Gott og vont, þannig er lífið.

Mér finnst gaman að segja frá því að góð viðbrögð hafa verið vegna umræðu minnar og áskorana um undirskriftir vegna áframhaldandi starfsemi Fopreldrahús.

Mér barst Svarbréf frá aðstoðamanni ráðherra, þar sem hann lýsir yfir vilja til að sjá starfsemina blóstra.....svo er bara að sjá hvað gerist hjá þeim háu herrum.

Nokkuð hefur verið um að einstaklingar og fyrirtæki hafi haft samband til að afla sér upplýsinga um hvernig megi styrkja Vímulausa æsku/Foreldrahús beint.Smile Til að mæta þeim sem hafa áhuga á að styrkja þessa frábæru og ómissandi starfsemi set ég hér inn link á heimasíðu Vímulausrar æsku og reiknisnúmer yfir styrktarlínuna þeirra.

http://vimulaus.is/forsida/

Eftirfarandi er reikningur og kennitala styrktarlínunar.

Banki. 0101-26-7468

kt. 560586-1329

Af okkur er svo það að frétta að fíkillinn minn er ekki í góðu ástandi Crying hef haft spurnir af honum hingað og þangað um borgina, aðallega slæmar. Þannig að það er svolítið erfitt að einbeita sér að prófalestri....

En mín tók nú annað prófið í morgun og þá er bara eitt eftir á föstudag, ég vona bara að ekkert alvarlegt komi fyrir hann son minn á því tímabili.

Takk fyrir alveg yndislegan stuðning, ég er rík af góðu fólki Grin

Minni aftur á fyrir þá sem ekki eru búnir að setja undirskrift við færsluna fjölskyldusjúkdómur en hafa áhuga á að starf Foreldrahúss haldi áfram að kvitta þar.

Sendi bæði þingm0nnum og fjölmiðlafólki mail með link á færsluna svo fylgjumst með ef við sjáum einhver nöfn....við erum jú kjósendur Wink

Eigið góðar stundir.

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Góðan dag mín kæra, gott að þetta er vonandi að skila árangri. Það er alveg sama hverju þjálfaðuð mamma maður er í sjálfsvinnunni, alltaf bítur fallið mann sárt. Maður fyllist sorg og vanmætti.

Gangi þér vel í prófunum, ég hugsa til þín

Ragnheiður , 4.12.2007 kl. 12:30

2 identicon

Kvitta fyrir Foreldrahúsi, er búin að þurfa að nota það, átti einu sinni fíkil, en sem betur fer er hann orðinn hreinn og gengur vel í dag, ekki gefast upp, ég átti í þessu í 8 ár, en það er alltaf eitthvað ljós. Flott blogg hjá þér.

kveðja .

Ingunn Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:10

3 Smámynd: kidda

Held svei mér þá, held að þú lesir hugsanir mig vantaði nefnilega bankanr og það, var reyndar ekkert farin að leita alvarlega.

Þetta er rétt sem Ragga segir, það er sama hve maður heldur sig sterka, þetta bítur alltaf jafnt sárt.

Vona að þú náir að einbeita þér að prófalestrinum.

Knús

kidda, 4.12.2007 kl. 15:14

4 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Gangi þér vel í prófalestri   veit að það er ekki auðvelt á svona stundu þegar fíkillinn manns er á fljúgandi ferð í neyslu. Vona svo sannarlega að sonur þinn fari sér ekki að voða og sjái glætuna í lífinu  sem getur verið svo dásamlegt.

Takk fyrir bloggið þitt það er gott að vita af svona hugrakkri móðir sem þorir að tala opinskátt um hvernig það er að eiga fíkil því það er ekki öllum gefið, feluleikurinn er því miður allt of algengur sem bara eykur á skömmina sem getur verið ærin fyrir.

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 4.12.2007 kl. 19:04

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Katrín Ósk Adamsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:11

6 identicon

Gangi þér vel í próflestrinum snúll.  Þið eruð alltaf í bænum mínum.

kv Birna Hrönn

Birna Hrönn (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:43

7 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

gangi þér vel í lestrinum sem eftir er, sendi þér ristastórtknús

Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 5.12.2007 kl. 22:46

8 identicon

Þú ert hetja Stína mín

Gangi þér rosalega vel í prófunum

Kveðja Esther.

xxxxxxxxxxxx

Esther :) (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:07

9 Smámynd: kidda

Er það rétt munað hjá mér að síðasti prófadagurinn þinn hafi verið í dag? Vona að vel hafi gengið í öllum prófunum.

Knús

kidda, 7.12.2007 kl. 19:00

10 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

já ég held að það sé rétt hjá þér Ólafía..... Ég sendi Stínu alla veganna góða strauma í morgun og vona að henni hafi gengið vel í öllum prófunum

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 7.12.2007 kl. 19:39

11 identicon

Jæja skvís Stór dagur búinn og nýr kafli tekinn við. Mundu eftir dekrinu

Díana (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband