Reið, þreytt og sorgmædd.

Stundum get ég ekki skilið kerfið á Íslandi Crying Staðan er nú þannig að síðustu tvo sólahringa er minn maður búin að vera á brjálaðri keyrslu útúrdópaður. Hann er búin að fremja í það minnsta þrjú afbrot öll sem teljast alvarleg og þar af eitt sem er mjög alvarlegt Angry Verið tekin tvisvar af lögreglunni og skellt í klefa þar til unnt er að taka af honum skýrslu en tvisvar sleppt út.......nú rétt á áðan var honum sleppt lausum.

Hann er með dóm á sér svo einhvernveginn finnst manni að það eigi ekki að vera mikið mál að stoppa hann og setja hann í úttekt..... en svo einfalt er það ekki..... hendur lögreglu eru bundnar af dómskerfinu og minn litli fíkill sem er hættulegur sjálfum sér og öðrum bara biður um lögfræðing og málið er leyst Angry

Ég er reið út í dómskerfið okkar. Því það besta sem gæti komið fyrir hann núna er að hann yrði stoppaður og settur í úttekt..... Upphafið af því að hann hætti síðast var vistinn á litla hrauni og stjórnlaus sprautufíkill á götum borgarinnar er alltaf slæmt mál en á þeim stað sem sonur minn er á er bara spurning hvenær þetta endar með ósköpum.

Ég vona bara að ekkert hræðilegt gerist og að hann verði stoppaður sem fyrst því það er það sem gæti bjargað honum.

Ég hef ekkert lært í dag er búin að vera að sinna hinum börnunum, þetta reynir á þau Blush og það er það sem er erfiðast núna...... fyrir mitt mömmuhjarta....... því ég skil þau svo vel þar sem ég átti þrjá fíkla sem sistkyni þegar ég ólst upp og þekki skömmina og óttan sem fylgir því.

Ætla að delera í kvöld nenni ekki að reyna að pína mig í lærdóm.... nú er efst á lista að sinna mér og mínum svo kertaljós og kósý kvöld með hinum ungunum mínum enda það eina sem ég get gert  fyrir minn elsta er að biðja fyrir honum...

Knús og kærleikur til ykkar.

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú átt samúð mína alla kæra Kristín.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.11.2007 kl. 17:48

2 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Kristín það er fátt hægt að segja en ég ætla líka að biðja fyrir drengnum þínum.

Ragnheiður , 25.11.2007 kl. 17:54

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sendi þér risastórt knús, þetta hlýtur að vera mjög erfitt, það verður eitthvað að gera áður en illa fer. Þetta er eins og að sleppa tifandi tímasprengju út í þjóðfélagið, það er hægt að hjálpa þessum krökkum ef vilji er fyrir hendi. Það virkar ekki á alla að segja að "ef þau vilji ekki meðferð þá séu þau ekki tilbúin", stundum þarf að stoppa þau af til að þau nái að fara að hugsa.

Guðríður Haraldsdóttir, 25.11.2007 kl. 18:00

4 identicon

þú veist að ef þig vantar eitthvað þarftu bara að pikka í mig tilbúin að koma hlaupandi til þín, þótt að sé bara til að spjalla um eitthvað annað

Þurý (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 18:03

5 identicon

Kristin min eg les alltaf skrifin þin eg samhryggist þer svo sannarlega þu ert greinilega afar dugleg eg er eiginlega orðlaus svo mikið finnst mer lagt a þig eg bið fyrir drengnum þinum.Eg a son sem er alkolisti og  finnst mer nu nog um það hvað þa það sem þu glimir við Maðurinn minn er lika ovirkur alki og annar sonur sem eg a þeir eru i goðum malum i dag .Bið .ess að sonur þinn nai ser ut ur þessu.Reyndu að hvila þig vel

Helga Valdimarsdottir (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 18:12

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég hugsa til ykkar

Katrín Ósk Adamsdóttir, 25.11.2007 kl. 18:22

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.11.2007 kl. 18:26

8 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk allar saman.

Þetta er ömurlegt en ég er samt þakklát fyrir þá lífsreynslu sem mér hefur verið gefin því án hennar væri ég ekki búin að öðlast þann þroska sem ég hef  Það er það sem gerir mig sterkari í stríðinu. Ég á gott bakland og hef aðgengi að frábærum stuðningi í Foreldrahúsum og prógrammið mitt er minn björgunarhringur þar lifi ég í sporunum.  Á yndislegt fólk að sem þekkir þessi spor. Þannig að ég fæ að deila minni reynslu og þiggja af reynslu annara.

Eftir að ég fór að skrifa hér hef ég eignast gott bakland í bloggheimum og fyrir það er ég þakklát.

Kristín Snorradóttir, 25.11.2007 kl. 18:26

9 Smámynd: kidda

Það er erfitt að geta ekki gert neitt nema að biðja fyrir þessum elskum okkar. Meira að segja löggan bregst okkur þegar börnin okkar þurfa á því að halda að verða lokuð inni til þess að skaða hvorki sig sjálf eða aðra.

Skil vel að lærdómurinn sitji á hakanum við svona fréttir. Vona að þið eigið sæmilega kvöldstund og sonurinn verði stoppaður. Það er honum fyrir bestu eins og staðan er orðin. Ætla að kveikja á kerti fyrir hann og biðja fyrir ykkur

En það verður að fara að taka til í málum fíklanna okkar, þetta gengur ekki svona lengur.

 Knús og styrkur til þín, mín kæra

kidda, 25.11.2007 kl. 19:32

10 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Mig langar bara að senda þér eitt .

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 25.11.2007 kl. 19:35

11 identicon

Elsku stelpa.

Þetta er harður heimur að reyna að hafa stjórn á.

Mig langar bara að senda þér knús.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 20:51

12 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

úfff já kerfið er svo oft fáránlegt.  Drengurinn þinn bíður eftir að komast inn og afplána og svo er enginn sem stoppar hann þegar hann er kominn af stað aftur, ótrúlegt alveg og ætti sko að fara með þetta lengra. 

Mér finnst ég svo oft heyra um fíkla sem brjóta, meiða sjálfan sig og jafnvel aðra svo þegar þeir eru gripnir þá er bara yfirheyrsla og sleppt aftur, svona gengur þetta jafnvel í marga mánuði og mörg brot framin áður en dómsmálakerfið lokar einstaklinganna inni, er ekki mun auðveldara að koma þessum einstaklingum inn sem fyrst??

Ég skil þig sko mjög vel að geta ekki einbeytt þér að lærdómnum, það þarf sko minna til, til að missa einbeytingu svona rétt fyrir próf. 

Sendi þér allar mínar kveðjur, orku og knús og vona að þið getið átt gott kvöld í kvöld.

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 25.11.2007 kl. 21:00

13 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Mig langar að benda á það að lögreglan gerir allt sem hún getur til að fá hann í varðhald en dómskerfið er svo gallað. Hann er á áfrýjunarfresti vegna dómsins sem hann fékk fyrir málin áður en hann fór í meðferðina og þar með fær lögreglan hann ekki dæmdan í varðhald

Mat lögreglunar er að það verði að stoppa hann af svo hann drepi sig ekki eða einhvern annan.

Takk fyrir öll þessi yndislegu knús og fallegu kveðjur.

Knús og kærleikur til ykkar allra

Kristín Snorradóttir, 25.11.2007 kl. 21:36

14 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

ok vonandi gerist þá eitthvað í þessu næstu daga, það hlýtur að vera hægt að nota "smáaletrið" til að koma honum inn, sérstaklega fyrir hann sjálfann!!

Endalaust knús til ykkar allra Krisín mín

Sjáumst við í skólanum á morgun? kennslulota hjá mér svo ég verð 8-4 næstu viku :-)

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 25.11.2007 kl. 21:39

15 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ok....ég er frá 10-12 á morgun kanski að við rekumst á

Kristín Snorradóttir, 25.11.2007 kl. 21:42

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2007 kl. 23:36

17 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.11.2007 kl. 00:28

18 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Harpa Oddbjörnsdóttir, 26.11.2007 kl. 08:47

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skil þig vel var í þessum sporum fyrir nokkrum árum.  Endalaus hringrás.  Ertu búin að reyna að fá hann í síbrotagæslu.  Gekk með minn á endanum.  Núna er hann búinn að vera mjög góður í marga mánuði, en er að bíða eftir að komast inn á Vog.  Búinn að bíða alltof lengi. 

Ég á reyndar enga orku til að gefa þér.  Hef lagt hana alla í þetta afkvæmi mitt.  En ég sendi þér samt góðar hugsanir og vona að úr rætist.  Minn komst inn á Krýsuvík fyrir nokkrum árum, og það varð upphafið að hans endurreisn.  Hann var kominn alveg eins langt niður og hægt er.  Reyndu að fá hann settann inn í síbrotagæslu, til að stoppa hann af í frekari afbrotum.  Það er hægt.  Það þarf að ræða við dómara og sýslumanninn.  Veit reyndar ekki hvernig þetta er í höfuðborginni, ef til vill erfiðara en úti á landi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 11:11

20 Smámynd: halkatla

halkatla, 26.11.2007 kl. 12:05

21 identicon

Krísuvík er fínn staður. Ég var í þessum sömu sporum fyrir svo stuttu síðan samt svo langt síðan.Guð styrki ykkur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 12:20

22 identicon

Sorglegt, finn til með þér; Skilaðu til hans frá mér að hann sé fífl ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 12:58

23 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Krísuvík er flottur staður ég tek undir það. Minn maður vill ekki þangað þannig að það nær ekki lengra.

DoctorE. Ég tek ekki að mér að skila neinu til hans ef þú þekkir hann og þarfnast þess að kallan fífl verðuru að gera það án milligöngu.

Allir takk fyrir stuðninginn.

Kristín Snorradóttir, 26.11.2007 kl. 13:11

24 Smámynd: Marta smarta

Sæl Kristín.Ég þekki þig ekki, og ekki þín vandamál af eigin raun, en reyni að skynja sorgina og vonleysið, þið eruð í mínum bænum og það er víst það eina sem ég get gert.Vona bara og bið að úr rætist sem fyrst.

Marta smarta, 26.11.2007 kl. 22:08

25 Smámynd: Kolgrima

Þetta er þyngra en tárum taki - vona að það birti til sem fyrst hjá ykkur mæðginum og fjölskyldunni allri

Kolgrima, 27.11.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband