Blessun er yfir barni þó fíkill sé.

Jæja ég er svo aldeilis þakklát fyrir hvernig oft eru leiddar til okkar lausnir sem við eigum ekki von á.

Sonurinn mætti hér óvænt í gærdag, heldur illa á sig kominn, skítugur og aumur. Ég setti mig í gírinn og bjó mig undir að þurfa að vísa honum frá, sem alltaf er það erfiðasta sem maður gerir þó maður viti að það sé það eina í stöðunni.

En allavega ca.10 mín eftir að hann birtist hringir bóndinn minn og segir mér það að lögreglan hafi hringt í sig og að þannig sé búið að ganga frá hans málum að hann eigi pláss inná Vog í fyrramálið og svo fari hann beint í úttekt, þar sem Ragnar minn var hér spurði ég hann hvort hann vildi þyggja þennan kost og hann svaraði játandi Smile Svo það var úr að hann fékk að vera hérna heima í nótt en einungis gegn því að hann færi ekkert út og ég fengi að leita á honum.

Hann var hér enn í morgun og fór á Vog kl. 10 í morgun og er allavegana þar núna. Svo kemur bara í ljós hvort hann verður þar áfram eða fer þaðan út.

Þetta er leið lögreglunar til að koma honum af götunni og í úttekt, í hans tilfelli er þetta kanski eina tækifærið hans. Á meðan hann stendur sig og er inná Vogi að gera eitthvað af viti á hann möguleika á því að fara í uppbyggilegri refsingu... sem sagt inná góðan gang á Litla Hrauni eða jafnvel í Kópavoginn..

Hann var ansi framlár í morgun enda fráhvörfin búin að vera að stigmagnast frá því í gær og slæmur húðlitur á honum grár eftir condagilið og hendurnar bláleitar, ekki gott blóðflæði þar.

En ég er ánægð, nú allavegana veit ég hvar hann er og vona bara að hann gangi ekki út af Vogi eins og oft áður.

Það gefur manni ákveðna ró að vita af unganum Smile á Vogi..

Svo nú er bara að leggjast á bæn og biðja þess að hann verði inná Vogi fram að úttekt.

Veit það hljómar eflaust undarlega fyrir suma að móðir vilji barn í úttekt en það gæti einmitt bjargað hans lífi.

Kærleikskveðjur.

               Kristín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

"sumir" skilja líklega ekki líf okkar mæðranna með fíklana okkar. Ég þarf eiginlega endilega að fá email frá þér eða að þú addir mér inn á msn ið þitt ef þú ert með svoleiðis. Mitt er annel37@hotmail.com

Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 17:09

2 identicon

Ég dáist að því viðhorfi sem kemur fram í því sem þú skrifar og óska þér og þínum alls hins besta.  Líkast til þekkirðu nú þegar hjálpina sem býðst hjá Al-Anon fjölskyldudeildunum (www.al-anon.is) en ef ekki, verið bæði innilega velkomin.

Ókunnug (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 17:11

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ragnheiður... takk fyrir það adda thér á msn e-mailið mitt er krissnor@khi.is ég er þass fullviss að við getum stutt hvor aðra.

Ókunnug takk jú það er rétt ég þekki Alanon og sporinn  án þess væri ég ekki á þeim stað sem ég er andlega í dag.... hittumst vonandi á fundi, þú pikkar í mig ef þú sérð mig.

Kristín Snorradóttir, 27.11.2007 kl. 17:31

4 Smámynd: kidda

Gott að heyra að hann sé kominn inn á Vog. Stundum leysast málin á ótrúlegan hátt Vonandi bjargar þetta honum frá neyslunni og helst Hrauninu

kidda, 27.11.2007 kl. 17:37

5 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

mikið varð ég glöð að lesa að sonur þinn er kominn á Vog  og á leiðinni á hraunið eða Kópavoginn. þó svo að við þekkjumst ekki þá þekki ég þessa líðan og veit versu mikill léttir það er að vita af fíklinum sínum á öruggum stað þó svo að sá staður sé fangelsi.

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 27.11.2007 kl. 18:01

6 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Gangi ykkur allt hið besta í framtíðinni

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 27.11.2007 kl. 18:02

7 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk takk... já það er mikill léttir fólgin í því að vita af fíklinum á öruggum stað, þó það sé fangelsi... Mér finnst bara svo frábært að lögreglan skuli finna leið til að taka hann úr umferð hans vegna og annara..

Ekki hlægja að mér ég er eitthvað að fikta við bloggið.... þessvegna koma nýjar myndir af mér.

Hafið góðar stundir.

Kristín Snorradóttir, 27.11.2007 kl. 18:11

8 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Góðar fréttir.  Vonandi mun hann komast yfir fráhvörfin með hjálp og haldast inná Vogi.  Sendi ykkur enn og aftur góða strauma

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 27.11.2007 kl. 19:17

9 identicon

Frábært að heyra.... knús og kram... ég vonandi sé þig á fimmtudaginn áður en við skellum okkur í próflesturinn...

Anna María (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 20:00

10 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ég kem á fimmtudag  knús og kram

Kristín Snorradóttir, 27.11.2007 kl. 20:10

11 identicon

Frábært að heyra að Ragnar sé kominn á Vog.  Alveg ótrúlegt hvernig örlögin eru stundum.      Já og betra að vita svo af honum í fangelsi en á götunni því guð einn veit hvað þau eru að gera.

Bið æðislega að heilsa.

P.s  frábært ljóð hjá bóndanum þínum. 

Birgitta (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 20:37

12 Smámynd: Binnan

Gott að vita af stráknum á betri stað! Óska honum og ykkur fjölskyldunni alls hins besta!

Binnan, 27.11.2007 kl. 22:18

13 Smámynd: Huldabeib

Takk fyrir að skrifa svona hreinskilningslega um þetta... ég var ekki sömu megin við borðið og þið hjónin heldur hinum megin. Það er alltaf von á að hann nái sér, bara ekki missa hana. Ég er búin að vera edrú í rúm fimm ár en mamma einmitt lokaði á mig til að ég sæi ljósið!

Knús á ykkur og Raggi verður í bænum mínum.

Huldabeib, 27.11.2007 kl. 22:36

14 identicon

Hæ elskan það er gott að vita af því að hann er kominn inn á Vog, ég sé þig vonandi á fundinum í  kvöld!

 kær kveðja

Júlíana

Júlíana (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 11:23

15 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Júlína mín kæra... ég kem á fundin og hlakka til að njóta nærveru þinnar

Kristín Snorradóttir, 28.11.2007 kl. 15:06

16 Smámynd: Ragnheiður

 ég er bara að láta þig sjá að ég hugsa til þín.

Ragnheiður , 28.11.2007 kl. 22:56

17 identicon

sæl

Ég er búin að vera lesa bloggið hjá þér og varð að senda þér baráttukveðju , sonur minn er 18 ára og i meðferð inni á vogi , kær kveðja EK

EK (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband