Fjölskyldusjúkdómur.

Ég hef verið þess aðnjótandi að fá leiðsögn og stuðning hjá vímulausri æsku. Vímulaus æska er staðsett í húsi sem ber nafnið Foreldrahús. Vinnan sem þar fer fram snýr að öllum þeim sem koma að fíklum og fíklinum sjálfum. Fíklar hafa verið partur af mínu lífi síðan ég var barn og sonur minn verið minn fíkill nr.1 síðustu sjö ár, rúmlega það.

Á þessu sjö ára tímabili sem ég hef mátt berjast af öllum mínum mætti fyrir son minn. Þá hefur fókusin í þjóðarsálinni verið á hann sem fíkil en ekki fjölskyldu hans. Merkilegt þegar við hugum að því að alkahólismi/fíkn er viðurkenndur fjölskyldusjúkdómur. Þar af leiðandi ekki minna mikilvægt að sinna öðrum fjölskyldu meðlimum.

Hjá Foreldrahúsum höfum við hjónin fengið ómetanlegan stuðning til að byggja okkur upp til að við verðum hæfari til að sinna okkur og öðrum í kringum okkur en börnin okkar þrjú hafa líka fengið stuðning, fíkillinn okkar sótti eftirmeðferð hjá Foreldrahúsum þá átta mánuði sem hann náði edrúmennsku og á þeim tíma var jafn mikilvægt að mæta þangað fyrir hann eins og að fara á AA-fundi. Yngri börnin sem vissulega hafa mátt fara í gegnum erfiðar tilfinningar vegna neyslu bróður síns hafa fengið hjálp. Foreldrahús er með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn sem eru alveg frábær og góð forvörn fyrir þau.

En nú er svo komið að Foreldrahús missir húsnæði sitt um áramót og það vekur upp ótta í okkur sem þangað sækjum, ótta um hvort hætta sé á að starfsemi þess leggjist út af. Allt hefur þetta með fjármagn að gera og ég vona svo sannarlega að stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi þess að sinna allri fjölskyldunni. það kostar ábyggilega meira fyrir samfélagið að foreldrar missi geðheilsuna og verði heilbrigðis og félagslegt vandamál heldur en að sinna þessu fólki og byggja það upp til að verða hæfara til að takast á við sjúkdóminn.

Ég tók mig til og sendi ráðherrum e-mail í gærkveldi þar sem ég sagði þeim örlítið af minni sögu og hvernig það breytti minni líðan að njóta handleiðslu þeirra sem eru að vinna í Foreldrahúsum. Jafnframt skoraði ég á þá að skoða málið og bregðast við. Staðreyndin er sú að við aðstandendur verðum oft verr sett andlega en fíklarnir, fíklarnir hafa það fram yfir okkur að fara vímaðir/deyfðir í gegnum þetta en við erum algáð og örvæntingarfull.

Ég segi það hiklaust að Foreldrahús hefur hjálpað mér að ná því að verða sátt og hamingjusöm manneskja. Eftir að ég byrjaði að sækja til þeirra hafa mál sonar míns verið mjög erfið, hann hefur lent á gjörgæslu vegna of stórs skammts og honum var ekki hugað líf, hann hefur lent í fangelsi, verið veikari og veikari en ég hef styrkst og getað tekist á við þessa atburði. Í dag veit ég að ég á rétt á mínu lífi þrátt fyrir hans val, ég þarf ekki að velja eymdina með honum. Ég get elskað son minn, þrátt fyrir að geta ekki átt samleið með fíklinum.

Ég hvet alla þá sem einhverntíman hafa þurft á Foreldrahúsum að halda að kvitta undir þessa færslu og alla þá sem telja þessa starfsemi skipta máli.

Leyfi ykkur að fylgjast með hvort ég fæ spurnir af því að ráðherrarnir hafi lesið mailið frá mér Wink nema þeir kvitti bara hér þar sem ég lét link fylgja mailinu ef þeir vildu kynna sér líf móður fíkils. hehehe

Eigið góðar stundir.

Kristín.

Ps. Stráksi er enn inná Vogi!


Þyrnirósarsvefn : )

Rólegur dagur í dag.

Reyndar svaf ég svo skelfilega fast að ég hef aldrei lent í öðru eins! Vaknaði í morgun rétt fyrir kl.10 við síman og þar var skólasystir mín sem að sjálfsögðu átti von á því að kellan væri á leið í skólan, en nei mín rauk upp með andfælum og kíkti inn í herbergi barnanna til að athuga hvort þau svæfu af sér skólan líkt og móðirinn. Sem betur fer eru ungarnir mínir frábærlega duglegir og voru farinn í skólan Wink Bóndin svaf eins og grjót líka.

Ég er viss um að þssi ofursvefn er bara eftir átök undanfarinna daga, því sama hvað maður byggir sig upp og öðlast góða hæfni til að takast á við erfiðleikana þá taka þeir alltaf toll af manni og oftar en ekki kemur það einmitt þegar lægir FootinMouth

Tók daginn í að vinna verkefni og ná einbeitningunni í fócus....tja allavegana einhvern fócus. Eins gott að fara að ná þessum fócus, fyrsta prófið næsta þriðjudag og það tölfræðin Frown

Nú af piltnum mínum er það að frétta að hann er inná Vogi, finnst reyndar dvölin þar frekar leiðinleg af því það er enginn inni sem hann þekkir. Veit ekki alveg hvað hann verður lengi þar en það kemur í ljós hvort minn maður gengur út eða ekki. Er allavegana þar sem stendur og það er nóg í bili.

Læt þetta duga í bili, hafið það sem best.

Kv.Kristín


Blessun er yfir barni þó fíkill sé.

Jæja ég er svo aldeilis þakklát fyrir hvernig oft eru leiddar til okkar lausnir sem við eigum ekki von á.

Sonurinn mætti hér óvænt í gærdag, heldur illa á sig kominn, skítugur og aumur. Ég setti mig í gírinn og bjó mig undir að þurfa að vísa honum frá, sem alltaf er það erfiðasta sem maður gerir þó maður viti að það sé það eina í stöðunni.

En allavega ca.10 mín eftir að hann birtist hringir bóndinn minn og segir mér það að lögreglan hafi hringt í sig og að þannig sé búið að ganga frá hans málum að hann eigi pláss inná Vog í fyrramálið og svo fari hann beint í úttekt, þar sem Ragnar minn var hér spurði ég hann hvort hann vildi þyggja þennan kost og hann svaraði játandi Smile Svo það var úr að hann fékk að vera hérna heima í nótt en einungis gegn því að hann færi ekkert út og ég fengi að leita á honum.

Hann var hér enn í morgun og fór á Vog kl. 10 í morgun og er allavegana þar núna. Svo kemur bara í ljós hvort hann verður þar áfram eða fer þaðan út.

Þetta er leið lögreglunar til að koma honum af götunni og í úttekt, í hans tilfelli er þetta kanski eina tækifærið hans. Á meðan hann stendur sig og er inná Vogi að gera eitthvað af viti á hann möguleika á því að fara í uppbyggilegri refsingu... sem sagt inná góðan gang á Litla Hrauni eða jafnvel í Kópavoginn..

Hann var ansi framlár í morgun enda fráhvörfin búin að vera að stigmagnast frá því í gær og slæmur húðlitur á honum grár eftir condagilið og hendurnar bláleitar, ekki gott blóðflæði þar.

En ég er ánægð, nú allavegana veit ég hvar hann er og vona bara að hann gangi ekki út af Vogi eins og oft áður.

Það gefur manni ákveðna ró að vita af unganum Smile á Vogi..

Svo nú er bara að leggjast á bæn og biðja þess að hann verði inná Vogi fram að úttekt.

Veit það hljómar eflaust undarlega fyrir suma að móðir vilji barn í úttekt en það gæti einmitt bjargað hans lífi.

Kærleikskveðjur.

               Kristín.


Sonur Minn.

Langaði að deila með ykkur ljóði sem maðurinn minn samdi í kvöld. Þetta ljóð lýsir því hvernig okkur foreldrum líður.

 

Sonur minn.

 Hann drengur var lítill, duglegur og góður

Í dag er hann fíkill, siðlaus og óður

Hann á götunni dvelur, stendur á sama

Hann fíkniefni selur, engan á frama

Sprautan er vífið, hana hann velur

svona er lífið, sálina hann selur

Víst vill hann hætta, hjálp á hann hrópar

en daginn þann næsta, aftur hann dópar 

Eitt er það sem ég nú verð að segja

það sárt er að sjá hann smásaman deyja

Því þrátt fyrir eymdina og angistarhrópið

alltaf að lokum það sigrar hvelvítis dópið

Þrátt fyrir það að allt sé nú svona

þá áfram ég held að biðja og vona

Að tími þessi senn sé nú liðinn

að sér hann sjái og finni nú friðinn 

Eigið þið góða nótt og megi morgundagurinn færa okkur öllum eitthvað gottHeart

Kv.kristín


Lífið heldur áfram.

Þrátt fyrir að mikið sé að gerast akkúrat núna þá náði mín að klára ritgerðina og kynninguna á henni í gærkveldi og skila hvorutveggja af sér í morgun Cool flott svo það er frá.... Skila svo ritgerðinni í siðfræði sem við unnum tvær saman á morgun, svo skólaverkefnin tínast allavegana frá... sem er mikið gott.

Hef ekkert heyrt af drengnum mínum síðan hann var látin laus í gær Crying Þannig að veit ekki hvernig staðan er þar. Svo ég bíð bara fregna Frown

Einhvern vegin hef ég tamið mér það á mínu verstu stundum að horfa á það jákvæða og í morgun þegar ég kom við á bensínstöðinni þegar ég var á leið í skólan brosti afgreiðslustúlkan til mín að loknum viðskiptum og bauð mér hvort ég vildi ekki fá kaffi með mér í bílinn... kanski ekki merkilegt en hlýja náungans er svo dýrmæt InLove í skólanum tóku mínir yndislegu skólafélagar á móti mér með mikilli hlýju og öll sem ein tilbúin að styðja kelluna í gegnum restina af náminu svo hún ljúki önninni... ég veit að þau kíkja hér inn reglulega svo stórt knús og ótal þakklætiskossar til ykkar InLove

Öll þessi yndislegu komment hér í bloggheimum eru líka dýrmæt, takk fyrir það, fæst ykkar þekki ég persónulega en náungakærleikurinn ykkur er mér mikilvægur Heart

Kv í bili....Kristín


Reið, þreytt og sorgmædd.

Stundum get ég ekki skilið kerfið á Íslandi Crying Staðan er nú þannig að síðustu tvo sólahringa er minn maður búin að vera á brjálaðri keyrslu útúrdópaður. Hann er búin að fremja í það minnsta þrjú afbrot öll sem teljast alvarleg og þar af eitt sem er mjög alvarlegt Angry Verið tekin tvisvar af lögreglunni og skellt í klefa þar til unnt er að taka af honum skýrslu en tvisvar sleppt út.......nú rétt á áðan var honum sleppt lausum.

Hann er með dóm á sér svo einhvernveginn finnst manni að það eigi ekki að vera mikið mál að stoppa hann og setja hann í úttekt..... en svo einfalt er það ekki..... hendur lögreglu eru bundnar af dómskerfinu og minn litli fíkill sem er hættulegur sjálfum sér og öðrum bara biður um lögfræðing og málið er leyst Angry

Ég er reið út í dómskerfið okkar. Því það besta sem gæti komið fyrir hann núna er að hann yrði stoppaður og settur í úttekt..... Upphafið af því að hann hætti síðast var vistinn á litla hrauni og stjórnlaus sprautufíkill á götum borgarinnar er alltaf slæmt mál en á þeim stað sem sonur minn er á er bara spurning hvenær þetta endar með ósköpum.

Ég vona bara að ekkert hræðilegt gerist og að hann verði stoppaður sem fyrst því það er það sem gæti bjargað honum.

Ég hef ekkert lært í dag er búin að vera að sinna hinum börnunum, þetta reynir á þau Blush og það er það sem er erfiðast núna...... fyrir mitt mömmuhjarta....... því ég skil þau svo vel þar sem ég átti þrjá fíkla sem sistkyni þegar ég ólst upp og þekki skömmina og óttan sem fylgir því.

Ætla að delera í kvöld nenni ekki að reyna að pína mig í lærdóm.... nú er efst á lista að sinna mér og mínum svo kertaljós og kósý kvöld með hinum ungunum mínum enda það eina sem ég get gert  fyrir minn elsta er að biðja fyrir honum...

Knús og kærleikur til ykkar.

Kv.Kristín


Ömurlegt en svona er það bara.

Búin að fá fréttir af syninum og það ekki skemmtilegar Sideways Hann er kominn í sama farið og áður. Nú er hann bara við þá iðju að brjótast inn og koma varningi í verð svo hann eigi fyrir næsta skammti. Ömurlegt að vita af syni sínum svona sjúkum út á götu vitandi að það er tímaspursmál hvenær hann skaðar sig eða einhvern annan. En svona er bara heimur fíkilsins og við hin getum ósköp lítið við því gert.

Æ ég vona bara að hann verði stoppaður sem fyrst, keyrslan sem hann er á núna er slæm og líkurnar á að það endi illa eru stórar..... Sorglegt en satt Crying

Ég passa mig á að vera í sambandi við mitt öryggisnet og lifa í mínu prógrammi. Ég er búin að læra að það er það sem ég verð að gera...... enda er ég búin að fara alla leið til helvítis með honum og þanngað vill ég ekki fara aftur. Ef ég sinni mér ekki get ég ekki gert neitt fyrir þá sem eru í kringum mig.

Jæja ætla að reyna að ná einbeitningu í námsefnið....... jeminn hvað ég verð feginn þegar þessi önn er búin...... orðin passlaega þreytt.

Eigið góðar stundir.

Kv.Kristín

 


Hitt og þetta.

Mín er búin að sitja við og skrifa ritgerðir eins og hún eigi lífið að leysa. Enda loks farið að sjá fyrir endan á verkefna vinnu og vonandi tekst mér að skila öllu af mér í næstu viku. Þannig að ég geti farið að huga að prófalestri W00t 

Ég fer í tvö próf aðferðafræði þann 4. des og fatlanir þann 7. des svo ekki er mikill tími til lesturs, reyndar er ég að fara í tölfræðina í aðferðarfræði svo það er meira æfing......og ég er alveg útá túni í henni...........tölfræðisení óskast Blush til að troða þessu inní höfuðið á mér.

Af syninum hef ég ekki frétt síðan á þriðjudag Undecided svo ég veit í raun ekkert um hans stöðu. hitti í gær nokkra af þeim sem voru með honum í meðferðinni og þeir hafa ekkert séð hann heldur, þannig að líklegast er að hann haldi sig á einhverjum dimmum stað. Ég svo sem veit að ég fæ fréttir einhvern tíman og að þetta er ekki í mínum höndum. Ég er bara þakklát fyrir þessar góðu vikur sem við áttum og vona að ég fá aftur góðan tíma með honum.

annars lentum við í smá ævintýri Grin Þannig er að maðurinn minn er mikið jólabarn og finnst mikið gaman að skreyta fyrir jólin og vill hafa endalaust mikla ljósadýrð. Okkur voru gefnar einhverjar milljónir af jólaljósum frá Ameríkunni, hann var voða glaður með það og sá fyrir sér að ljómin af ljósunum yrði svo mikill að íbúar annara sólkerfa myndu sjá ljóman.

Nema hvað við skundum og kaupum straumbreytir vegna spennumismun á íslensku og Amerísku rafmagni, hann hleður ljósum kringum húsið og kveikir á. Yndislega falleg birtan lýsti upp hverfið og hann var eitt stórt bros. hann heldur áfram að hlaða utan á kofan og það sem komið er lýsir upp himinninn. Eftir ca 30 mín. fyllist húsið af svörtum reyk og spennubreytirinn brennur yfir Crying Kerfið í gang og ólíft í húsinu.

Svo nú er úti Amerískt jólaævintýri..... Bóndin sár yfir því að missa öll þessi jólaljós en mikið búið að hlægja af þessu öllu saman.

Eigið góðar stundir.

Kv.Kristín


Bara sátt....

bestu þakkir fyrir að senda mér þessar hlýju kveðjur Heart Ég vill byrja á því að segja hvað ég er lánsöm að eiga góða að bæði í fjölskyldunni minni, vini, bekkjarfélaga og í bloggsamfélaginu.

Mín er kominn með sátt í hjartað..... var reyndar kominn með hana strax á sunnudeginum, það er svo gott að vera búin að sleppa tökunum og sæta sig við hvað maður er vanmáttugur. vissulega syrgi ég það að svona er komið fyrir honum syni mínum en ég veit það líka að þetta er hans val og ég breyti því ekki en get valið fyrir mig..... að dvelja á góðum eða vondum stað og jú ég neita að leyfa fíkninni að leggja mitt líf í rúst Smile

Hef aðeins heyrt í honum, bara á góðu nótunum, hann talar um að gera eitthvað...... sem hann vonandi gerir en það kemur í ljós.

Nú er bara verið að leggja lokahönd á skólaverkefni svo sú geðveiki verður allsráðandi næstu 9 daga eða svo....þá eru próf og svo langþráð jólafrí OMG hvað mig hlakkar til að lesa eitthvað skemmtiefni heheheh

Hafið það gott...

Kv.Kristín


Þung skref stigin......

Það skall á í gær rétt eftir hádegi..... þá hringdi síminn og það var sonurinn sem var á línunni og sagði mér að nú ætti bara að útskrifa hann upp úr þurru, að fagfólkið væri búð að ákveða að staðurinn gæti ekki boðið honum meira! Mér krossbrá, deginum áður var uppi allt önnur staða þegar ég talaði við ráðgjafan hans, þá var talað um að byrja útskriftaráætlun á þriðjudaginn næsta, við foreldranir kæmum á fund og unnið út frá öllum.....

Talaði við starfsfólkið og í ljós kom að það var búið að útskrifa hann, þeirra mat var að þau gætu ekki gert meira fyrir hann vegna þess að hann hefði ekki getuna til að gera meira og hefði ekki staðið sig neitt sérstaklega vel í vikunni sem leið, svo væri neyslufélagi hans kominn inn sem hefði slæm áhrif á hann...... Það var tekist á um stund en því lauk í sátt og við fluttum soninn heim og heim vorum við kominn um kl.16..... hann fór út um kl. 17.30 sagðist ætla á AA fund og hann kæmi um kl. 23.......Hvort hann fór á fund eða ekki það veit ég ekki..... en hann er alla veganna fallinn Frown

Rúmið hans var autt í nótt og þegar hann kom um kl.6 í morgun þá vísuðum við honum út, merkilegt hvað þessi aðgerð tekur alltaf mikið á mann, að vísa fíklinum út.

Það er sorg í mínu hjarta, en lífið heldur áfram og ég veit hvað ég þarf að gera til að halda minni geðheilsu í lagi... Einn dagur í einu og prógrammið mitt.

Núna sit ég hér og kvíði fyrir að setjast niður með sistkynum hans og flytja þeim þessi svörtu tíðindi að bróðir þeirra sé enn eina ferðina kominn á götuna.  Ég veit að það verður þeim erfitt að missa hann eina ferðina enn.

Hann átti yndislegar níu vikur og þær ætla ég að geyma í hjarta mínu, þetta voru vikurnar sem ég átti með syni mínum Ragnari Má en ekki fíklinum og það er dýrmætt að halda í þær, ég veit ekki hvort ég fæ hann aftur til baka einhvern tíman, það er ekki í mínum höndum hvaða leið hann velur í lífinu.

Kv.Kristín

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband