Engin smá gremja!!!

Úff... nú sýður á minnni... var að lesa bloggið hjá honum bróður mínum http://agustg.blog.is/blog/agustg/

Hann er búin að léttlesa nýju fjárlöginn....mæ ó mæ.... þar fór mín trú alveg!!!

Ísland eins og heimurinn allur á í kreppu og á fjárlögum er gert ráð fyrir að ráðstafa 135 millum í tilefni af 200 ára afmæli Jóns sigurðssonar!! Ok.. allt gott og blessað með að hann var frábær og allt það en common.... Hann var bara manneskja rétt eins og ég og þið... á ekki að halda upp á afmælið okkar fyrir stórfé 100 og eitthvað árum eftir að við deyjum...Þvílíkt bull og kjaftæði þegar skorið er niður þar sem þörfin er.

Tökum sem dæmi heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, það er fólk sem er að missa allt sitt....svo ég minnist nú ekki á það sem mér er mjög kært meðferðir fyrir fíkla... væri ekki nær að setja eitthvað af þessum pening í að halda meðferðargangi Litla Hrauns opnum??

Það eru fleirri dæmi í þessum fjárlögum sem mér þykir lítið til koma.... hvar er sú hugsun að fjárfesta í manneskjunni, samfélaginu.... til dæmis byggja upp svona eitt stykki af velferðarkerfi...ég meina svona alvöru velferðarkerfi en ekki einhverju flottu orði á blaði!!

Arg og garg..

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér með meðferðarganginn og rest mætti svo fara í að fjölga meðferðarplássum. Því ég óttast að það muni þurfa mjög mörg á næstunni.

Það sannast alltaf betur og betur að það er ekki hugsandi fólk sem hugsar aðgerðirnar til enda sem semja þetta rugl.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þetta er bara skelfilegt allt saman, hækkanir á öllu það eiga margir eftir að þurfa á hjálp að halda.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 18.12.2008 kl. 13:06

3 identicon

Sammála þér, það er ekki allt í lagi með þessa blessuðu stjórn okkar,.... en mig hlakkar til að mæta í 100 ára afmælið þitt Stína mín, í boði ríkisins auðvitað knús á þig

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Dísa Dóra

Ekki beint verið að hugsa um hag þeirra sem minnst hafa - enda þurfa þyngmenn litlar áhyggjur að hafa af því að lenda í þeim hópi.

Dísa Dóra, 20.12.2008 kl. 08:55

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

GLEÐILEG JÓL Kristín til þín og þinnar/okkar fjölskyldu, ég segi líka okkar því að við lesendur þíns bloggs eigum orðið soldið í henni og ég skal bara alveg viðurkenna að ég bæði hlakka og kvíði alltaf fyrir að kíkja hér inn, en ég hlakka til að heyra af ykkar jólahátið núna öll saman á sama stað og öll heil.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.12.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband