Fjölskyldusjúkdómur.

Ég hef verið þess aðnjótandi að fá leiðsögn og stuðning hjá vímulausri æsku. Vímulaus æska er staðsett í húsi sem ber nafnið Foreldrahús. Vinnan sem þar fer fram snýr að öllum þeim sem koma að fíklum og fíklinum sjálfum. Fíklar hafa verið partur af mínu lífi síðan ég var barn og sonur minn verið minn fíkill nr.1 síðustu sjö ár, rúmlega það.

Á þessu sjö ára tímabili sem ég hef mátt berjast af öllum mínum mætti fyrir son minn. Þá hefur fókusin í þjóðarsálinni verið á hann sem fíkil en ekki fjölskyldu hans. Merkilegt þegar við hugum að því að alkahólismi/fíkn er viðurkenndur fjölskyldusjúkdómur. Þar af leiðandi ekki minna mikilvægt að sinna öðrum fjölskyldu meðlimum.

Hjá Foreldrahúsum höfum við hjónin fengið ómetanlegan stuðning til að byggja okkur upp til að við verðum hæfari til að sinna okkur og öðrum í kringum okkur en börnin okkar þrjú hafa líka fengið stuðning, fíkillinn okkar sótti eftirmeðferð hjá Foreldrahúsum þá átta mánuði sem hann náði edrúmennsku og á þeim tíma var jafn mikilvægt að mæta þangað fyrir hann eins og að fara á AA-fundi. Yngri börnin sem vissulega hafa mátt fara í gegnum erfiðar tilfinningar vegna neyslu bróður síns hafa fengið hjálp. Foreldrahús er með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn sem eru alveg frábær og góð forvörn fyrir þau.

En nú er svo komið að Foreldrahús missir húsnæði sitt um áramót og það vekur upp ótta í okkur sem þangað sækjum, ótta um hvort hætta sé á að starfsemi þess leggjist út af. Allt hefur þetta með fjármagn að gera og ég vona svo sannarlega að stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi þess að sinna allri fjölskyldunni. það kostar ábyggilega meira fyrir samfélagið að foreldrar missi geðheilsuna og verði heilbrigðis og félagslegt vandamál heldur en að sinna þessu fólki og byggja það upp til að verða hæfara til að takast á við sjúkdóminn.

Ég tók mig til og sendi ráðherrum e-mail í gærkveldi þar sem ég sagði þeim örlítið af minni sögu og hvernig það breytti minni líðan að njóta handleiðslu þeirra sem eru að vinna í Foreldrahúsum. Jafnframt skoraði ég á þá að skoða málið og bregðast við. Staðreyndin er sú að við aðstandendur verðum oft verr sett andlega en fíklarnir, fíklarnir hafa það fram yfir okkur að fara vímaðir/deyfðir í gegnum þetta en við erum algáð og örvæntingarfull.

Ég segi það hiklaust að Foreldrahús hefur hjálpað mér að ná því að verða sátt og hamingjusöm manneskja. Eftir að ég byrjaði að sækja til þeirra hafa mál sonar míns verið mjög erfið, hann hefur lent á gjörgæslu vegna of stórs skammts og honum var ekki hugað líf, hann hefur lent í fangelsi, verið veikari og veikari en ég hef styrkst og getað tekist á við þessa atburði. Í dag veit ég að ég á rétt á mínu lífi þrátt fyrir hans val, ég þarf ekki að velja eymdina með honum. Ég get elskað son minn, þrátt fyrir að geta ekki átt samleið með fíklinum.

Ég hvet alla þá sem einhverntíman hafa þurft á Foreldrahúsum að halda að kvitta undir þessa færslu og alla þá sem telja þessa starfsemi skipta máli.

Leyfi ykkur að fylgjast með hvort ég fæ spurnir af því að ráðherrarnir hafi lesið mailið frá mér Wink nema þeir kvitti bara hér þar sem ég lét link fylgja mailinu ef þeir vildu kynna sér líf móður fíkils. hehehe

Eigið góðar stundir.

Kristín.

Ps. Stráksi er enn inná Vogi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Frábært mál og Foreldrahús þarf endilega að haldast opið. Þetta er orðið samfélagsmein og snertir margar fjölskyldur. Við getum ekki borið sífellt þennan kross ein, við þurfum stuðning.

Gott að hann tollir þarna, er á meðan er og einn dag í einu Stína mín

Ragnheiður , 29.11.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Frábært hjá þér móðir góð, ættum bara að taka okkur saman og setja á stað undirskriftasöfnun.

Mér var bent á foreldrahús í gær af sálfræðingi, það var sem sagt verið að benda mér á þetta sjálfstyrkinganámskeið fyrir dóttir mína og skilst mér að það sé í raun opið öllum ekki endilega fyrir þá sem eiga ættingja sem glíma við fíkn, því sem betur fer er enginn virkur fíkill í kringum mig, sem betur fer, vonandi verður það alltaf þannig :-)

knús og kram og kvattningaklapp

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 29.11.2007 kl. 14:52

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Sjálfsstyrkingarnámskeiðin eru fyrir öll börn óháð því hvort þau hafa orðið fyrir áhrifum af fíklum. Mitt mat er að þessi námskeið hafa forvarnargildi og því ekki spurning að senda öll börn á þau.

Kristín Snorradóttir, 29.11.2007 kl. 14:54

4 Smámynd: Kristín Snorradóttir

PS. þetta er einskonar undirskriftasöfnun hér.... Svo hvetjið fólk til að kommenta um þörfina á starfsemi Foreldrahúss.

Kristín Snorradóttir, 29.11.2007 kl. 14:55

5 identicon

Kvitti kvitt.

Foreldrahúsið má ekki leggjast niður.

Esther Einarsdóttir. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:21

6 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Ég held að allir geti verið sammála um þörfina fyrir Foreldrahús og skora ég á stjórnvöld að leggja málefninu lið og veita þeim aukið fjármagn . Í það minnsta mun ég með glöðu geði skrifa undir hér og skora á aðra að gera það sama, kvitt frá Kötu.

Katrín Vilhelmsdóttir, 29.11.2007 kl. 15:23

7 identicon

Styð eindregið foreldrahús

Elfa Guðna (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:26

8 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

Skrifa glöð undir þetta!

Gangi þér vel Kristín

Guðný Drífa Snæland, 29.11.2007 kl. 15:26

9 identicon

sammála það má ekki leggja foreldrahúsið niður!

Björg (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:26

10 identicon

Ég vona svo innilega að það verði eitthvað gert til að Foreldrahús geti haldið áfram sínu góða starfi. Læt þetta berast.

Kv. Sigþrúður

Sigþrúður (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:27

11 identicon

Kvitt frá Drífu Mjöll

Drífa Mjöll (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:27

12 identicon

Blessuð og sæl.

Þetta er hitt verst mál að þessu verði lokað, þetta er enn ein sönnunin um sparnað á vitlausum stöðum hjá okkar blessuðu ríkisstjórn. Ég þekki nú ekki mikið til mála hjá forledrahúsum , en er viss um mikilvægi þess.

sjáumst eftir nokkra daga , hafðu það sem best þanngað til og break a leg.

Daníel frændi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:28

13 identicon

Sæl Kristín mín.

Það er nauðsinlegt að hafa foreldrahúsið starfandi.

Gangi ykkur og okkur öllum vel í þessari baráttu.

kv Guðný

Guðný Lilja Björnsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:29

14 identicon

Tímabært að landsfeður sinni öðru en mamon. Fólkið í landinu skiptir máli. Fáráðanlegt ef húsinu er lokað.

Bryndís Snorradóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:30

15 identicon

Vonandi heldur foreldrahús áfram, ég hef reyndar ekki komið þar þrátt fyrir að hafa átt strák sem var í vímuefnum ern er nú búinn að vera edrú í 2 ár. Gangi þér vel í baráttunni með strákinn þinn og foreldrahús, kv. Alda

Alda (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:33

16 identicon

Það er alveg nauðsynlegt að halda áfram með starfsemi foreldrahúss.. Upp fyrir þér hetjan mín og ég styð ykkur í þessari baráttu.

Kveðja Anna María

Anna María (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:47

17 identicon

Ég er alfarið á móti því að leggja skuli niður Foreldrahús. Ég og mín fjölskylda höfum nýtt okkur starfsemina sem þarna er í boði og hjálpaði það okkur mikið á erfiðum tímum.

Mitt nafn fer á undirskriftalistann

Halldóra Kolka B. ísberg

Kolka (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:50

18 identicon

Flott framtak hjá þér Stína mín.

Ég er alveg sammála að foreldrahús eru með alvega nauðsynlega starfsemi og því má alls ekki loka.  Hef sjálf notið aðstoðar þar með alveg frábæru fólki.

kveðja Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:04

19 identicon

flott hjá þér foreldrahús er með góða starfsemi í gangi ..

Sara (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:07

20 identicon

Foreldrahús má ekki leggja niður svo mikið er víst. Þar fer fram mikilvægara starft en margan grunar.
Hækkum róminn og vert er að vekja frekari athygli á þessu máli.
Kvitt frá mér og go girl þú er baráttujaxl.
kveðja
Halldóra Ingvars

Halldóra Ingvars þessi nýja í bekknum (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:08

21 identicon

 

Ágúst Guðbjartsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:11

22 identicon

Það verður að finna húsnæði undir starfsemi foreldrahúss sem allra  allra fyrst.

Okkar allra vegna.

Foreldrahús hefur hjálpað mér og mínum syni óendanlega mikið.

Hefur nánast bjargað lífi mínu..

Stöndum saman og gefumst ekki upp.

Minn sonur er í Götusmiðjunni og gengur vel

'Eg hef verið í grúbbu í foreldrahúsum og sonur minn hefur verið þar í eftirmeðferð og er þetta bránauðsynegt fyrir okkur bæði,gjörsamlega ómissandi.

Kveðja Guðrún

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:20

23 identicon

Kvitt kvitt

Sigríður Jóna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:47

24 identicon

Sammála, hef sjálf notið góðs af foreldrahúsi, ómetanlegt.  Það verður að finna húsnæði !

Sesselja (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:26

25 Smámynd: Huldabeib

Kvitt kvitt!!

Huldabeib, 29.11.2007 kl. 18:29

26 identicon

Það er mikilvægt að Foreldrahús njóti starfsöryggis og stór hluti af því er tryggt húsnæði og fjárframlög til að standa undir rekstri þess. Foreldrahús heitir ekki "hús" að ástæðulausu. Áfram Foreldrahús.

Kristin Elfa Gudnadottir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:56

27 Smámynd: Ragnheiður

Búin að linka á þetta loksins....fyrirgefðu hvað ég er eitthvað sein...

Ragnheiður , 29.11.2007 kl. 19:02

28 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hvet ráðamenn og konur að finna úrlausn á húsnæðismálum Foreldrahúss STRAX. Það er ekki hægt að láta svona mikilvæga starsemi velkjast um í óvissu um framtíð sína. Borginn hlýtur að sjá hag sinn í því forvarnastarfi sem þarna fer fram.

Hef fengið að vera svo lánsöm að vinna með ungum fíklum og þetta er eini staðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem býður upp á eftirmeðferð fyrir unglinga og aðstandendur þeirra. Styð starfið sem þarna fer fram heilshugar og hef séð hvað það hefur gert mikið fyrir þá sem hafa tekið þátt í því.

Spurning hvort ekki ætti að hrinda af stað formlegum undirskriftarlista?

Gangi þér vel Kristín mín, þú er ekki bara dugleg heldur ertu líka alveg ótrúlega gefandi manneskja:)

Birgitta Jónsdóttir, 29.11.2007 kl. 19:35

29 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þarna átti að standa sérhæfð eftirmeðferð fyrir unglinga. Það er nefnilega allt annað að vinna að meðferðarmálum fyrir unga fíkla og alkóhólista en þá sem eldri eru.

Birgitta Jónsdóttir, 29.11.2007 kl. 19:38

30 Smámynd: Binnan

Ég vann nú einu sinni þarna í eftirmerðferðinni með unglingunum, þá einmitt með drengnum þínum. Ég er alveg sammála því að það má alls ekki loka foreldrahúsinu og vonast til að borgin sýni smá ábyrgð og finni leið til þess að hægt verði að halda þessari frábæru starfsemi áfram!

Binnan, 29.11.2007 kl. 19:53

31 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Það er alveg nauðsynlegt að foreldrahúsið verði til áfram, en ég má ekki til þess hugsa ef þetta væri ekki til staðar í þjóðfélaginu.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:32

32 identicon

kvitt frá Möggu

Margrét Ósk Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 21:18

33 identicon

Þörfin fyrir Foreldrahús er mikil.  Skora ég á stjórnvöld að leggja málefninu lið og veita þeim aukið fjármagn .

Gangi þér vel,

Lára

Lára (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 21:22

34 identicon

Foreldrahús hefur reynst okkur hjónunum eins og vin í eyðimörkinni. Þar höfum við mætt skilningi og fengið ómetanlegan stuðning. Við erum tilbúin að berjast fyrir áframhaldandi rekstri. Við getum myndað þrýstihóp og látið í okkur heyra foreldrar !!! Við megum ekki vera svo upptekin í okkar daglega amstri að við gefum okkur ekki tíma til að láta heyra í okkur. Hvaða leið er best að fara til að vekja athygli á þessu málefni? Væri ekki best að fara með þetta í sjónvarpið ? Ég veit um eina virkilega flotta sjónvarpskonu sem er algjör baráttujaxl líka og það er auvitað hún Stína sem ég á við ,

Kær kveðja frá Danmörku,

Hrönn Harðardóttir

Hrönn Harðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 21:42

35 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Vá takk fyrir  þið eruð bara frábær.

Mér þykir gaman að geta sagt ykkur að mér barst svar frá aðstoðamanni ráðherra sem upplýsti mig um að vitað væri af vandanum og verið væri að vinna að því að leysa málið þannig að starfsemin mætti vera áfram og blómstra

Vona að þessi orð hans séu merki um að Foreldrahús fái þann stuðning sem þarf svo starfsemi þess geti verið örugg um ókomna tíð....og húsnæði við hæfi.

Haldið samt áfram að skrifa undir þetta, aldrei of mikil þrýstingur þegar mannleg málefni eru annars vegar.

Kristín Snorradóttir, 29.11.2007 kl. 22:39

36 Smámynd: Blómið

Undir þetta kvitta ég með glöðu geði.   Full þörf á því að koma því á framfæri hvað það er sem foreldrahús þarfnast.   Hef reyndar ekki heyrt neitt af þessu máli fyrr en ég sá linkinn inni á síðunni hennar Ragnheiðar.   Það sem ég átta mig ekki á er hvort foreldrahús er að missa húsnæði vegna kostnaðar, eða hvort leigusamning hafi verið sagt upp.   Endilega komið á framfæri frekari upplýsingum og þá getur maður betur séð hvernig hægt er að koma til hjálpar.  

Blómið, 29.11.2007 kl. 22:42

37 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mikið vona ég að okkar kæra ríkisstjórn sýni það nú og sanni að ekki er fótur fyrir því sem við öll hugsum: sparað á kolvitlausum stöðum og bruðlað á enn verri stöðum.

Það er aldrei að vita hver þarf á slíkri þjónustu að halda. Nú er að vaxa upp ný kynslóð stjórnmálamanna, fólk sem mun brátt eiga börn á unglingsaldri. Æ fleiri kvenmenn (mæður) láta til sín taka í stjórnmálum og feður eru orðnir virkari í uppeldismálum og inn á heimilinum. Þar af leiðandi eigum við alltaf fleira og fleira fólk á þingi sem stendur í sömu sporum og við hin. Ég vona að það fari að sjást á mönnum og málefnum.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.11.2007 kl. 00:58

38 Smámynd: kidda

Eins og er þá hef ég ekki leitað til þeirra en á örugglega eftir að þurfa þess því miður. Svona aðstaða og hjálp sem er þar í boði er nauðsynleg fyrir okkur foreldra og aðstandendur fíkla. Það má alls ekki ske að því verði lokað.

Allir fíklar eiga aðstandendur og því miður þá fer það illa með alla að eiga barn eða systkini sem eru fíklar.  

kidda, 30.11.2007 kl. 01:34

39 identicon

Styð áframhaldandi opnun foreldrahúss.

Kv. Snorri (hennar Kötu).

Snorri (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 08:52

40 identicon

Styð heilshugar áframhaldandi nauðsynlegt starf foreldrahús og tek ofan fyrir þessari frábæru starfsemi. Englakveðjur

Kolla

Kolbrún Ósk Skaftadóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:09

41 identicon

Já ég set nafnið mitt við þessa starfsemi um að gera að halda henni áfram hefur gert frábæra hluti fyrir marga!

Kolbrún Helga Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:10

42 identicon

Gangi ykkur vel og megi þetta rætast.

Mjög svo gott og nauðsynlegt starf.

Kveðja Magga

Margrét (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:12

43 identicon

Starfsemi Foreldrahúss er nauðsynleg í baráttunni við fjölskyldusjúkdóminn alkohólisma,  við  verðum  að  styðja  við  aðstandur og fíkla  þá er þessi starfsemi nauðsynleg. Fjölskylda mín hefur leitað ráða í Fjölskylduhúsi og fengið einstaklega góða þjónustu.

Ég vill skora á þá aðila sem málið varðar að leggjast á eitt og halda starfseminni áfam.

Kær kveðja Einar  

Einar Hall (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:32

44 identicon

Ég vil láta halda henni áfram og hún hefur gert frábæra hluti fyrir marga,eins og fyrir mína fjölskyldu. Má alls ekki loka henni .

Kær kveðja Guðrún

Guðrún Jakobsd (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:47

45 identicon

Frábært framtak Kristín, ég vona að aðstoðamaður ráherra sé að tala um eitthvað að viti. :)   

kveðja,
Kjartan

Kjartan Pálmason (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:59

46 identicon

Alveg bráðnauðsynlegt að hafa Foreldrahús starfandi áfram,  hef sjálf þurft á aðstoð þeirra að halda fyrir mína fjölskyldu og þetta er alveg ómetanleg hjálp sem maður fær frá þessu góða starfsfólki.
Gangi ykkur vel !

Dóra (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:04

47 identicon

Foreldrahúsið má alls ekki leggjast niður , ég hef notið góðs af því og hjálpað mér mikið í gegnum þá erfiðleika sem ég lenti í með mitt barn .

Bryndís Harðardóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:11

48 identicon

Það var athyglisvert að lesa sögu þína. Finn til með ykkur hjónum. Ljóst er að Foreldrahús hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Skil ekki ef það er ætlun stjórnvalda að leggja þessa mikilvægu stofnun af. Styð eindregið að það haldi áfram starfemi. Stjórnvöld verða að sjá til þess að svo verði með því að veita fjármagni til hennar. Þakka þér fyrir að berjast fyrir Foreldrahúsi.

Kjartan Jónsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:11

49 identicon

Foreldrahúsið má alls ekki leggjast niður! Veit að það hefur hjálpað mörgum í kringum mig.

Gyða Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:16

50 identicon

það er alveg ótrúlegt með íslenska ráðamenn þeir virðast ekki gera sér grein fyrir hvað er að virka og hvað ekki.

þetta er eitt af því sem alls ekki má leggja af.

guð veri með ykkur í ykkar baráttu

kv Birna

Birna Hrönn (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 12:04

51 identicon

Ég styð heilshugar starfsemi Foreldrahúss sem hefur sýnt og sannað að það er mikil þörf á að það sé starfandi. Þó svo boðið sé upp á stuðning við fjölskyldur sem eru að takast á við þær hörmungar sem fylgja því að barn hefur ánetjast fíkniefnum annars staðar eins og hjá S.Á.A. þá er þörfin fyrir slíkan stuðning því miður það mikil að áframhaldandi starfsemi Foreldrahúss á fullan rétt á sér. Ekki er betra að vera með langa biðlista á einhverjum einum stað og fá fólk svo niðurbrotið á sál og líkama inn í heilbrigðisgeirann. Það kalla ég að spara aurinn og kasta krónunni.

Guðlaug Björnsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 12:13

52 identicon

Eftir að hafa heyrt þína sögu Stína mín og svo eru efalaust til fleiri sögur um ágæti og nauðsyn foreldrahús þá er ég sannfærð um að það eru STÓR mistök að loka foreldrahúsinu.

Því kvitta ég hér undir með góðri samvisku

Ása Rún Ingimarsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 12:17

53 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kvitta hér með undir þetta.  Það er með ólíkindum hve ráðalausir ráðamenn eru gagnvart fíklum og aðstandendum þeirra.  Það er að verða komið nóg.  Þetta er vandamál sem þarf að taka föstum tökum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 13:30

54 identicon

Foreldrahúsið má EKKI leggjast niður :/ það er að gera svo ótrúlega góða hluti :)

Kv. Dísa

Mary Valdís Gylfadóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 13:35

55 identicon

Veit að námskeiðin hjá Foreldrahúsi hafa gert mörgum mínum skjólstæðingum gott......vona að lausn finnist á húsnæðismálum sem fyrst.

Ásthildur Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 13:52

56 identicon

Það er alveg á hreinu að stjórnvöldum er ekki stætt á að veita foreldrahúsum ekki annað húsnæði til þess að geta haldið áfram sínu góða og nauðsynlega starfi.  

Kv. Ásta

Ásta Óladóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:17

57 identicon

Vonand verður framhald á þessu starfi foreldrahússins. gangi ykkur öllum vel.

G.org (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:55

58 identicon

Kvitt

Regína Þórðardóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:12

59 identicon

Hér með kvitta ég!

inga maría vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:15

60 identicon

Foreldrahús er ÖRYGGI.

Sesselja Engilráð. (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:18

61 identicon

Foreldrahús hjálpaði mér rosalega mikið þegar ég var unglingur og líka mömmu minni. Þau hjálpuðu mömmu i mörg ár,, ég nýt enn stuðnings,, Frábær starfsemi.

Íris Dögg Héðinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:22

62 identicon

Starfsemi Foreldrahúss er mikil og góð og það er mikilvægt að hún haldi áfram.

Kvitt, Rakel

Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:33

63 identicon

þetta er mjög miklvæg starfsemi Forlendrahús má ekki fara og hér með kvitta ég

Anna (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:47

64 identicon

Áfram foreldrahús ekki spurning.kv.Erna

Erna (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:50

65 identicon

Ég styð foreldrahús hiklaust...vona að stjórnvöld sjái hag sinn og okkar í því að styrkja foreldrahús, megum ekki við því að missa gott fólk á þessu mikilvæga sviði...!!!

Sveinn Michaelson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:19

66 identicon

Þakka þér Kristín fyrir framtakið. Ég hef sjálf notið góðs af ráðgjöf í Foreldrahúsi. Hún er ómetanleg. Fíkniefnin verða alltaf til staðar í samfélaginu og munu eyðileggja líf fíkla, foreldra, systkyna og annarra aðstandenda. Allir þessir aðilar þurfa  meðferð. Hvar? Í Foreldrahúsi og hjá SÁÁ. Veit ekki um fleiri möguleika fyrir þennan hóp. Það er okkur Íslendingum skammar hvernig við búum að þessum málum; Foreldrahúsið er grasrótarhreyfing sem þarf að betla hér og þar til að geta haldið uppi starfsemi sinni. Foreldrahúsið er ekki lúxus heldur lífsnauðsyn fyrir hóp sem fer sívaxandi.

Ingibjörg Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:37

67 identicon

ég styð málefni þitt heilshugar

 ég var í eftirmeðferð í foreldrahúsinu í u.t.b 2 ár og gerði það mér rosalega gott og á ég þeim mjög margt að þakka og ég væri ekki sá maður sem ég er í dag ef að ég hefði ekki verið í þessum hóp. 

 ég tel að þetta sé bráðnausynlegt þar sem að þetta er að bjóða uppá eftirmeðferð fyrir unga krakka sem koma úr langtímameðferð ... þetta er lika að bjóða uppá foreldragrúppur fyrir foreldra þessara krakka og margt margt fleira.

ég styð þig heilshugar í þessu máliefni

kk.

Pétur G. Grétarsson 

Pétur G. Grétarsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:49

68 identicon

áfram foreldrahús...

ragga (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:04

69 identicon

Kristín ekki nóg með að þú sért hetja heldur ertu líka baráttukona og góð fyrirmynd fyrir okkur hin. Takk fyrir einlægni þína og hugrekki.

Ég er ánægð að sjá þann stuðning sem Vímulaus æska - Foreldrahús er að fá hér og bæti mínu kvitti við

Þeir sem ekki þekkja þetta góða og mikilvæga starf geta kynnt sér það hér:

www.vimulaus.is  og www.eftirmedferd.is 

Díana (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:12

70 identicon

ég styð foreldrahús

kvitt

Þuríður Hearn

Þurý (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 19:11

71 identicon

Ég styð foreldrahusið

Ester (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 21:10

72 identicon

Elsku Stína mín,

Fyrirgefðu hvað ég er sein að skrifa------Þú ert ótrúleg og þú veist að öll fjöldskyldan er daglega í bæn hjá mér. Ég hef séð hvað Foreldrahúsið hefur gert fyrir þig og þína þessi síðastliðin 2 ár og ÞAÐ MÁ EKKI LOKA FORELDRAHÚSINU!!!!!!!!!!!!!!!!

Ef ég sé breytingu á þinni fjöldskyldu og þið eruð bara ein fjöldskylda hugsið ykkur hvað þessi stofnun er nauðsynleg og hvað margar aðrar fjöldskyldur hafa notið góðs frá þeim.

Allir þurfa stuðning. Ég þakka Guði fyrir að hafa ykkur ÖLL í mínu lífi.

Love you and God bless you.

Edda B Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 21:19

73 identicon

Ég styð þig alls hugar

Gunna (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:06

74 identicon

Hæ Stina min

Gangi ther vel i baråttunni. Thad er svona med rikisstjornir i øllum løndum, thad er sparad å vitlausum stødum. Eg er stolt af ther og hugsa til thin og fjølskyldunnar hedan frå DK. Vildi ad eg gæti komid til thin og drukkid eina kønnu eda 2 af kaffi. Vonandi fåid thid thann studning sem tharf til ad halda husinu oppnu , eg styd ykkar baråttu.

Knus og kossar frå okkur

Rakel-Morten og børn

Rakel Johannsdottir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:35

75 identicon

Ég skora á stjórnvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja og styrkja Vímulausa æsku - Foreldrahús í sínu starfi.
Skora sérstaklega á félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, að taka burtu óvissuna sem nú ríkir og endurnýja samning ríkisins við Vímulausa æsku eins fljótt og mögulegt er.

Heimir Hilmarsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:41

76 identicon

Það er lífsnauðsyn að halda áfram því starfi sem fer fram í Foreldrahúsi. Þegar ég segi lífsnauðsyn þá meina ég það beinlínis. Ég þekki það af eigin reynslu. Sú aðstoð sem mín fjölskylda fékk hjá Foreldarhúsum bjargaði henni og eftir stöndum við sterkari sem aldrei fyrr. Ég skora á ráðamenn að taka manngildið ofar auðgildinu. Til ykkar kæra starfsfólk Foreldrahúss vil ég segja þetta: Það sem þið gerið verður aldrei metið til fjár, því mannslíf verða aldrei metin til fjár. Ykkar hugsjónir eru minn innblástur. Guð blessi ykkar starf um ókomna tíð.

Baldvin Viggósson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:48

77 identicon

'Eg styð foreldrahús

Anna (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 00:21

78 identicon

þetta kemur okkur öllum við, við þekkjum öll einhvern fíkil...eða einhvern sem þekkir fíkil.

upp fyrir Foreldrahúsi

Jórunn Víglundsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 00:55

79 identicon

Styð þetta, foreldrahúsi má ekki loka. Gangi ykkur vel.

Hafrún Pálsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 01:59

80 identicon

kvitt !!

Audur R. (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 04:05

81 identicon

Foreldrahús er mikil lausn fyrir fullt af fjölskyldum. Stöndum vörð um fjölskylduna- höldum foreldrahúsinu opnu.

m b kb

Elín Lóa

Elín Lóa (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 07:24

82 identicon

Ekki spurning! Aðstandendur þurfa svo sannarlega á þessu að halda ; )

Kristín Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 13:14

83 identicon

Ég styð þetta fullkomlega. Bestu Kveðjur...

Ósk Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 13:24

84 identicon

Ég styð foreldrahús!

Marta (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:22

85 identicon

Baráttu kveðjur til þín Stina og ég styð foreldrahús.

Krista (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:49

86 identicon

Ég styð foreldrahús!

Agnes (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 15:39

87 identicon

Þú ert baráttukona

ÉGstyð þetta fullkomlega.Berjumst fyrir börnin okkar og fjölskyldur?

Stöndum saman og köllum á urbætur í þessum málaflokki.

Bestu Kveðjur..

Sigurður hólmar Karlsson .

Sigurður Hólmar Karlsson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 17:21

88 identicon

Vá ég fékk gæsahúð á að heyra þessa frásögn. Ég kannast við son þinn úr etirmeðferð foreldrahússins og það var mér mikið áfall þegar hann féll, ég vona að hann fái að verða edrú alveg innilega. Ég á forelrahúsinu mikið að þakka, ég er búin að fá að vera í grúppu í foreldrahúsinu frá því um 20 desember 2005. Edrú dagurinn minn er 6 desember 2005. Ég veit ekki hvar ég væri án foreldrahússins, ég vil ekki einu sinni hugsa út í það hvar ég væri án stuðnings þess. Ég minnist þess þegar mér leið illa og einn ráðgjafinn í grúppuni kom og hitti mig seint á laugardags kvöldi til að hjálpa mér úr krísu. Ég hef fengið mikinn stuðning frá grúppunni, ég hef lært að vinna úr erfileikum og tækla lífið á lífsins forsemdum án þess að nota vímugjafa. Ég veit að ég hefði ekki öðlast bata án þessa suðnings sem mér var veittur. Kær kveðja Íris

Íris Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 17:57

89 identicon

Kvitta algjörlega undir þetta.

baráttu kveðja. Gústi

Ágúst Bjarmi Símonarson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 18:00

90 identicon

Ég styð þetta heilshugar. Þetta er verkefni sem má ekki detta uppfyrir. Áfram Foreldrahús!!!

Eva Jónsd (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 22:11

91 identicon

Áfram foreldahús.

Kristrún. (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 22:46

92 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tek undir þetta hjá þér. Þekki til Foreldrahússins og þess góða starfs sem þar eru unnið. Ótrúlegt ef ekki er hægt að tryggja áframhaldandi rekstur í sömu mynd. Áfram Foreldrahús og takk fyrir að vekja athygli á þessu.

Guðríður Haraldsdóttir, 1.12.2007 kl. 23:11

93 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kvitt!

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2007 kl. 23:16

94 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Kvitta hér með glöðu geði enda læt ég mig málið varða þar sem ég starfa á Kleppi og þar af leiðandi með mörgum af þeim sem fara ílla út úr fíkniefnaneyslunni....... Gangi þér vel í baráttunni.... já eða öllu heldur ... Gangi okkur öllum vel í baráttunni því að Foreldrahús barasta verður að halda áfram að vera til......

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.12.2007 kl. 23:23

95 Smámynd: Kjartan Sæmundsson

Gangi þér sem allra best.

Kv. Kjartan

Kjartan Sæmundsson, 1.12.2007 kl. 23:31

96 identicon

Sæl vertu... ég dáist af foreldrum sem skoða sín mál í sambandi við þennan sjúkdóm, þetta er fjölskyldusjúkdómur og eins og þú segir þá fer hann dofinn í gegn um þetta, og sér jafnvel ekkert að þessu, ekki einu sinni hvað hann er að gera fólki í kringum sig, allt sem skiptir hann máli er hvernig honum líður.... Það sem einkennir þennan sjúkdóm er eigingirni og sjálfsmiðun.... Ég hef sjálf barist við þennan sjúkdóm frá blautu barnsbeini, en í dag, ekki firr en 29 ára og einu barni seinna hef ég loksinns gefist upp og þegið lausnina á honum. Mér líður eins og ég hafi verið reyst upp frá dauðum.... Þetta er öflugur sjúkdómur sem sygrar móðurástina (því miður) en til er lausn þegar alkahólistinn eða fíkillinn er tilbúin að gefast algjörlega upp. 12 spora prógramm.

Ég dáist að starfinu í foreldrahúsum og ég vil bara segja ekki gefast upp.... það er nauðsinlegt að hafa hús í fullu starfi fyrir aðstadendur okkar sem       útrímum fjölkyldum, vinum og börnum okkar þegar við erum virk í okkar sjúkdómi.  

 Með virðingu Lína.

Sigrún Lína Helgadóttir (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 00:16

97 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Lína... það er satt að þessi sjúkdómur er hræðilegur en hann sigrar ekki móðurástina því móðir sem er að vinna í sér lærir að aðgreina barnið sitt frá fíklinum..... Ég elska hann son minn heitar en allt en ekki fíkilinn(sjúkdóminn)

Lausn okkar aðstandenda er fólgin í 12.sporunum líka og það er eins með okkur og fíkilinn við verðum að gefast upp.

Eigðu góðar stundir og njóttu þess að rísa upp.

Allir hinir sem hafa kvittað.. takk fyrir...lífsbjörgina fyrir mig og marga aðra.

Kristín Snorradóttir, 2.12.2007 kl. 00:29

98 Smámynd: Dísa Dóra

Foreldrahús má alls ekki verða húsnæðislaust.  Styð þetta heilshugar.

Dísa Dóra, 2.12.2007 kl. 08:11

99 identicon

kvitt ..... Tek undir þetta. Foreldrahús má alls ekki verða húsnæðislaust. Styð þetta. Og vonadi fer hann að standa sig.

Karlotta Lind (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 10:05

100 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Þetta er greinilega þörf þjónusta sem má ekki sín. Ég styð þetta og vona að Foreldrahús fá nýtt og gott húsnæði.

Þóra Sigurðardóttir, 2.12.2007 kl. 10:25

101 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Þú ert baráttukona

ÉG styð þetta fullkomlega.Berjumst fyrir börnin okkar og fjölskyldur?

Stöndum saman og köllum á úrbætur í þessum málaflokki.

Bestu Kveðjur..

Sigurður Hólmar Karlsson, 2.12.2007 kl. 10:40

102 identicon

kvitta fyrir að foreldrahúsið verði áfram

Guðbjörg Ösp (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 10:53

103 identicon

Ég styð.

Klara (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 12:12

104 identicon

Ég styð foreldrahús

Stefanía (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 12:56

105 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ég styð allt sem á einhvern hátt stuðlar að heilbrigði sálar og líkama.

Gísli Hjálmar , 2.12.2007 kl. 13:08

106 Smámynd: Marta smarta

Gangi þér sem allra best og ég styð foreldrahús svo sannarlega.

Marta smarta, 2.12.2007 kl. 13:11

107 identicon

Ég styð Foreldrahús

Ellen (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 13:27

108 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

kvitt..

Svanhildur Karlsdóttir, 2.12.2007 kl. 14:44

109 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Styð þetta málefni heils hugar. Eiturlyfjadjöfullinn er eitt versta böl sem er til staðar í dag. Ég hef bæði upplifað sorg og gleði í þessum málum, þar sem ég á nákomna sem enn eru í fjötrum, en hef hins vegar séð stóran hóp ungmenna gefast Jesú Kristi og upplifa lausn. Það er frábært

Kristinn Ásgrímsson, 2.12.2007 kl. 17:39

110 identicon

Kvitt :)

Agnes Reynisdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 18:44

111 identicon

Ég styð heilshugar allt það sem að ofan hefur verið skrifað. Foreldrahúsið má alls ekki fara, í foreldrahúsinu starfar yndislegt fólk sem hefur hjálpað foreldrum sem hafa misst börn sín í heim fíkniefna.

Kv. Guðlaug Þorsteinsdóttir

Guðlaug Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:52

112 identicon

Flott framtak hjá þér Kristín!

Ég hef séð það í mínu starfi við fjölmiðla hvað Foreldrahús skiptir miklu máli fyrir fólk. Áfram Foreldrahús.

Kveðja,

Sirrý

Sigríður Arnardóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 12:52

113 identicon

Foreldrahús er að gera góða hluti fyrir börn unglinga og foreldra.Ég þekki þetta af eigin reynslu og ég á Foreldrahús að þakka.Það birti mikið til þegar að Iris vinkona mín kynnti mér fyrir þessum ómetanlegann og ómissandi stuðning og ég hvet ALLA að styrkja Vímulausa æsku.

Guðrún Randý Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 14:36

114 Smámynd: Halla Rut

það má ekki leggja foreldrahúsið niður! Styð þig heils hugar.

Halla Rut , 3.12.2007 kl. 14:45

115 identicon

Elsku Stína mín, ég veit hvað Foreldrahús hefur gefið þér og þínum rosalega mikinn stuðning. Og væri það mikil skömm fyrir ráðamenn þjóðarinnar ef þeir sjá ekki sóma sinn í því að halda Foreldrahúsi opnu. Þetta er að mínu mati lífsnausynlegt fyrir bæði fíklana og aðstandendur til að ná að komast í gegnum lífið.

Áfram Foreldrahús...............

Baráttukveðja til þín hetjan mín og fjölsk megi Guð styrkja ykkur í baráttunni,

Íris Björk og fjölsk.

Íris Björk (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 23:32

116 identicon

Foreldrahús verður að vera til áfram. Vel af sér vikið að skrifa ráðherrum. Vonandi að þau bregðist við.

Ragnhildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 00:36

117 identicon

Styð Foreldrahús heilshugar. Gangi ykkur vel.

Marta Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 08:34

118 identicon

ÉG styð foreldrahús!

Bryndís Rut Kristófersdottir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 14:41

119 identicon

Við styðjum foreldrahús. Gangi ykkur vel.

kær kveðja

Guðbjörg, Matti og Sigríður Birna

Guðbjörg Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 19:31

120 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Það góða starf sem unnið er í Foreldrahúsi má ekki leggjast af. Þar hefur ótal sálum verið bjargað á erfiðum tímum.

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 4.12.2007 kl. 19:52

121 identicon

Ég styð foreldrahús!!

Gangi ykkur vel

Guðrún Elísabet Árnadóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 20:58

122 identicon

Sæl Kristín. Þakka þér fyrir ábendinguna um stöðu Foreldrahússins. Ég kynntist vel starfi hússins meðan ég var borgarstjóri og veit hversu mikilvægt það hefur verið fyrir fjölskyldur ungra fíkla. Ég tel að ríki, borg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eigi að aðstoða Foreldrahúsið við að finna sér nýjan samastað þannig að þessi mikilvæga þjónusta verði veitt áfram að sama metnaði og áður. Ríkisstjórnin hefur fullan hug á að vinna af krafti gegn útbreiðslu fíkniefna og í fjárlögum næsta árs er m.a. sérmerkt 100 m.kr. nýtt framlag ætlað í málaflokkinn. Ég óska þér og Foreldrahúsinu velfarnaðar í ykkar mikilvæga starfi.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:12

123 identicon

Ég styð foreldrahús.

Kristófer Ásgeirsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:50

124 identicon

Ég styð foreldrahús!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Íris Ósk Kristófersdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:58

125 identicon

Ég styð foreldrahús.

Valþór Atli Birgisson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 00:00

126 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Styð málefnið heilshugar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.12.2007 kl. 00:41

127 identicon

ég styd foreldrahús!!!!!

Gudrún Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 00:52

128 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Kvitt Kvitt...foreldrahús má ekki leggjast af...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 5.12.2007 kl. 08:09

129 identicon

Áfram þú!!.. ég styð þetta heils hugar
kv.Kolla Tjörva

Kolbrún Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:35

130 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ég þakka öllum þeim sem hafa kvittað hér fyrir og þykir mér ákaflega gaman að sjá að Ingibjörg Sólrún gaf sé tíma til að kvitt og leggja inn gott orð.

En að sama skapi finnst mér dapurlegt að af öllum þeim sem eru á þingi og í framboði þá er lítið fyrir því að fara hér að þeir kvitt.....Held nú að foreldrar fíkla séu sterkur hópur þegar kemur að kosningum og líka aðrir þeir sem vilja gera eitthvað í fíkniefnavandanum.

En og aftur bið ég alla sem einhvern þekkja að láta þetta berast og lifa heil.

Kristín Snorradóttir, 5.12.2007 kl. 14:46

131 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Úps....gleymdi eitthvað hefur verið um að fólk kvitti í gestabókina, gef mér leyfi til að færa það hingað yfir.

Kristín Snorradóttir, 5.12.2007 kl. 14:48

132 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Foreldrahúsið er nauðsynlegt

Ég vil lýsa yfir stuðningi mínum við Foreldrahúsið og tel afar nauðsynlegt að það fái að starfa áfram. Elín Elísabet Jóhannsdóttir

Elín Elísabet Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 3. des. 2007

Kristín Snorradóttir, 5.12.2007 kl. 14:51

133 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Foreldra hús - vímulaus æska vinnur ómetanlegt starf!

Heil og sæl Kristín! Þakka þér fyrir þín góðu orð og að vekja athygli á þörfu málefni. Foreldrahús - vímulaus æska sinnir svo sannarlega ómetanlegu starfi. Ef framtíð þess er óljós þá líst mér ekki á. Áfram Foreldrahús - vímulaus æska! Góðar kveðjur, Þorvaldur miðborgarprestur Dómkirkjunnar

Þorvaldur Víðisson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 30. nóv. 2007

Fært úr gestabók

Kristín Snorradóttir, 5.12.2007 kl. 14:53

134 identicon

Að SÁLFSÖGÐU á foreldrahús að standa!         

Ekki spurning!     

Flott hjá þér að vekja máls á þessu, það er ekki á allra vitorði að þessi starfsemi sé í hættu.

ÁFTAM FORELDRAHÚS!       

Kv.

Bergljót Hreinsdóttir.         

Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:37

135 identicon

Ég styð foreldrahús

Berglind Ösp Albertsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:50

136 identicon

Áfram Foreldrahús þetta verður að vera til staðar

Gunnar L (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 20:39

137 identicon

Að sjálfsögðu kvitta ég undir svona ....... Það mega allra síst minnka möguleikar fyrir fíkla og fjölskyldur þeirra.

Áfram Kristín!

Kristín María (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:24

138 identicon

Vímulaus æska hefur unnið ómetanlegt og óeigingjarnt starf í gegnum árin Það er nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi rekstur þess og þeirra verkefna sem þau eru með. Ég hef góða reynslu af Foreldrahúsi og Sjálfstyrkingarnámskeiði.

Gangi þér vel Kristín í daglegu lífu og takk fyrir framtakið

Aðalsteinn Gunnarsson

Aðalsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 21:22

139 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Mér finnst æðislegt hvað margir sem hér kvitta þekkja og láta vel af Foreldrahúsi, það er greinilegt að starfsemin hefur hjálpað mörgum og er lífsnauðsynleg í okkar samfélgi þar sem þróun í fíkniheiminum er versnandi og þessi heimur er enn falinn. Ég sem aðstandandi hvet okkur Íslendinga til að hætta þessum feluleik og horfast í augu við vandan.

Kristín Snorradóttir, 7.12.2007 kl. 22:22

140 identicon

 

 

Ég styð foreldrahús

Kristín Heiða Þórisdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 19:01

141 identicon

Ég vona að ég megi áfram njóta stuðnings og hjálpar í foreldrahúsi, sem amma ungrar stúlku sem er fíkniefnaneytandi. Það á ekki að vera þannig í svo hamingjusömu og ríku þjóðfélagi sem Ísland er, að það skuli vera eitthvað vandamál að finna húsnæði og aðstöðu fyrir samtök sem Vimulausa æsku, þar sem það er augljóst vandamál og stórt vandamál F'IKNIEFNANEYSLA ungs og efnilegs fólks sem þarfnast hjálpar og ekki síður allar fjölskyldurnar sem eru að baki þessara óhamingjusömu ungmenna, sem þurfa mikla hjálp í umkomuleysi sínu, þeim finnst þeir margir vera búnir að brjóta allar brýr að baki sér og eiga ekki neitt tækifæri eftir, en alltaf er VON, og á svona stundum þarf að grípa inní með hjálp yfirvalda sem ráða fjármagninu, en á þess er ekki hægt að gera mikið þrátt fyrir góðan og mikinn vilja mikils hugsjónafólks. On þetta þarf að koma núna ! Með von um að skilningur aukist með jólabirtunni, og að við getum áfram notið hjálpar í Foreldrahúsinu góða, í húsnæði sem því sæmir. kveðjur Amma Gyða

Gyða Björg Elíasdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:59

142 identicon

Foreldrahús verður að fá að vera áfram.

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 13:24

143 Smámynd: Leifur Runólfsson

Sæl Frænka

Þú stendur þig eins og hetja. Ert að berjast fyrir málefni sem vill gleymast því miður. Ég vona svo sannarlega að foreldrarshúsið fái nýjan samanstað hið snarasta.

Gangi þér og þinni fjölskyldu allt í haginn.

Kveðja

Leifsi

Leifur Runólfsson, 9.12.2007 kl. 19:51

144 identicon

Sæl

Ég er móðir fíkils og á ekki til orð yfir því að úthýsa eigi stafsemi Foreldrahús sem hefur hjálpað svo mörgum. En þetta er bara eins og með svo margt varðandi þennan vanda í þjóðfélaginu stjórnvöld vilja EKKERT af honum vita en samt eru alltaf fleiri og fleiri sem því miður þurfa á mikilli hjálp að halda og biðlistar í meðferð lengist og úrræðin alltof fá.

Þetta er frábært framtak og styð ég það heilshugar og óska þess líka að ég fái sömu jólagjöf og þú !!!!!

Óska ég þér alls hins besta og gangi þér vel.

Kveðja

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:32

145 identicon

Mér ljáðist að segja að starfið sem fram fer í Foreldrahúsi er ómetanlegt í allastaði, hvað tekur við ef ekki verður Foreldrahús ????

Sirrý (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:33

146 identicon

Það er alveg hræðilegt að heyra af því að loka eigi Foreldrahúsi. Ég vona að fjármagn fáist til þess að styrkja þessa starfsemi áfram. Ég vona líka að allir eigi eftir að leggja sitt af mörkum því maður veit aldrei hvort maður gæti lent í sömu stöðu sjálfur einhvern tímann á lífsleiðinni eða að einhver nákominn manni lendi í því.

Hulda Sif Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 02:28

147 Smámynd: Ásgerður

Kvitt frá mér,,og heilshugar stuðningur við áframhaldandi Foreldrahús.

Ásgerður , 10.12.2007 kl. 10:09

148 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er bráðnauðsynlegt, styð þetta heilshugar.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.12.2007 kl. 13:21

149 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það eru einhverjar vikur, kannski mánuðir, síðan ég sá frétt um að þetta væri yfirvofandi vegna þess að samtökin hefðu ekki lengur efni á að standa undir húsaleigu á þessum stað. Þess vegna kom mér mjög á óvart að sjá núna aðra frétt um að starfsemin væri að leggjast af um áramótin af þessari ástæðu. Þetta hefur m.ö.o. verið vitað lengi án þess að nokkuð væri gert. Það er mikil lítilsvirðing við Vímulausa æsku og þá sem hafa notið Foreldrahúss að draga þetta svona á langinn og skapa óþarfa örvæntingu meðal fólks sem hefur nóg á sinni könnu fyrir.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.12.2007 kl. 18:11

150 identicon

Ég styð foreldrahús alveg heils hugar þetta er eitthvað sem verður að vera til staðar.

Íris Þorsteinsd (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband