er á götunni ég veit að matur er það síðasta sem honum vantar þar..... en hann er ekki á götunni lengur og ég nýt þess að vita að hann borðar og þarf mat í dag. Ég nýt þess líka hafa fundið mig og er sátt við mig. Ég á yndislegt líf sem er fullt af góðum gjöfum, lífið mitt bíður mér upp á verkefni til að takast á við og ég er glöð yfir að hafa fengið að takast á við mörg erfið en þroskandi verkefni.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 19.1.2008 | 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ég er þess fullviss að Gandhi hafði rétt fyrir sér þegar hann talaði um að kærleikur væri besta vopnið!
Þannig er staðan hjá mér að sonur minn hringdi í gær og hann er á alveg dásamlegum stað.... algerlega... ég var ekki viss um stund hvort þetta væri hann sem talaði... en jú þetta var hann sonurinn sem hefur verið tíndur í fíklinum, hann er að ná í gegn og ég er þakklát fyrir það og nýt þessa andartaks OK... þið eruð eflaust að hugsa hvað kemur þetta kærleikanum við? jú máttur kærleikans er mikill, þegar ég fór að tækla hann með kærleika í stað reiði þá gat ég lokað á hann og sagt á sama tíma ég elska þig og á enga von heitari en að þú komir úr fíkninni... auðvitað fann ég til, ég er jú sem betur fer mannleg og partur af mennskunni eru tilfinningar og það eru sárar tilfinningar sem fylgja því að sjá á eftir barninu sínu í heim fíknar.
Það var samt svo miklu verra þegar ég var á þeim stað að loka í hörku og frysti tilfinningarnar og reyndi eftir bestu getu að vera ekki mannleg. Það var verra fyrir okkur bæði. Því í hvert sinn sem ég sagði ég elska þig en þú verður að fara.... þá stráði ég inn kærleikskorni sem nýtist barninu mínu til að muna að til er ást og betra líf.
Vá máttur guðs er mikill.... ég veit það...ég nýt þess að eiga þessa stund í núinu með honum syni mínum því hún er óendanlega dýrmæt... hvað sem morgundagurinn gefur okkur.
Kærleikurinn lifi.
Kv.Kristín
Bloggar | 17.1.2008 | 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ég fékk yndislega bók í jólagjöf sem er full af kærleikskornum. Mér finnst gott að lesa korn á dag... hér er eitt til ykkar
Óendanlegur kærleikur er vopn, öllu öðru sterkara.
Hann er hið æðsta hnoss lífsins.
Hann einkennir hinn hughrausta, er afltaug hans.
Hann er ekki innan seilingar heigulsins.
Kærleikurinn er ekki stirð líflaus kennisetning.
Heldur lifandi og frjótt afl.
Hann er aðalsmerki í hjartanu.
Þetta sagði Gandhi.... magnað
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 17.1.2008 | 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það er allt og ekkert að brjótast um í mínum haus núna. Skólinn kominn af stað og hversdagslífið gott, mér finnst gott að hafa reglu á ákveðnum atriðum og gott að hafa verkefni til að takast á við
Ég hef verið mjög upptekin af því hvað ég er lánsöm og hef mikið til að þakka fyrir. Lífið er uppfullt af skemmtilegum uppákomum og óvæntum erfiðleikum, þannig er því háttað hjá okkur öllum. Ég hef fengið ríflegan skammt af hvorutveggja þar liggur þakklæti mitt. Þakklæti fyrir að hafa fengið að takast á við erfiðleikana og þann þroska sem ég hef öðlast við það og fyrir þau ævintýri sem gleðja sálina og setja á mann broshrukkur, mér finnst broshrukkur yndislegar því þær eru merki um gleðina sem við hljótum og aðrar hrukkur eru krúttleg merki þroska
Ég kláraði og sendi afleiðingarverkefnið fyrir helgina og er ánægð með hvað mér tókst að fara inná við og sækja minningarnar og skila þeim af mér í kærleika til hans sonar míns. Ég bíð spennt eftir að heyra frá honum þegar hann hefur tekist á við verkefnið, sjá hvernig það hreyfirvið honum. Það hreyfði við mér að vinna það, ekki á neikvæðan hátt heldur á þann hátt að það var gott að finna hvernig maður hefur þroskast við hvert högg og orðið hæfari til að takast á við hlutina og já þakklæti, ég fylltist þakklæti þegar ég var búin vegna þess að fyrir mig var þetta líka skoðun á mig sjálfa.
Ég er sátt, mjög sátt við lífið og þau verkefni sem það færir mér. Ég er sátt við fíkillinn minn glöð að hann er á góðum stað en fullmeðvituð um hvernig sjúkdómurinn er og ég hef ekki hugmynd hvað er framundan en núna er góður tími í dag og það er mitt að njóta dagsins. Ég nýt andartaksins, kærleikans og verkefna lífsins.
Njótið stundarinnar.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 16.1.2008 | 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tók mér aðeins frí frá tölvunni, fannst hún vera farinn að hafa aðeins of mikið vald á mínu lífi svo ég skellti mér í tölvuafeitrun og er öll miklu frjálsari
Hundur heimilisins þessi sem var að missa kúlurnar sínar er aldeilis búin að reyna allt hvað hann getur til að rífa upp saumana. Hann er búin að mölbrjóta tvo skerma og á þessari stundu er verið að hanna á hann smokk til að klæða hann í. Ekki séns að hann mölvi smokkinn en ég hef nú grun um að hann bara éti hann
Heyrði í syninum í gær og alveg hreint frábært hljóð í honum, mikið gott. Minn er batabolti eins og er og ég svo sannarlega nýt þess að vita af honum á góðu stað og í góðum gír. Hlakka til að fara austur og heimsækja hann.
Byrjuð í skólanum og hann leggst vel í mig, þetta varður töff önn þar sem hún er bara 9.vikur og ætlunin að klára tvo 5.eininga áfanga með stæl.
Annars er ég bara stútfull af þakklæti og gleði. Við mér blasir á hverjum degi eitthvað sem ég get þakkað fyrir og það er óendanlega góður staður til að vera á. Máttur sporanna er mikill.
Eigið góðan dag.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 15.1.2008 | 11:04 (breytt kl. 11:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar