Önnur heimsókn að baki Við fórum öll í þetta skipti pabbi, mamma, systir og bróðir. Keyrðum í yndislegu veðri austur fyrir fjall að finna flotta manninn okkar!
Það var vel tekið á móti okkur og hlaðborð af kræsingum. Ragnar fann ekki gulrætur handa mömmu sinni en hafði bakað agúrkuköku svo kellan fengi eitthvað holt.... húmor í mínum.... agúrkukakan leit nú ekki neitt sérstaklega spennandi út eiginlega frekar ógnvekjandi og mamman játar á sig þá hugsun að gruna son sinn um græsku. Það er að segja að ætla að hrekkja kerlinguna með einhverjum óþvera en mín hafði leik á móti og skar sér minnsta bita ever til að smakka og hún var bara vond hehehehe...... Það kom ekki að sök því nóg var að öðrum tertum og þessar tvær sem eru brjálað duglegar að baka á fullu í eldhúsinu með svuntur að töfra fram tertur.
Það var aðeins tekið á fótboltaspilinu og svo setið í stofunni að spjalla talið barst á hin ýmsu mið og sistkynin tókust á í hinum ýmsu málefnum eins og Britney, papparassi, myndatökur af sjálfum sér og öðru........ Fyrir mig var þetta eins og fallegur árniður að hlusta á börnin mín þrjú skiptast á skoðunum og gantast hvort í öðru. Um mig fór notalegur hrollur og ég held að starfsmaðurinn hafi séð það því hann stóð og fylgdist með og greinilega sá það sama og ég, kraftarverk.... börnin mín sameinuð á ný eftir langan tíma og engin sársauki eða skuggi þessa stund kem ég til með að geyma í hjarta mínu um ókomna tíð.
Það örlaði samt á einhverjum smá óróa í mínum manni spjallaði aðeins um það við hann. Hann gaf þá skýringu að það væru margir nýjir í húsinu og það reyndi á hann, en að sér liði rosalega vel fyrir austan.
Hvað svo sem veldur óróanum sem ég fann fyrir þá er það ekkert sem ég ræð við, svo ég passaði mig á að fara ekki þangað inn og minni tókst það Er alltaf að læra betur og betur að vera í momentinu, ekki í gær og ekki á morgun heldur hér og nú. Það er svo mikið frelsi að ná að vera hér og nú....... einhverntíman fyrir þó nokkru síðan hefði þessi órói sem ég fann valdið mér áhyggjum og kvíða, hugsanlega valdið truflunum á svefni. Sem betur fer hef ég lært að þetta er hans ekki mitt.
Stoppuðum í góða tvo tíma og brunuðum svo heim á leið aftur sömu leið.... Þingvallarleiðina enda miklu skemmtilegri en helv.... heiðin og alveg greiðfært.
Eigið yndislegar stundir.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 10.2.2008 | 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Var að lesa frétt inná Vísi þess efnis að móðir fíkils hefði ekki verið upplýst um unglingadeildina inn á Vogi...... það svifu á mig minningar.
Málið er að þegar maður horfist í augu við að barnið manns hefur valið að neyta fíkniefna þá fær maður högg og mín fyrstu viðbrögð á sínum tíma voru að leita úrræða fyrir 13.ára gamla drenginn minn. Ég var lánsöm og fékk góðan barnaverndarfulltrúa sem hafði áhuga á fíkniefnavanda unglinga og hún leiddi mig í gegnum frumskóga kerfisins, ekki bara með úrræði fyirr son minn heldur líka mig. Það gleymist gjarnan að huga að því að foreldrar þurfa aðstoð til að fara í gegnum áfallið sem fylgir því að missa barnið í neyslu.
Svo hættir hún og viti menn þá varð gerbreyting á mín mátti setja allar klær út og berjast eins og berserkur við kerfið til að fá aðstoð fyrir soninn, það var ekki í myndinni að það væri meiri aðstoð fyrir mig. Sonurinn sökk dýpra og dýpra í neyslu.... móðirinn gleymdi sjálfri sér í barráttunni og var gjarnan kölluð töffarinn af fagfólki vegna þess hversu hörð hún var orðinn vegna þess að klærnar voru alltaf úti og hún alltaf tilbúin í nýjan slag.
Mér þykir undarlegt að hugsa til þess að kerfið virki eftir því hvar áhugi starfsmanna liggur, ég var heppin að fyrsti barnaverndarfulltrúinn minn hafði áhuga á fíkn og unglingum, en svo fékk ég fulltrúa sem þorði ekki annað en að gera það sem töffarinn skipaði, þá tók við fulltrúi sem hafði engan áhuga.
Hvað ætli margir foreldrar sem eiga fíkla gefist upp vegna þess að barráttan er þeim ofviða og skilningsleysið algjört?
Hvað ætli mörgum foreldrum fíkla sé boðin aðstoð fyrir sjálfan sig eða bent á leiðir til að vinna úr þeim erfiðleikum sem hlutverkinu fylgja?
Sorglegt hvað velferðarkerfið okkar klikkar þarna.
Gyða mín til í kaffihús og spjall.... hvenær sem er.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 7.2.2008 | 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
það svínvirkar alveg að vera með yfirlýsingar á blogginu Mín búin að skreppa á slétturnar og sækja sér indjána í bað jamm skellti mér í það 56.mínútur af hugleiðslu í heitu vatni og maður getur ekki annað en nærst af því.
Flotti maðurinn hringdi að vísu á meðan en litli prinsin skilaði til mín að ég ætti að hringja austur og segja þeim á götusmiðjunni að ég væri búin í baði svo Ragnar gæti þá hringt aftur. Svo ég hringdi og tilkynnti starfsmanninum sem svaraði að ég væri búin í baði og væri því hrein.... hehehehe....... skömmu seinna hringdi flotti maðurinn og við áttum gott spjall.
Skellti mér á minn fasta fund í kvöld og þar fékk ég enn meiri næringu og aðeins áminningu um að maður er ekki cool þegar maður er jaxl og neitar að gefast upp fyrir veikindu, heldur ætti maður að nota tækifærið til að slaka á og njóta góðra bóka..... Takk fyrir það
Ætla núna að fara að skríða í koju og svífa á brott í undursamlega draumaveröld
megið þið öll eiga góða nótt og dreyma eitthvað hrikalega skemmtilegt!
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 7.2.2008 | 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Pínulítið pirruð búin að vera rám með þrútin nebba en ekki þannig að ég geti með góðri samvisku sagst vera veik! Þolinmæði mín er yfirleitt ágæt, en gagnvart svona hálfu flensukáki ekki nein Hef ekki nokkurn tíma í svona lagað... þarf að hafa orkuna í lagi og hana nú!
Spurning um að fara að búa til seyði úr engiferrótinni sem ég keypti um daginn, virkar kanski betur þannig en liggjandi í skál....heheheh
Ekki það að ég get séð það að nú hef ég eilítið fallið í þann gír að gleyma að sinna mér og mínum nautnarþörfum..... Þetta er nefnilega hættan.... þegar fíklabarnið manns er í öruggu skjóli þá fer pressan af manni að passa upp á sitt og muna að sinna sjálfum sér. Hummm.... ég hef til dæmis ekki tekið mér tíma í indíánabað í 2.vikur.... usss.... nú þarf mín að fara að taka sér stund til að næra sig Best að vera búin að fara alla vega tvisvar fyrir næstu grúbbu ég er svo dugleg að selja öllum þessa hugmynd að fara í indíánabað enda best í heimi!
Á von á símtali frá flotta manninum sem ég heimsótti á sunnudag.....bíð spennt við símtækið... svipað og þegar maður var ungur og agalega ástfangin og beið eftir að hann hinn eini sanni hringdi....hehehe
Brjálað að gera í skólanum en því álagi léttir 18.mars þá er allt búið nema vettvangurinn sem byrjar 26.mars og þá strax er minni pressa. Önninn er samt alveg rosalega skemmtileg finnst mér og ég gjörsamlega gleypi þetta allt í mig eins og gráðug ryksuga
Jæja megið þið öll verða fyrir einhverju óheyrilega skemmtilegu og spennandi!
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 6.2.2008 | 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Svíf á sæluskýi uppfull af þakklæti og hamingju, finnst ég og mínir óendanlega vel blessuð á allan hátt.
Fór að sofa út frá hugsunum um soninn í gærkveldi, mér var hugsað aftur og aftur til ljósmyndar sem hann er með á borðinu hjá sér. Þetta er mynd af honum og vinkonu hans, myndin er tekinn inná Hlaðgerðarkoti og hann lítur skelfilega út á henni Þetta truflaði mig þegar ég lagðist til hvílu, fannst ekki gott að hann hefði einhverja mynd af sjálfum sér þar sem hann lítur út eins og dópisti... hehehe.... þið skiljið... nú þegar hann er orðin svona bjartur og fallegur. Ég trúi því að það styrki hann að hafa mynd af sér þar sem hann sér hvað hann er flottur.
Svo mömmukrílið, ég fékk snilldar hugmynd ætla að setja saman handa honum myndasyrpu af honum litlum geggjað sætum, eldri geggjað sætur og svo núna edrú geggjað sætur ásamt myndum af okkur hinum....geggjað sæt fjölskylda. Færa honum þetta næst svo hann geti horft á þessa sætu fjölskyldu áður en hann fer að sofa en ekki einhvern dópista
Annars vaknaði mín rám í morgun eins og hún hefði sötrað wiský í alla nótt, nei ekkert wiský, þykir það nú bara vont en hálsbólga mætt á svæðið ég hef engan tíma í eitthvert flensustúss. Svo skundaði í skólan með ráma rödd og í búðina á eftir að kaupa engiferrót svo nú er bara að gera seiði og hrekja burtu hálsbólgupúkana
Eitthvað er nú erfitt að halda að sér aðhaldi þessa dagana..... veisla í gær með miklum rjóma... rjómabolla í dag og freistandi saltkjöt og baunir á morgun Vildi að það væri flottast að vera með maga,rass og læri þá meina ég almennilegan maga,rass og læri...hehehehe
Eigið frábæran sprengidag og njótið salkétsins og baunanna!
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 5.2.2008 | 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þá er langþráð heimsókn að baki Það var bara gaman að fara austur yfir heiðina... sumir kalla það helv... heiðina Færðin var fín og ekki yfir neinu að kvarta með það.
Renndum í hlað stundvíslega kl.13 (mín hefur alltaf þjáðst að stundvísisgeðveiki ) og viti menn það stóð engin úti á plani og beið eftir okkur, jú kötturinn! Við þrömmuðum inní hús og ég kallaði HALLÓ á móti mér kom gangandi alveg ótrúlega flottur ungur maður og sagði eruð þið kominn ég kíkti út fyrir mínútu og sá engan bíl...... hann ætlaði nefnilega að taka á móti okkur á planinu Þennan unga flotta mann á ég og er ákaflega stolt af honum eins og hann er í dag.
Upp hófust faðmlög og kossar... töluvert magnþrungin og væmin stund en okkur fannst það öllum gott.
Bauð hann okkur að skoða staðinn og kynnti okkur fyrir hinum á svæðinu. Eftir skoðanaferð um staðinn var okkur vísað í borðstofu og dregnar fram kræsingar, bökuð hafði verið alveg frábær marengsterta og annað dregið fram með henni. Ótrúlega myndarlegar dömur héldu uppi gestrisni staðarins og bættu um betur og skelltu í vöfflur og skúffuköku.
Það er greinilega ekki reiknað með að gestir séu í aðhaldi ég náttúrulega er í aðhaldi en gat með engu móti annað enn gúffað í mig marengs með rjóma, vöfflum með rjóma enda ungmennin búin að leggja sig fram við að taka vel á móti gestum.
Ragnar ætlar nú að grafa upp einhverjar gulrætur til að bjóða mömmunni uppá næst þegar hún mætir á svæðið. hehehehe
Áttum yndislegan dag saman og var fótboltaspilið notað óspart. Kisin á staðnum fékk góðan skammt af klappi og mamma og sonur frábært spjall, pabbi og sonur frábært spjall og bræður brutu ísin sem hafði mynndast milli þeirra, heimasætan kom ekki með í dag þar sem hún var að vinna en kemur pottþétt með næst
Það var soldið skemmtilegt en einn ungur herramaður á svæðinu kom og settist með okkur smá stund og allt í einu segir hann við mig ,, heyrðu takk fyrir matarboðið,, ég horfði á hann alveg tóm, nema hvað ég vissi að ég hafði séð hann og hitt áður en rak ekki í mynni að ég hefði boðið þessum unga manni í mat.
Hann hló mikið af því hversu hissa ég var og sagði ,, mannstu ekki þegar Örlagadagurinn með þér var sýndur þá var ég á hrauninu með Ragnari og hann hringdi heim og var að segja þér að allir hefðu horft og það hefði skapast jákvæð umræða um þáttinn og þú sagðir við hann að þú biðir strákunum á hrauninu í mat til að ræða málið nánar
Ég mundi eftir þessu samtali við soninn forðum og blikkaði unga mannin og sagði við hann ,, verst að þú varst alveg bundin þá,, Það var létt á hjalla og mikið hlegið.
Það er eitt sem ég er búin að bíða með í töluverðan tíma og fékk tækifæri til að gera í heimsókninni í dag. Það var að taka 9.spor á honum syni mínum, ég vildi nefnilega taka á honum þetta spor þegar hann væri skýr og gæti tekið á móti því. Mikið var það gott
Tímin flaug svo gaman var og trúið mér það er mikil breyting. Hingað til hafa heimsóknir oftar en ekki verið kvöð og það mjög erfið kvöð. Oft hefur maður verið alveg gjörsamlega úrvinnda eftir 40, mín í heimsókn en þannig var það ekki í dag. Við stoppuðum til kl.15.30 og hefðum alveg geta verið lengur en bóndin átti að mæta á vakt klukkan fjögur svo við urðum að halda af stað.
Við kvöddum glöð og fórum alsæl og full af orku, von og þakklæti í bæinn. Ákváðum að taka Þingvallaleiðina heim sleppa helv...heiðinni og viti menn hún er greiðfær og mun fljótlegri svo ég tali nú ekki um náttúrufegurðina sem fyrir augu ber á þeirri leið.
Ragnar sendir kveðjur til Spánar
Njótið lífsins.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 3.2.2008 | 22:41 (breytt kl. 22:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur á morgun og heimsókn austur að hitta Ragnar. Veðurútlit gott og mín staðföst í þeirri trú að á morgun verði engar hindranir í veginum Er búin að heyra í honum í vikunni og hljóðið mjög gott, minn er að upplifa eðlilegar og heilbrigðar skemmtanir eins og reiðtúra í frosti og skíðaferðir í enn meira frosti. Kaldur og þreyttur á ný en af eðlilegum orsökum. Það er það sem er svo frábært.
Nú nýt ég þess að fá símtal þar sem talað er um að vera kaldur og þreyttur. Það er alveg nýtt fyrir mér Áður voru símtöl um að vera kaldur og þreyttur erfið og reyndu á mig, því þeim varð ég að ljúka með því að segja: nei vinur þú getur ekki komið heim í hlýjuna, ég elska þig en get ekki verið með þér fyrr en þú snýrð lífi þínu við.... Þá var minn kaldur og þreyttur á götunni og átti ekki fyrir næsta skammt hvorki peninga né krafta.
En sú breyting sem hefur átt sér stað á þessum stutta tíma er svo sannarlega kraftaverk og áminning til okkar allra um að gefa aldrei frá okkur vonina alveg sama hvað gengur á og hversu erfitt er að standa með sér í barráttunni við fíkniefnadjöfulinn.
Eigið góðar stundir og njótið lífsins.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 2.2.2008 | 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heyrði í Ragnari á áðan rosa gott hljóð í honum. Hann talaði um að það væri ákveðið tómarúm eftir að Þóra fór en hlakkar til að heyra í henni og svo fær hann að kíkja hingað stundum og kemur þá til með að fá einhverjar fréttir frá Spáni trúi ég
Spáinn fyrir sunnudaginn er góð svo það gengur vonandi eftir að við komumst í langþráðu heimsóknina þá. Ég sagði honum einmitt á áðan að það væri ný og góð tilfinning að hlakka til að heimsækja hann. Honum fannst það gott og talaði um að það væri líka skemmtilegt að hlakka til að fá okkur en ekki bara til að hafa einhver not af okkur...úfff... ég bara svíf yfir bataboltanum mínum þessi hugsana breyting sem ég hef orðið vör við er kraftaverk... það er náttúrulega alltaf kraftaverk að fá fíklana okkar aftur til baka og það þakka ég guði fyrir á hverjum degi.
Horfði á Kompás í gær enda málefnið mér kærkomið og náið. Verð að hrósa formanni geðhjálpar fyrir hversu afdráttarlaus hann var í því að meðhöndla yrði fíkla strax og örugglega. Ég þekki það vel að fíkill fer og vill komast inn einhverstaðar vegna þess að hann er þreyttur á götunni en tel að ef fíkill leitar aðstoðar verði að veita hana því við vitum aldrei hvenær þetta moment er komið sem eitthvað gerist.
Ég hafði ekki mikla trú á að sonur minn væri að fara í meðferð nú til að gera eitthvað í sínum málum, átti von á að hann væri rétt eina ferðina að fara að hvíla sig fyrir næsta partý en núna er hann í bata og hefur sýnt mér að hann vill og getur. Hann var ekki fýsilegur þegar hann kom að Brúarholti útúr dópaður af niðurtröppunar lyfjum og bað Guðbjörgu að vera rólega og taka einn dag í einu og þegar hún brosti og sagði já elskan nú tökum við einn dag í einu í 365 dag þá fölnaði minn maður upp!!
En í dag er hann farinn að tala um langtíma meðferð. Við ræddum það aðeins á áðan hvernig staða hans var áður en hann fór inn á Brúarhól og hann gerir sér grein fyrir að í neyslu á hann ekki eftir mörg skot í handlegginn á sér áður en hann kveðjur þetta líf og hann er ekki tilbúin að kveðja lífið strax.
Núna ætti hún Þóra að vera kominn á Spánn. Hlakka til að heyra af henni. Veit að Ragnar bíður eftir að fá fréttir.
En annars er ég bara þakklát, þakklát fyrir það líf sem ég lifi og hvert ég er leidd, fólkið í kringum mig og allt sem er. Bara uppfull af þakklæti
Hafið góðar stundir, njótið andartaksins.
Kv.Kristín
Bloggar | 30.1.2008 | 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Ég ætla að taka þessi orð Gandhi með mér inn í þennan dag, ákvað að setja þau hérna inn ef einhver annar vill njóta þess að hafa þau með sér
Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem hægt er að hugsa sér.
Eigið góðan dag
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggar | 29.1.2008 | 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég get nú ekki annað en tjáð mig örlítið um þessa frétt.
Ég talaði um þennan vanda bæði í sjónvarpsþættinum Örlagadeginum og í viðtalinu sem ég veitti Vikunni. Matthías var nú ekki alveg sáttur við mig vegna þess, hringdi í mig heim þar sem honum fannst ég vega að Landlæknaembættinu þar sem þar væri öflug vinna í gangi við að uppræta það að læknadóp færi á göturnar og gerði jafnframt lítið úr því að læknar yrðu fyrir hótunum.
Ég fagna að hann skuli koma fram og opinbera þennan vanda, því við sem þekkjum fíkniheimin vitum að læknadóp er ekki af skornum skammti á götunni og sjáum allt of marga unglinga, jafnvel börn verða þrælar þess.
Mér þykir ákaflega leiðinlegt að Matthías skuli hafa orðið fyrir þessari reynslu og óska honum og hans allls hins besta en jafnframt vona að þetta verði til að harðara eftirlit verði með læknadópi.
http://www.visir.is/article/20080128/FRETTIR01/101280138
Eigið góðan dag.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggar | 28.1.2008 | 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar